„Okkur er sagt að kynlíf selji og þá bara selja þeir það“ 2. mars 2013 19:23 Klámvæðingin hefur gegnsýrt auglýsingaheiminn. Þetta segir félagsfræðingur sem hefur rýnt í birtingarmyndir kynjanna í auglýsingum. Nýlegar fregnir frá framhaldsskólum landsins um klámvæddar uppákomur voru meðal annars kveikjan að því að félagsfræðingafélagið hélt á dögunum málþing sem bar yfirskriftina Unga fólkið og klámmenningin. Bára Jóhannesdóttir félagsfræðingur er meðal þeirra sem þar héldu erindi og fjallaði um klámvæddar auglýsingar. „Okkur er alltaf sagt að kynlíf selji og þetta er notað stanslaust á misgrófan hátt og þessar auglýsingar sem ég var að fjalla um eru frá frægum fatahönnuðum til dæmis eins og Tom Ford, Dolce and Gabbana og Calvin Klein. Þetta eru risafyrirtæki á alþjóðavísu og nota grimmt vísanir í klám." Meðal þeirra sem í dag birta umdeildar myndir er fatamerkið American Apparel og hefur Bára vakið sérstaka athygli á auglýsingum þeirra. „Þetta verður svo eðlilegt. Kynlíf er eðlilegur hlutur, berir líkamar eru eðlilegur hlutur en þegar þú ert borinn á borð eins og þú sért hlutur, það er svo auðvelt að afpersónugera fólk." Þá segir Bára að stundum sé hreinlega óljóst hvað sé verið að auglýsa. „Konur eru notaðar til að auglýsa skó, bíla, nefndu það. Það er allt leyfilegt virðist vera." En af hverju telur Bára að þetta sé svona? „Er það ekki bara markaðurinn sem ræður? Okkur er sagt að kynlíf selji og þá bara selja þeir það." Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Sjá meira
Klámvæðingin hefur gegnsýrt auglýsingaheiminn. Þetta segir félagsfræðingur sem hefur rýnt í birtingarmyndir kynjanna í auglýsingum. Nýlegar fregnir frá framhaldsskólum landsins um klámvæddar uppákomur voru meðal annars kveikjan að því að félagsfræðingafélagið hélt á dögunum málþing sem bar yfirskriftina Unga fólkið og klámmenningin. Bára Jóhannesdóttir félagsfræðingur er meðal þeirra sem þar héldu erindi og fjallaði um klámvæddar auglýsingar. „Okkur er alltaf sagt að kynlíf selji og þetta er notað stanslaust á misgrófan hátt og þessar auglýsingar sem ég var að fjalla um eru frá frægum fatahönnuðum til dæmis eins og Tom Ford, Dolce and Gabbana og Calvin Klein. Þetta eru risafyrirtæki á alþjóðavísu og nota grimmt vísanir í klám." Meðal þeirra sem í dag birta umdeildar myndir er fatamerkið American Apparel og hefur Bára vakið sérstaka athygli á auglýsingum þeirra. „Þetta verður svo eðlilegt. Kynlíf er eðlilegur hlutur, berir líkamar eru eðlilegur hlutur en þegar þú ert borinn á borð eins og þú sért hlutur, það er svo auðvelt að afpersónugera fólk." Þá segir Bára að stundum sé hreinlega óljóst hvað sé verið að auglýsa. „Konur eru notaðar til að auglýsa skó, bíla, nefndu það. Það er allt leyfilegt virðist vera." En af hverju telur Bára að þetta sé svona? „Er það ekki bara markaðurinn sem ræður? Okkur er sagt að kynlíf selji og þá bara selja þeir það."
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Sjá meira