Barist um íslensku strákana Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. maí 2013 08:30 Fimm ár Í Þorlákshöfn Benedikt tók við Þórsurum árið 2010 og fór með liðið alla leið í úrslit í fyrra. Fréttablaðið/Vilhelm „Það er svolítið síðan að ég framlengdi. Maður er bara ekkert að slá um sig með einhverjum Facebook-færslum,“ segir Benedikt Guðmundsson, sem verður þjálfari Þórs í Þorlákshöfn næstu tvö árin. Þórsarar höfnuðu í 2. sæti í deildarkeppninni í vetur en meiðsli lykilmanna skömmu fyrir úrslitakeppnina settu strik í reikninginn. „Árangurinn í vetur var betri en í fyrra þar til við lentum í meiðslunum. Við erum bara lítið lið sem reynir að vinna úr sínu. Við erum ekkert með landsliðskarla á lager til að taka við ef einhver meiðist,“ segir Benedikt og minnir á að lítið megi út af bregða hjá liðunum í körfunni. Það hafi sést í úrslitakeppninni þegar meiðsli útlendinga komu niður á árangri Keflvíkinga, Snæfellinga og Stjörnumanna. Benedikt þjálfaði KR-inga á árum áður en hann hefur bæði gert karla- og kvennalið félagsins að Íslandsmeisturum. Veturinn var KR-ingum erfiðari en reiknað var með og bendir flest til þess að Vesturbæjarliðið sé í þjálfaraleit hjá karlaliðinu. Aðspurður hvort KR-ingar hafi hringt í hann segir Benedikt: „Án þess að ég fari nákvæmt út í það þá fékk ég þrjár fyrirspurnir og gaf þær allar frá mér.“ Slegist á kjötmarkaðnumDarri Hilmarsson varð fyrir meiðslum á versta tíma á tímabilinu.Mynd/VilhelmNæstu tvö árin verða karlaliðin í efstu deild að hafa fjóra íslenska leikmenn inni á vellinum hverju sinni. Þótt lið geti sankað að sér erlendum leikmönnum getur aðeins einn þeirra verið inni á vellinum í einu. Landslagið er gjörbreytt. „Nýja reglan býður upp á að slegist verði um íslenska leikmenn. Allir eru að ræða við alla,“ segir Benedikt. Hans leikmenn eru þar ekki undanskildir. „Allir leikmenn okkar, sem eru á annað borð komnir upp úr grunnskóla, hafa fengið símtal einhvers staðar frá,“ segir Benedikt. Heyrst hefur að hann beri víurnar í Tómas Tómasson, stigahæsta leikmann Fjölnis, sem féll úr deildinni í vetur. „Það skýrist vonandi á allra næstu dögum en við erum ekkert þeir einu í sambandi við hann,“ segir Benedikt. Greinilegt er að körfuboltaþjálfarar landsins eru mikið í símanum þessa dagana. „Lið gætu lent undir á þessum kjötmarkaði og farið illa. Þetta er barátta og við þurfum að taka þátt í henni ef við ætlum að vera með samkeppnishæft lið.“ Kostir og gallar við reglunaGræni drekinn, stuðningsmannasveit Þórs.Mynd/DaníelReglur um fjölda útlendinga hafa breyst reglulega undanfarin ár. Í vetur voru takmörk sett við tvo erlenda leikmenn. Þar áður mátti aðeins vera með einn Bandaríkjamann en fleiri evrópska leikmenn. Benedikt segist sjá kosti og galla við nýju regluna. „Það verður gaman að prófa þetta en reglan er ekki að hjálpa liðunum úti á landi og lítil hamingja með regluna þar,“ segir Benedikt. Hann minnir á að það sé sama til hvaða íþróttagreinar sé litið. Á landsbyggðinni spili erlendir leikmenn alltaf stór hlutverk. „Svona verður þetta næstu árin og menn verða bara að finna leiðir.“Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Sjá meira
„Það er svolítið síðan að ég framlengdi. Maður er bara ekkert að slá um sig með einhverjum Facebook-færslum,“ segir Benedikt Guðmundsson, sem verður þjálfari Þórs í Þorlákshöfn næstu tvö árin. Þórsarar höfnuðu í 2. sæti í deildarkeppninni í vetur en meiðsli lykilmanna skömmu fyrir úrslitakeppnina settu strik í reikninginn. „Árangurinn í vetur var betri en í fyrra þar til við lentum í meiðslunum. Við erum bara lítið lið sem reynir að vinna úr sínu. Við erum ekkert með landsliðskarla á lager til að taka við ef einhver meiðist,“ segir Benedikt og minnir á að lítið megi út af bregða hjá liðunum í körfunni. Það hafi sést í úrslitakeppninni þegar meiðsli útlendinga komu niður á árangri Keflvíkinga, Snæfellinga og Stjörnumanna. Benedikt þjálfaði KR-inga á árum áður en hann hefur bæði gert karla- og kvennalið félagsins að Íslandsmeisturum. Veturinn var KR-ingum erfiðari en reiknað var með og bendir flest til þess að Vesturbæjarliðið sé í þjálfaraleit hjá karlaliðinu. Aðspurður hvort KR-ingar hafi hringt í hann segir Benedikt: „Án þess að ég fari nákvæmt út í það þá fékk ég þrjár fyrirspurnir og gaf þær allar frá mér.“ Slegist á kjötmarkaðnumDarri Hilmarsson varð fyrir meiðslum á versta tíma á tímabilinu.Mynd/VilhelmNæstu tvö árin verða karlaliðin í efstu deild að hafa fjóra íslenska leikmenn inni á vellinum hverju sinni. Þótt lið geti sankað að sér erlendum leikmönnum getur aðeins einn þeirra verið inni á vellinum í einu. Landslagið er gjörbreytt. „Nýja reglan býður upp á að slegist verði um íslenska leikmenn. Allir eru að ræða við alla,“ segir Benedikt. Hans leikmenn eru þar ekki undanskildir. „Allir leikmenn okkar, sem eru á annað borð komnir upp úr grunnskóla, hafa fengið símtal einhvers staðar frá,“ segir Benedikt. Heyrst hefur að hann beri víurnar í Tómas Tómasson, stigahæsta leikmann Fjölnis, sem féll úr deildinni í vetur. „Það skýrist vonandi á allra næstu dögum en við erum ekkert þeir einu í sambandi við hann,“ segir Benedikt. Greinilegt er að körfuboltaþjálfarar landsins eru mikið í símanum þessa dagana. „Lið gætu lent undir á þessum kjötmarkaði og farið illa. Þetta er barátta og við þurfum að taka þátt í henni ef við ætlum að vera með samkeppnishæft lið.“ Kostir og gallar við reglunaGræni drekinn, stuðningsmannasveit Þórs.Mynd/DaníelReglur um fjölda útlendinga hafa breyst reglulega undanfarin ár. Í vetur voru takmörk sett við tvo erlenda leikmenn. Þar áður mátti aðeins vera með einn Bandaríkjamann en fleiri evrópska leikmenn. Benedikt segist sjá kosti og galla við nýju regluna. „Það verður gaman að prófa þetta en reglan er ekki að hjálpa liðunum úti á landi og lítil hamingja með regluna þar,“ segir Benedikt. Hann minnir á að það sé sama til hvaða íþróttagreinar sé litið. Á landsbyggðinni spili erlendir leikmenn alltaf stór hlutverk. „Svona verður þetta næstu árin og menn verða bara að finna leiðir.“Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Sjá meira