Gálgahraun Halldór Ólafsson skrifar 12. desember 2013 06:00 Eftir að hafa fylgst með því ónauðsynlega hervirki sem framið er þessa daga í Gálgahrauni verður mér æ oftar hugsað til þriggja frumherja náttúruverndar á Íslandi. Þar á ég við þau Sigríði Tómasdóttur í Brattholti, sem bjargaði Gullfossi frá erlendum auðhringum, Guðmund Davíðsson kennara, sem barðist fyrir friðun Þingvalla og hvatti stjórnvöld til þess að gera staðinn að þjóðgarði, og Sigurð Þórarinsson jarðfræðing, sem ásamt fleirum samdi fyrstu náttúruverndarlögin er samþykkt voru á Alþingi. Hvernig liti landið okkar út ef þetta framsýna fólk hefði ekki haft vit fyrir okkur á sínum tíma? Þá er hætt við að ásýnd landsins væri með öðrum brag því reynslan sýnir að fégráðugt og tilfinningasljótt fólk virðir ekki náttúruna ef hagsmunir þess og náttúra landsins stangast á. Þegar Sigurður Þórarinsson kom heim frá námi og störfum í Svíþjóð undir lok heimsstyrjaldarinnar síðari blöskraði honum umgengni landa sinna og óvirðing þeirra fyrir náttúrunni. Hann sá að við svo búið mátti ekki standa og hóf að skrifa greinar í blöð og tímarit um náttúruvernd, einnig hélt hann erindi um sama efni í útvarp og hjá félagasamtökum. Grein sem Sigurður skrifaði í Náttúrufræðinginn 1950 hristi loksins svo upp í stjórnvöldum að honum, ásamt Kristjáni Eldjárn þjóðminjaverði, Finni Guðmundssyni fuglafræðingi og Ármanni Snævarr lögfræðiprófessor, var falið að semja frumvarp til laga um náttúruvernd. Þetta var fyrsta heildarlöggjöf Íslendinga um náttúruvernd.Þörf lesning Grein Sigurðar í Náttúrufræðingnum er löng og ýtarleg en hér á eftir fer örstuttur útdráttur sem er þörf lesning: „Við lifum á tímum, sem meta flest til silfurs og seðla og kalla það raunsæi, en nefna e.t.v. trú á þau verðmæti, sem ég hef hér talið að vernda þyrfti, rómantík og flótta frá veruleikanum. En til eru þau verðmæti, sem ekki verða metin til fjár og eru það þó þau, sem gefa mannlegu lífi innihald og meiningu og er ekki vafasamt raunsæi að vanmeta þau? Seðlarnir fúna og við, sem þeim söfnum, fúnum líka, en við fáum ekki umflúið dóm komandi kynslóða um það, hvernig við skiluðum landinu okkar í þeirra hendur. Það er stundum hægt að bæta tjón af fjármálalegum eða pólitískum afglöpum, en fordjarfanir á náttúrumenjum eru í flokki þeirra afglapa, sem ekki verða bætt. Allt gull veraldar getur ekki gefið okkur aftur einn einasta geirfugl, og engin nýsköpunartækni getur byggt Rauðhólana upp að nýju.“ Svo mörg voru þau orð. Ég held að öll grein Sigurðar Þórarinssonar sem birtist í Náttúrufræðingnum 1950 sé holl og þörf lesning öllum Íslendingum en þó einkum ráðherrum og öðrum limum hins svokallaða háa Alþingis, borgar- og bæjarstjórnarfulltrúum, starfsmönnum Vegagerðarinnar, verktökum og reyndar öllum þeim sem hafa með umsýslan ósnortins lands að gera. Einnig er ástæða til að benda þessu sama fólki á grein Nóbelskáldsins Halldórs Kiljan Laxness er hann nefndi „Hernaðurinn gegn landinu“ og birtist í Morgunblaðinu á gamlársdag 1970. Ég vil að lokum lýsa aðdáun minni á því fólki sem staðið hefur vaktina í Gálgahrauni undanfarið. Það sýnir að enn eru til Íslendingar sem þora að mótmæla gerræðislegum framkvæmdum yfirvalda sem gerðar eru undir lögregluvernd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Eftir að hafa fylgst með því ónauðsynlega hervirki sem framið er þessa daga í Gálgahrauni verður mér æ oftar hugsað til þriggja frumherja náttúruverndar á Íslandi. Þar á ég við þau Sigríði Tómasdóttur í Brattholti, sem bjargaði Gullfossi frá erlendum auðhringum, Guðmund Davíðsson kennara, sem barðist fyrir friðun Þingvalla og hvatti stjórnvöld til þess að gera staðinn að þjóðgarði, og Sigurð Þórarinsson jarðfræðing, sem ásamt fleirum samdi fyrstu náttúruverndarlögin er samþykkt voru á Alþingi. Hvernig liti landið okkar út ef þetta framsýna fólk hefði ekki haft vit fyrir okkur á sínum tíma? Þá er hætt við að ásýnd landsins væri með öðrum brag því reynslan sýnir að fégráðugt og tilfinningasljótt fólk virðir ekki náttúruna ef hagsmunir þess og náttúra landsins stangast á. Þegar Sigurður Þórarinsson kom heim frá námi og störfum í Svíþjóð undir lok heimsstyrjaldarinnar síðari blöskraði honum umgengni landa sinna og óvirðing þeirra fyrir náttúrunni. Hann sá að við svo búið mátti ekki standa og hóf að skrifa greinar í blöð og tímarit um náttúruvernd, einnig hélt hann erindi um sama efni í útvarp og hjá félagasamtökum. Grein sem Sigurður skrifaði í Náttúrufræðinginn 1950 hristi loksins svo upp í stjórnvöldum að honum, ásamt Kristjáni Eldjárn þjóðminjaverði, Finni Guðmundssyni fuglafræðingi og Ármanni Snævarr lögfræðiprófessor, var falið að semja frumvarp til laga um náttúruvernd. Þetta var fyrsta heildarlöggjöf Íslendinga um náttúruvernd.Þörf lesning Grein Sigurðar í Náttúrufræðingnum er löng og ýtarleg en hér á eftir fer örstuttur útdráttur sem er þörf lesning: „Við lifum á tímum, sem meta flest til silfurs og seðla og kalla það raunsæi, en nefna e.t.v. trú á þau verðmæti, sem ég hef hér talið að vernda þyrfti, rómantík og flótta frá veruleikanum. En til eru þau verðmæti, sem ekki verða metin til fjár og eru það þó þau, sem gefa mannlegu lífi innihald og meiningu og er ekki vafasamt raunsæi að vanmeta þau? Seðlarnir fúna og við, sem þeim söfnum, fúnum líka, en við fáum ekki umflúið dóm komandi kynslóða um það, hvernig við skiluðum landinu okkar í þeirra hendur. Það er stundum hægt að bæta tjón af fjármálalegum eða pólitískum afglöpum, en fordjarfanir á náttúrumenjum eru í flokki þeirra afglapa, sem ekki verða bætt. Allt gull veraldar getur ekki gefið okkur aftur einn einasta geirfugl, og engin nýsköpunartækni getur byggt Rauðhólana upp að nýju.“ Svo mörg voru þau orð. Ég held að öll grein Sigurðar Þórarinssonar sem birtist í Náttúrufræðingnum 1950 sé holl og þörf lesning öllum Íslendingum en þó einkum ráðherrum og öðrum limum hins svokallaða háa Alþingis, borgar- og bæjarstjórnarfulltrúum, starfsmönnum Vegagerðarinnar, verktökum og reyndar öllum þeim sem hafa með umsýslan ósnortins lands að gera. Einnig er ástæða til að benda þessu sama fólki á grein Nóbelskáldsins Halldórs Kiljan Laxness er hann nefndi „Hernaðurinn gegn landinu“ og birtist í Morgunblaðinu á gamlársdag 1970. Ég vil að lokum lýsa aðdáun minni á því fólki sem staðið hefur vaktina í Gálgahrauni undanfarið. Það sýnir að enn eru til Íslendingar sem þora að mótmæla gerræðislegum framkvæmdum yfirvalda sem gerðar eru undir lögregluvernd.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun