Gálgahraun Halldór Ólafsson skrifar 12. desember 2013 06:00 Eftir að hafa fylgst með því ónauðsynlega hervirki sem framið er þessa daga í Gálgahrauni verður mér æ oftar hugsað til þriggja frumherja náttúruverndar á Íslandi. Þar á ég við þau Sigríði Tómasdóttur í Brattholti, sem bjargaði Gullfossi frá erlendum auðhringum, Guðmund Davíðsson kennara, sem barðist fyrir friðun Þingvalla og hvatti stjórnvöld til þess að gera staðinn að þjóðgarði, og Sigurð Þórarinsson jarðfræðing, sem ásamt fleirum samdi fyrstu náttúruverndarlögin er samþykkt voru á Alþingi. Hvernig liti landið okkar út ef þetta framsýna fólk hefði ekki haft vit fyrir okkur á sínum tíma? Þá er hætt við að ásýnd landsins væri með öðrum brag því reynslan sýnir að fégráðugt og tilfinningasljótt fólk virðir ekki náttúruna ef hagsmunir þess og náttúra landsins stangast á. Þegar Sigurður Þórarinsson kom heim frá námi og störfum í Svíþjóð undir lok heimsstyrjaldarinnar síðari blöskraði honum umgengni landa sinna og óvirðing þeirra fyrir náttúrunni. Hann sá að við svo búið mátti ekki standa og hóf að skrifa greinar í blöð og tímarit um náttúruvernd, einnig hélt hann erindi um sama efni í útvarp og hjá félagasamtökum. Grein sem Sigurður skrifaði í Náttúrufræðinginn 1950 hristi loksins svo upp í stjórnvöldum að honum, ásamt Kristjáni Eldjárn þjóðminjaverði, Finni Guðmundssyni fuglafræðingi og Ármanni Snævarr lögfræðiprófessor, var falið að semja frumvarp til laga um náttúruvernd. Þetta var fyrsta heildarlöggjöf Íslendinga um náttúruvernd.Þörf lesning Grein Sigurðar í Náttúrufræðingnum er löng og ýtarleg en hér á eftir fer örstuttur útdráttur sem er þörf lesning: „Við lifum á tímum, sem meta flest til silfurs og seðla og kalla það raunsæi, en nefna e.t.v. trú á þau verðmæti, sem ég hef hér talið að vernda þyrfti, rómantík og flótta frá veruleikanum. En til eru þau verðmæti, sem ekki verða metin til fjár og eru það þó þau, sem gefa mannlegu lífi innihald og meiningu og er ekki vafasamt raunsæi að vanmeta þau? Seðlarnir fúna og við, sem þeim söfnum, fúnum líka, en við fáum ekki umflúið dóm komandi kynslóða um það, hvernig við skiluðum landinu okkar í þeirra hendur. Það er stundum hægt að bæta tjón af fjármálalegum eða pólitískum afglöpum, en fordjarfanir á náttúrumenjum eru í flokki þeirra afglapa, sem ekki verða bætt. Allt gull veraldar getur ekki gefið okkur aftur einn einasta geirfugl, og engin nýsköpunartækni getur byggt Rauðhólana upp að nýju.“ Svo mörg voru þau orð. Ég held að öll grein Sigurðar Þórarinssonar sem birtist í Náttúrufræðingnum 1950 sé holl og þörf lesning öllum Íslendingum en þó einkum ráðherrum og öðrum limum hins svokallaða háa Alþingis, borgar- og bæjarstjórnarfulltrúum, starfsmönnum Vegagerðarinnar, verktökum og reyndar öllum þeim sem hafa með umsýslan ósnortins lands að gera. Einnig er ástæða til að benda þessu sama fólki á grein Nóbelskáldsins Halldórs Kiljan Laxness er hann nefndi „Hernaðurinn gegn landinu“ og birtist í Morgunblaðinu á gamlársdag 1970. Ég vil að lokum lýsa aðdáun minni á því fólki sem staðið hefur vaktina í Gálgahrauni undanfarið. Það sýnir að enn eru til Íslendingar sem þora að mótmæla gerræðislegum framkvæmdum yfirvalda sem gerðar eru undir lögregluvernd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Eftir að hafa fylgst með því ónauðsynlega hervirki sem framið er þessa daga í Gálgahrauni verður mér æ oftar hugsað til þriggja frumherja náttúruverndar á Íslandi. Þar á ég við þau Sigríði Tómasdóttur í Brattholti, sem bjargaði Gullfossi frá erlendum auðhringum, Guðmund Davíðsson kennara, sem barðist fyrir friðun Þingvalla og hvatti stjórnvöld til þess að gera staðinn að þjóðgarði, og Sigurð Þórarinsson jarðfræðing, sem ásamt fleirum samdi fyrstu náttúruverndarlögin er samþykkt voru á Alþingi. Hvernig liti landið okkar út ef þetta framsýna fólk hefði ekki haft vit fyrir okkur á sínum tíma? Þá er hætt við að ásýnd landsins væri með öðrum brag því reynslan sýnir að fégráðugt og tilfinningasljótt fólk virðir ekki náttúruna ef hagsmunir þess og náttúra landsins stangast á. Þegar Sigurður Þórarinsson kom heim frá námi og störfum í Svíþjóð undir lok heimsstyrjaldarinnar síðari blöskraði honum umgengni landa sinna og óvirðing þeirra fyrir náttúrunni. Hann sá að við svo búið mátti ekki standa og hóf að skrifa greinar í blöð og tímarit um náttúruvernd, einnig hélt hann erindi um sama efni í útvarp og hjá félagasamtökum. Grein sem Sigurður skrifaði í Náttúrufræðinginn 1950 hristi loksins svo upp í stjórnvöldum að honum, ásamt Kristjáni Eldjárn þjóðminjaverði, Finni Guðmundssyni fuglafræðingi og Ármanni Snævarr lögfræðiprófessor, var falið að semja frumvarp til laga um náttúruvernd. Þetta var fyrsta heildarlöggjöf Íslendinga um náttúruvernd.Þörf lesning Grein Sigurðar í Náttúrufræðingnum er löng og ýtarleg en hér á eftir fer örstuttur útdráttur sem er þörf lesning: „Við lifum á tímum, sem meta flest til silfurs og seðla og kalla það raunsæi, en nefna e.t.v. trú á þau verðmæti, sem ég hef hér talið að vernda þyrfti, rómantík og flótta frá veruleikanum. En til eru þau verðmæti, sem ekki verða metin til fjár og eru það þó þau, sem gefa mannlegu lífi innihald og meiningu og er ekki vafasamt raunsæi að vanmeta þau? Seðlarnir fúna og við, sem þeim söfnum, fúnum líka, en við fáum ekki umflúið dóm komandi kynslóða um það, hvernig við skiluðum landinu okkar í þeirra hendur. Það er stundum hægt að bæta tjón af fjármálalegum eða pólitískum afglöpum, en fordjarfanir á náttúrumenjum eru í flokki þeirra afglapa, sem ekki verða bætt. Allt gull veraldar getur ekki gefið okkur aftur einn einasta geirfugl, og engin nýsköpunartækni getur byggt Rauðhólana upp að nýju.“ Svo mörg voru þau orð. Ég held að öll grein Sigurðar Þórarinssonar sem birtist í Náttúrufræðingnum 1950 sé holl og þörf lesning öllum Íslendingum en þó einkum ráðherrum og öðrum limum hins svokallaða háa Alþingis, borgar- og bæjarstjórnarfulltrúum, starfsmönnum Vegagerðarinnar, verktökum og reyndar öllum þeim sem hafa með umsýslan ósnortins lands að gera. Einnig er ástæða til að benda þessu sama fólki á grein Nóbelskáldsins Halldórs Kiljan Laxness er hann nefndi „Hernaðurinn gegn landinu“ og birtist í Morgunblaðinu á gamlársdag 1970. Ég vil að lokum lýsa aðdáun minni á því fólki sem staðið hefur vaktina í Gálgahrauni undanfarið. Það sýnir að enn eru til Íslendingar sem þora að mótmæla gerræðislegum framkvæmdum yfirvalda sem gerðar eru undir lögregluvernd.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun