Eldar í mötuneyti og matartrukki Freyr Bjarnason skrifar 28. mars 2013 06:00 Meistarakokkurinn er í góðum gír eftir sigurinn í Masterchef. Fréttablaðið/GVA „Ég fíla svona gestakokkagigg. Þetta er mjög skemmtilegt og eitthvað sem ég tengi mikið við,“ segir Gunnar Helgi Guðjónsson. Hann hefur haft í nógu að snúast síðan hann bar sigur úr býtum í sjónvarpsþáttunum Masterchef sem voru sýndir á Stöð 2. Hann setti saman svokallaðan Masterchef-matseðil á veitingastaðnum Nauthóli, sem var hluti af sigurlaunum hans í þáttunum, og einnig var hann gestakokkur í mötuneyti 365 í nokkra daga. „Fólk hefur alveg komið inn í eldhús og þakkað mér fyrir,“ segir hann um viðbrögðin sem hann fékk í mötuneytinu. „Ég fékk að ráða eiginlega öllu sjálfur og það var til dæmis gaman að prófa að vera með kalda súpu,“ segir hann og á við gazpacho „andaluz“ sem hann bauð upp á. Í lok maí fer Gunnar Helgi austur á firði og verður gestakokkur hjá vini sínum sem verður með matartrukk á sjómannadaginn í Neskaupstað. Einnig er líklegt að hann verði í hálfgerðu læri á Nauthóli næstu misserin. Samhliða því langar hann til að skrifa eitthvað um mat, auk þess sem hann er að gera matreiðslubók, sem var einnig hluti af verðlaununum fyrir sigurinn í Masterchef. „Þetta er eiginlega of gott til að vera satt,“ segir kokkurinn kraftmikli um lífið og tilveruna þessa dagana. Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fleiri fréttir Stökkir ostabitar í pistasíuhjúp Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Létt og ljúffengt eplasalat Tiramisu-brownie að hætti Höllu Hryllilega girnilegar hrekkjavökukræsingar Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Bragðgott quesadilla á einni plötu Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Sjá meira
„Ég fíla svona gestakokkagigg. Þetta er mjög skemmtilegt og eitthvað sem ég tengi mikið við,“ segir Gunnar Helgi Guðjónsson. Hann hefur haft í nógu að snúast síðan hann bar sigur úr býtum í sjónvarpsþáttunum Masterchef sem voru sýndir á Stöð 2. Hann setti saman svokallaðan Masterchef-matseðil á veitingastaðnum Nauthóli, sem var hluti af sigurlaunum hans í þáttunum, og einnig var hann gestakokkur í mötuneyti 365 í nokkra daga. „Fólk hefur alveg komið inn í eldhús og þakkað mér fyrir,“ segir hann um viðbrögðin sem hann fékk í mötuneytinu. „Ég fékk að ráða eiginlega öllu sjálfur og það var til dæmis gaman að prófa að vera með kalda súpu,“ segir hann og á við gazpacho „andaluz“ sem hann bauð upp á. Í lok maí fer Gunnar Helgi austur á firði og verður gestakokkur hjá vini sínum sem verður með matartrukk á sjómannadaginn í Neskaupstað. Einnig er líklegt að hann verði í hálfgerðu læri á Nauthóli næstu misserin. Samhliða því langar hann til að skrifa eitthvað um mat, auk þess sem hann er að gera matreiðslubók, sem var einnig hluti af verðlaununum fyrir sigurinn í Masterchef. „Þetta er eiginlega of gott til að vera satt,“ segir kokkurinn kraftmikli um lífið og tilveruna þessa dagana.
Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fleiri fréttir Stökkir ostabitar í pistasíuhjúp Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Létt og ljúffengt eplasalat Tiramisu-brownie að hætti Höllu Hryllilega girnilegar hrekkjavökukræsingar Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Bragðgott quesadilla á einni plötu Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Sjá meira