Vilja selja banka með 105 milljarða afslætti 2. mars 2013 10:00 Legið hefur fyrir að kröfuhafar gömlu bankanna ætla sér ekki að eiga þá nýju til langs tíma. Líklegra er talið að Íslandsbanki verði seldur á undan enda hefur hópur fjárfesta, undir forystu Framtakssjóðs Íslands, gert óformlegt tilboð í hann. fréttablaðið/vilhelm Fréttablaðið hefur sviðsmynd sem notuð er í viðræðum stjórnvalda og kröfuhafa Glitnis og Kaupþings undir höndum. Selja á Íslandsbanka og Arion með miklum afslætti, endurfjármagna OR og tryggja Landsbankanum mikið magn af gjaldeyri. Selja á Íslandsbanka og Arion banka til innlendra aðila með samtals 105 milljarða króna afslætti, endurfjármagna Orkuveitu Reykjavíkur (OR) að fullu og útvega Landsbankanum nægan erlendan gjaldeyri til að geta greitt af 300 milljarða króna skuldabréfaskuld sinni. Þetta kemur fram í skjali sem sýnir eina af þeim sviðsmyndum sem unnið er eftir í viðræðum stjórnvalda og kröfuhafa Glitnis og Kaupþings. Margt í sviðsmyndinni rímar við þær fréttir sem sagðar hafa verið af viðræðunum undanfarna daga. Tilgangur þeirra er að klára nauðasamning beggja þrotabúanna, binda íslenskar eignir þeirra og taka með því stórt skref í átt að afnámi gjaldeyrishafta. Í sviðsmyndinni, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, er lagt til að Íslandsbanki verði seldur fyrir 0,55 prósent af bókfærðu eigin fé bankans og að greitt verði fyrir með erlendum eignum. Samkvæmt skjalinu á það að skila um 55 milljarða króna afslætti, eða „klippingu“ eins og það er kallað þar. Samhliða á að skipta á lánasöfnum sem heita Holt og Haf, og eru í eigu Glitnis, og þeim innstæðum í erlendum gjaldeyri sem eru í Íslandsbanka. Í Hafi voru upphaflega sjávarútvegsfyrirtæki og fleiri félög. Í Holti voru fasteignafélög í Evrópu og á Íslandi. Lánasöfnin tvö, sem upphaflega voru sett að veði fyrir veðlánum hjá Seðlabanka Evrópu fyrir hrun, eru metin á 88,5 milljarða króna í bókum Glitnis. Erlendur innstæðurnar í Íslandsbanka voru hins vegar um 67 milljarðar króna um síðustu áramót. Þessi skipti verða ekki gerð með neinum afslætti og því er ljóst að meira af erlendum eignum en bara innstæður þurfa að fara yfir til Glitnis. Þá á að flytja gjaldmiðlaskiptasamning sem Íslandsbanki er með við Seðlabanka Íslands yfir til Glitnis. Enginn afsláttur á heldur að vera á þeim skiptum. Í skjalinu segir að þessar aðgerðir muni skila því, að meðtöldum rekstrarkostnaði af starfsemi Glitnis næstu árin, að eignir þrotabúsins í íslenskum krónum fari þá niður í núll. Þær eru bókfærðar á 254,5 milljarða króna í ársuppgjöri Glitnis fyrir árið 2012. Sviðsmyndin gerir einnig ráð fyrir því að Kaupþing selji Arion banka fyrir 55 prósent af bókfærðu eigin fé bankans og að það muni skila um 50 milljarða króna afslætti. Eignir Kaupþings í íslenskum krónum voru 197,7 milljarðar króna um mitt síðasta ár og samkvæmt sviðsmyndinni færu þær niður í núll með þessari aðgerð, þegar búið er að taka tillit til rekstrarkostnaðar á starfsemi Kaupþings næstu árin. Þegar búið verður að ganga frá ofangreindu er það mat þeirra sem skrifa skjalið að hægt verði að ganga frá nauðasamningum bæði Glitnis og Kaupþings. thordur@frettabladid.is Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Fréttablaðið hefur sviðsmynd sem notuð er í viðræðum stjórnvalda og kröfuhafa Glitnis og Kaupþings undir höndum. Selja á Íslandsbanka og Arion með miklum afslætti, endurfjármagna OR og tryggja Landsbankanum mikið magn af gjaldeyri. Selja á Íslandsbanka og Arion banka til innlendra aðila með samtals 105 milljarða króna afslætti, endurfjármagna Orkuveitu Reykjavíkur (OR) að fullu og útvega Landsbankanum nægan erlendan gjaldeyri til að geta greitt af 300 milljarða króna skuldabréfaskuld sinni. Þetta kemur fram í skjali sem sýnir eina af þeim sviðsmyndum sem unnið er eftir í viðræðum stjórnvalda og kröfuhafa Glitnis og Kaupþings. Margt í sviðsmyndinni rímar við þær fréttir sem sagðar hafa verið af viðræðunum undanfarna daga. Tilgangur þeirra er að klára nauðasamning beggja þrotabúanna, binda íslenskar eignir þeirra og taka með því stórt skref í átt að afnámi gjaldeyrishafta. Í sviðsmyndinni, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, er lagt til að Íslandsbanki verði seldur fyrir 0,55 prósent af bókfærðu eigin fé bankans og að greitt verði fyrir með erlendum eignum. Samkvæmt skjalinu á það að skila um 55 milljarða króna afslætti, eða „klippingu“ eins og það er kallað þar. Samhliða á að skipta á lánasöfnum sem heita Holt og Haf, og eru í eigu Glitnis, og þeim innstæðum í erlendum gjaldeyri sem eru í Íslandsbanka. Í Hafi voru upphaflega sjávarútvegsfyrirtæki og fleiri félög. Í Holti voru fasteignafélög í Evrópu og á Íslandi. Lánasöfnin tvö, sem upphaflega voru sett að veði fyrir veðlánum hjá Seðlabanka Evrópu fyrir hrun, eru metin á 88,5 milljarða króna í bókum Glitnis. Erlendur innstæðurnar í Íslandsbanka voru hins vegar um 67 milljarðar króna um síðustu áramót. Þessi skipti verða ekki gerð með neinum afslætti og því er ljóst að meira af erlendum eignum en bara innstæður þurfa að fara yfir til Glitnis. Þá á að flytja gjaldmiðlaskiptasamning sem Íslandsbanki er með við Seðlabanka Íslands yfir til Glitnis. Enginn afsláttur á heldur að vera á þeim skiptum. Í skjalinu segir að þessar aðgerðir muni skila því, að meðtöldum rekstrarkostnaði af starfsemi Glitnis næstu árin, að eignir þrotabúsins í íslenskum krónum fari þá niður í núll. Þær eru bókfærðar á 254,5 milljarða króna í ársuppgjöri Glitnis fyrir árið 2012. Sviðsmyndin gerir einnig ráð fyrir því að Kaupþing selji Arion banka fyrir 55 prósent af bókfærðu eigin fé bankans og að það muni skila um 50 milljarða króna afslætti. Eignir Kaupþings í íslenskum krónum voru 197,7 milljarðar króna um mitt síðasta ár og samkvæmt sviðsmyndinni færu þær niður í núll með þessari aðgerð, þegar búið er að taka tillit til rekstrarkostnaðar á starfsemi Kaupþings næstu árin. Þegar búið verður að ganga frá ofangreindu er það mat þeirra sem skrifa skjalið að hægt verði að ganga frá nauðasamningum bæði Glitnis og Kaupþings. thordur@frettabladid.is
Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira