Auglýsti eftir nýra á Facebook 2. mars 2013 20:02 Fjórar bláókunnugar manneskjur hafa boðist til að gefa konu nýra eftir að hún auglýsti eftir því á Facebook. Hún hefur verið bundin við blóðskilunarvél í þrjú ár og þráir ekkert heitara en frelsið. Hulda Birna Blöndal er 47 ára, þriggja barna móðir. Hún greindist með nýrnasjúkdóm fyrir nítján árum og hafa nýrun hennar skemmst smátt og smátt síðan. Fyrir þremur árum voru nýrun orðin svo slæm að athugað var hvort hennar nánustu gætu gefið henni nýra, en þeir pössuðu ekki sem gjafar. „Nei, það hefur ekki gengið og þá fer maður í nýrnavél, sem að tekur verulega á," segir Hulda, en hún hefur síðustu þrjú árin verið bundin við blóðskilunarvél þrisvar í viku, í fjórar klukkustundir í senn. Æðar á handlegg hennar bera þess skýr merki að hafa verið stungnar í þessi þrjú ár. „Ég var búin að fá hvatningu frá ættingjum og vinum að gera eitthvað róttækt en það er svo gríðarlega erfitt að biðja. Maður biður ekki um svona og þetta var gríðarlega erfið ákvörðun, en ég fór, eftir skilun í gær og skrifaði frá hjartanu á Facebook og auglýsti eftir nýra." Hún segist hafa fengið gríðarlega sterk og góð viðbrögð frá bláókunnugu fólki sem vill gefa henni nýra. Hún heldur saman öllum upplýsingar um viðkomandi og sendir til síns læknis sem vinnur með þær áfram. „Ég bara titraði og skalf hérna, ég gekk um gólf, lappirnar titruðu og svo bara klukkan ellefu í gærkvöldi var ég alveg búin á því." Hulda er í blóðflokki B plús og því þurfa mögulegir gjafar að vera úr B plús eða mínus, eða þá O plús eða mínus. Hún þráir ekket heitara en að losna við blóðskilunarvélina. „Mig langar bara að vera frjáls. Mig langar að vera laus úr vél. Þetta er alveg orðið fínt. Ég er búin að líta á þetta sem vinnu, þetta er búið að vera vinnan mín en nú er komið gott. Nú langar mig bara að segja upp." Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira
Fjórar bláókunnugar manneskjur hafa boðist til að gefa konu nýra eftir að hún auglýsti eftir því á Facebook. Hún hefur verið bundin við blóðskilunarvél í þrjú ár og þráir ekkert heitara en frelsið. Hulda Birna Blöndal er 47 ára, þriggja barna móðir. Hún greindist með nýrnasjúkdóm fyrir nítján árum og hafa nýrun hennar skemmst smátt og smátt síðan. Fyrir þremur árum voru nýrun orðin svo slæm að athugað var hvort hennar nánustu gætu gefið henni nýra, en þeir pössuðu ekki sem gjafar. „Nei, það hefur ekki gengið og þá fer maður í nýrnavél, sem að tekur verulega á," segir Hulda, en hún hefur síðustu þrjú árin verið bundin við blóðskilunarvél þrisvar í viku, í fjórar klukkustundir í senn. Æðar á handlegg hennar bera þess skýr merki að hafa verið stungnar í þessi þrjú ár. „Ég var búin að fá hvatningu frá ættingjum og vinum að gera eitthvað róttækt en það er svo gríðarlega erfitt að biðja. Maður biður ekki um svona og þetta var gríðarlega erfið ákvörðun, en ég fór, eftir skilun í gær og skrifaði frá hjartanu á Facebook og auglýsti eftir nýra." Hún segist hafa fengið gríðarlega sterk og góð viðbrögð frá bláókunnugu fólki sem vill gefa henni nýra. Hún heldur saman öllum upplýsingar um viðkomandi og sendir til síns læknis sem vinnur með þær áfram. „Ég bara titraði og skalf hérna, ég gekk um gólf, lappirnar titruðu og svo bara klukkan ellefu í gærkvöldi var ég alveg búin á því." Hulda er í blóðflokki B plús og því þurfa mögulegir gjafar að vera úr B plús eða mínus, eða þá O plús eða mínus. Hún þráir ekket heitara en að losna við blóðskilunarvélina. „Mig langar bara að vera frjáls. Mig langar að vera laus úr vél. Þetta er alveg orðið fínt. Ég er búin að líta á þetta sem vinnu, þetta er búið að vera vinnan mín en nú er komið gott. Nú langar mig bara að segja upp."
Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira