Gálgahraun Halldór Ólafsson skrifar 12. desember 2013 06:00 Eftir að hafa fylgst með því ónauðsynlega hervirki sem framið er þessa daga í Gálgahrauni verður mér æ oftar hugsað til þriggja frumherja náttúruverndar á Íslandi. Þar á ég við þau Sigríði Tómasdóttur í Brattholti, sem bjargaði Gullfossi frá erlendum auðhringum, Guðmund Davíðsson kennara, sem barðist fyrir friðun Þingvalla og hvatti stjórnvöld til þess að gera staðinn að þjóðgarði, og Sigurð Þórarinsson jarðfræðing, sem ásamt fleirum samdi fyrstu náttúruverndarlögin er samþykkt voru á Alþingi. Hvernig liti landið okkar út ef þetta framsýna fólk hefði ekki haft vit fyrir okkur á sínum tíma? Þá er hætt við að ásýnd landsins væri með öðrum brag því reynslan sýnir að fégráðugt og tilfinningasljótt fólk virðir ekki náttúruna ef hagsmunir þess og náttúra landsins stangast á. Þegar Sigurður Þórarinsson kom heim frá námi og störfum í Svíþjóð undir lok heimsstyrjaldarinnar síðari blöskraði honum umgengni landa sinna og óvirðing þeirra fyrir náttúrunni. Hann sá að við svo búið mátti ekki standa og hóf að skrifa greinar í blöð og tímarit um náttúruvernd, einnig hélt hann erindi um sama efni í útvarp og hjá félagasamtökum. Grein sem Sigurður skrifaði í Náttúrufræðinginn 1950 hristi loksins svo upp í stjórnvöldum að honum, ásamt Kristjáni Eldjárn þjóðminjaverði, Finni Guðmundssyni fuglafræðingi og Ármanni Snævarr lögfræðiprófessor, var falið að semja frumvarp til laga um náttúruvernd. Þetta var fyrsta heildarlöggjöf Íslendinga um náttúruvernd.Þörf lesning Grein Sigurðar í Náttúrufræðingnum er löng og ýtarleg en hér á eftir fer örstuttur útdráttur sem er þörf lesning: „Við lifum á tímum, sem meta flest til silfurs og seðla og kalla það raunsæi, en nefna e.t.v. trú á þau verðmæti, sem ég hef hér talið að vernda þyrfti, rómantík og flótta frá veruleikanum. En til eru þau verðmæti, sem ekki verða metin til fjár og eru það þó þau, sem gefa mannlegu lífi innihald og meiningu og er ekki vafasamt raunsæi að vanmeta þau? Seðlarnir fúna og við, sem þeim söfnum, fúnum líka, en við fáum ekki umflúið dóm komandi kynslóða um það, hvernig við skiluðum landinu okkar í þeirra hendur. Það er stundum hægt að bæta tjón af fjármálalegum eða pólitískum afglöpum, en fordjarfanir á náttúrumenjum eru í flokki þeirra afglapa, sem ekki verða bætt. Allt gull veraldar getur ekki gefið okkur aftur einn einasta geirfugl, og engin nýsköpunartækni getur byggt Rauðhólana upp að nýju.“ Svo mörg voru þau orð. Ég held að öll grein Sigurðar Þórarinssonar sem birtist í Náttúrufræðingnum 1950 sé holl og þörf lesning öllum Íslendingum en þó einkum ráðherrum og öðrum limum hins svokallaða háa Alþingis, borgar- og bæjarstjórnarfulltrúum, starfsmönnum Vegagerðarinnar, verktökum og reyndar öllum þeim sem hafa með umsýslan ósnortins lands að gera. Einnig er ástæða til að benda þessu sama fólki á grein Nóbelskáldsins Halldórs Kiljan Laxness er hann nefndi „Hernaðurinn gegn landinu“ og birtist í Morgunblaðinu á gamlársdag 1970. Ég vil að lokum lýsa aðdáun minni á því fólki sem staðið hefur vaktina í Gálgahrauni undanfarið. Það sýnir að enn eru til Íslendingar sem þora að mótmæla gerræðislegum framkvæmdum yfirvalda sem gerðar eru undir lögregluvernd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Sjá meira
Eftir að hafa fylgst með því ónauðsynlega hervirki sem framið er þessa daga í Gálgahrauni verður mér æ oftar hugsað til þriggja frumherja náttúruverndar á Íslandi. Þar á ég við þau Sigríði Tómasdóttur í Brattholti, sem bjargaði Gullfossi frá erlendum auðhringum, Guðmund Davíðsson kennara, sem barðist fyrir friðun Þingvalla og hvatti stjórnvöld til þess að gera staðinn að þjóðgarði, og Sigurð Þórarinsson jarðfræðing, sem ásamt fleirum samdi fyrstu náttúruverndarlögin er samþykkt voru á Alþingi. Hvernig liti landið okkar út ef þetta framsýna fólk hefði ekki haft vit fyrir okkur á sínum tíma? Þá er hætt við að ásýnd landsins væri með öðrum brag því reynslan sýnir að fégráðugt og tilfinningasljótt fólk virðir ekki náttúruna ef hagsmunir þess og náttúra landsins stangast á. Þegar Sigurður Þórarinsson kom heim frá námi og störfum í Svíþjóð undir lok heimsstyrjaldarinnar síðari blöskraði honum umgengni landa sinna og óvirðing þeirra fyrir náttúrunni. Hann sá að við svo búið mátti ekki standa og hóf að skrifa greinar í blöð og tímarit um náttúruvernd, einnig hélt hann erindi um sama efni í útvarp og hjá félagasamtökum. Grein sem Sigurður skrifaði í Náttúrufræðinginn 1950 hristi loksins svo upp í stjórnvöldum að honum, ásamt Kristjáni Eldjárn þjóðminjaverði, Finni Guðmundssyni fuglafræðingi og Ármanni Snævarr lögfræðiprófessor, var falið að semja frumvarp til laga um náttúruvernd. Þetta var fyrsta heildarlöggjöf Íslendinga um náttúruvernd.Þörf lesning Grein Sigurðar í Náttúrufræðingnum er löng og ýtarleg en hér á eftir fer örstuttur útdráttur sem er þörf lesning: „Við lifum á tímum, sem meta flest til silfurs og seðla og kalla það raunsæi, en nefna e.t.v. trú á þau verðmæti, sem ég hef hér talið að vernda þyrfti, rómantík og flótta frá veruleikanum. En til eru þau verðmæti, sem ekki verða metin til fjár og eru það þó þau, sem gefa mannlegu lífi innihald og meiningu og er ekki vafasamt raunsæi að vanmeta þau? Seðlarnir fúna og við, sem þeim söfnum, fúnum líka, en við fáum ekki umflúið dóm komandi kynslóða um það, hvernig við skiluðum landinu okkar í þeirra hendur. Það er stundum hægt að bæta tjón af fjármálalegum eða pólitískum afglöpum, en fordjarfanir á náttúrumenjum eru í flokki þeirra afglapa, sem ekki verða bætt. Allt gull veraldar getur ekki gefið okkur aftur einn einasta geirfugl, og engin nýsköpunartækni getur byggt Rauðhólana upp að nýju.“ Svo mörg voru þau orð. Ég held að öll grein Sigurðar Þórarinssonar sem birtist í Náttúrufræðingnum 1950 sé holl og þörf lesning öllum Íslendingum en þó einkum ráðherrum og öðrum limum hins svokallaða háa Alþingis, borgar- og bæjarstjórnarfulltrúum, starfsmönnum Vegagerðarinnar, verktökum og reyndar öllum þeim sem hafa með umsýslan ósnortins lands að gera. Einnig er ástæða til að benda þessu sama fólki á grein Nóbelskáldsins Halldórs Kiljan Laxness er hann nefndi „Hernaðurinn gegn landinu“ og birtist í Morgunblaðinu á gamlársdag 1970. Ég vil að lokum lýsa aðdáun minni á því fólki sem staðið hefur vaktina í Gálgahrauni undanfarið. Það sýnir að enn eru til Íslendingar sem þora að mótmæla gerræðislegum framkvæmdum yfirvalda sem gerðar eru undir lögregluvernd.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun