Enski boltinn

Tveggja ára bann fyrir steranotkun

Kinsella í leik með unglingaliði Everton.
Kinsella í leik með unglingaliði Everton.
Miðjumaðurinn Gerard Kinsella, fyrrum leikmaður Everton, hefur verið dæmdur í tveggja ára keppnisbann vegna steranotkurnar.

Kinsella, sem spilar með Fleetwood í dag, féll á lyfjaprófi í febrúar síðastliðnum og má því ekki spila aftur fyrr en í febrúar árið 2015.

Hinn 21 árs gamli Kinsella þótti efnilegur leikmaður á sínum tíma en hefur ekki staðið undir væntingum. Hannvar lánaður til Telford síðasta vetur.

Hann á enn eftir að spila með aðalliði Fleetwood og gerir það klárlega ekki á næstunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×