Fjárfesting í nýsköpun skilar sér strax í ríkissjóð Davíð Lúðvíksson og Haukur Alfreðsson skrifar 12. desember 2013 06:00 Við getum öll verið sammála um mikilvægi þess að auka fjölbreytni atvinnulífsins, verðmætasköpun og útflutning til að koma Íslandi aftur í fremstu röð landa varðandi efnahag, velferð og lífsgæði. Skapa þarf samkeppnishæft starfsumhverfi og gera Ísland aðlaðandi fyrir fólk og fyrirtæki. Fjármagn til nýsköpunar og fjárfestinga, mannauður og menntun, haftalaus tengsl við helstu markaðssvæði og gjaldgengur gjaldmiðill eru mikilvægustu forsendurnar. Öflugt rannsókna- og þróunarstarf hefur skilað því á undanförnum árum að nú koma um 20% gjaldeyristekna þjóðarinnar frá fyrirtækjum í tækni- og hugverkagreinum. Árangurinn kemur einnig fram í aukinni verðmætasköpun og framleiðni í öðrum útflutningsgreinum, t.d. fiskiðnaði, ferðaþjónustu og orkutengdum iðnaði.Auknar tekjur strax Framlög ríkisins í gegnum samkeppnissjóði til nýsköpunar á borð við Tækniþróunarsjóð og AVS auk skattalegra hvata til þróunar- og markaðsstarfs skila í flestum tilfellum jákvæðu greiðsluflæði í ríkissjóð. Fyrirtækin greiða meiri hluta verkefnakostnaðarins sjálf, þ.m.t. skatta og gjöld af launum og aðföngum frá fyrsta mánuði. Ef skoðaðar eru lykiltölur úr rekstri, stuðningur og uppsöfnuð greiðsluáhrif á ríkissjóð tímbilið 2006-2013 vegna nýsköpunarfyrirtækis sem stofnað var 2006, kemur í ljós að stuðningur Tækniþróunarsjóðs og endurgreiðslur R&Þ-kostnaðar skv. lögum nr. 152/2009 eru 175,6 milljónir króna á tímabilinu. Tekjur ríkissjóðs af fyrirtækinu eru 392,3 milljónir eða 216,7 milljónir umfram stuðning. Ef horft er á greiðsluflæðið er arðsemi ríkissjóðs mikil því mismunur á skattgreiðslum og stuðningi við fyrirtækið er mest neikvæður um -6,2 m.kr. á árinu 2008 en snýst svo við árið eftir og verður uppsafnaður +217 m.kr. í árslok 2013. Þetta jafngildir 35 faldri (3.500%) endurgreiðslu og 167% innri vöxtum fyrir ríkissjóð. Ólíklegt er að uppbygging fyrirtækisins hefði orðið jafn farsæl án stuðnings. Þetta er ekkert einsdæmi því þau fyrirtæki sem hlotið hafa viðurkenningu Vaxtarsprotans fyrir góðan vöxt gefa öll svipaða mynd. Ef skoðað er úrtak þrettán fyrirtækja sem fengu styrki úr Tækniþróunarsjóði árið 2005 þá jókst heildarvelta þeirra úr 20 milljörðum 2005 í 118 milljarða á árinu 2012. Starfsmannafjöldinn fór úr nær 500 í um 1.000. Fyrirtækin greiddu framlög ríkisins 20-40 falt til baka á tímabilinu. Arðurinn af fjárfestingu ríkissjóðs mælist í tugum milljarða og vandfundin betri dæmi fyrir þjóðarbúskapinn. Það má því spyrja hvort þjóðin hafi efni á að afþakka slíka arðsemi og tekjustreymi fyrir ríkissjóð?Mótsögn Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar kemur m.a. fram að „Ríkisstjórnin leggur mikla áherslu á nýsköpun í öllum atvinnugreinum“. Nú liggur fyrir fyrsta fjárlagafrumvarp nýrrar ríkisstjórnar fyrir árið 2014. Frumvarpið einkennist af hörðum niðurskurði á flestum sviðum. Framlag í Tækniþróunarsjóð á að lækka um 282,5 m.kr. Í greinargerð er lýst áformum um áframhaldandi lækkun, 100 m.kr. árið 2015 og 185 m.kr. árið 2016. Einnig er boðuð lækkun á endurgreiðsluhlutfalli vegna nýsköpunar- og þróunarverkefna úr 20% í 15%. Það er því ekki að sjá að frumvarpshöfundar þekki arðsemi dæmanna hér að framan. Boðaðar breytingar í fjárlagafrumvarpinu 2014 eru í hróplegri mótsögn við þessa stefnu og með fjáraukalögum 2013 á enn að skera Tækniþróunarsjóð afturvirkt um 150 milljónir króna.Virkt samstarf Þjóð sem rambar á barmi gjaldþrots þarf að forgangsraða í þágu verðmætasköpunar og útflutningsgreina sem geta vaxið og greitt góð laun. Við þurfum einfaldlega að snúa vörn í sókn í harðri samkeppni við nágrannaþjóðir um fólk og fyrirtæki í nýsköpun. Með virkara samstarfi þvert á ráðuneyti með þátttöku fulltrúa fyrirtækja m.a. á Hátækni- og sprotavettvangi er hægt að straumlínulaga starfsumhverfið og hraða umbótum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Sjá meira
Við getum öll verið sammála um mikilvægi þess að auka fjölbreytni atvinnulífsins, verðmætasköpun og útflutning til að koma Íslandi aftur í fremstu röð landa varðandi efnahag, velferð og lífsgæði. Skapa þarf samkeppnishæft starfsumhverfi og gera Ísland aðlaðandi fyrir fólk og fyrirtæki. Fjármagn til nýsköpunar og fjárfestinga, mannauður og menntun, haftalaus tengsl við helstu markaðssvæði og gjaldgengur gjaldmiðill eru mikilvægustu forsendurnar. Öflugt rannsókna- og þróunarstarf hefur skilað því á undanförnum árum að nú koma um 20% gjaldeyristekna þjóðarinnar frá fyrirtækjum í tækni- og hugverkagreinum. Árangurinn kemur einnig fram í aukinni verðmætasköpun og framleiðni í öðrum útflutningsgreinum, t.d. fiskiðnaði, ferðaþjónustu og orkutengdum iðnaði.Auknar tekjur strax Framlög ríkisins í gegnum samkeppnissjóði til nýsköpunar á borð við Tækniþróunarsjóð og AVS auk skattalegra hvata til þróunar- og markaðsstarfs skila í flestum tilfellum jákvæðu greiðsluflæði í ríkissjóð. Fyrirtækin greiða meiri hluta verkefnakostnaðarins sjálf, þ.m.t. skatta og gjöld af launum og aðföngum frá fyrsta mánuði. Ef skoðaðar eru lykiltölur úr rekstri, stuðningur og uppsöfnuð greiðsluáhrif á ríkissjóð tímbilið 2006-2013 vegna nýsköpunarfyrirtækis sem stofnað var 2006, kemur í ljós að stuðningur Tækniþróunarsjóðs og endurgreiðslur R&Þ-kostnaðar skv. lögum nr. 152/2009 eru 175,6 milljónir króna á tímabilinu. Tekjur ríkissjóðs af fyrirtækinu eru 392,3 milljónir eða 216,7 milljónir umfram stuðning. Ef horft er á greiðsluflæðið er arðsemi ríkissjóðs mikil því mismunur á skattgreiðslum og stuðningi við fyrirtækið er mest neikvæður um -6,2 m.kr. á árinu 2008 en snýst svo við árið eftir og verður uppsafnaður +217 m.kr. í árslok 2013. Þetta jafngildir 35 faldri (3.500%) endurgreiðslu og 167% innri vöxtum fyrir ríkissjóð. Ólíklegt er að uppbygging fyrirtækisins hefði orðið jafn farsæl án stuðnings. Þetta er ekkert einsdæmi því þau fyrirtæki sem hlotið hafa viðurkenningu Vaxtarsprotans fyrir góðan vöxt gefa öll svipaða mynd. Ef skoðað er úrtak þrettán fyrirtækja sem fengu styrki úr Tækniþróunarsjóði árið 2005 þá jókst heildarvelta þeirra úr 20 milljörðum 2005 í 118 milljarða á árinu 2012. Starfsmannafjöldinn fór úr nær 500 í um 1.000. Fyrirtækin greiddu framlög ríkisins 20-40 falt til baka á tímabilinu. Arðurinn af fjárfestingu ríkissjóðs mælist í tugum milljarða og vandfundin betri dæmi fyrir þjóðarbúskapinn. Það má því spyrja hvort þjóðin hafi efni á að afþakka slíka arðsemi og tekjustreymi fyrir ríkissjóð?Mótsögn Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar kemur m.a. fram að „Ríkisstjórnin leggur mikla áherslu á nýsköpun í öllum atvinnugreinum“. Nú liggur fyrir fyrsta fjárlagafrumvarp nýrrar ríkisstjórnar fyrir árið 2014. Frumvarpið einkennist af hörðum niðurskurði á flestum sviðum. Framlag í Tækniþróunarsjóð á að lækka um 282,5 m.kr. Í greinargerð er lýst áformum um áframhaldandi lækkun, 100 m.kr. árið 2015 og 185 m.kr. árið 2016. Einnig er boðuð lækkun á endurgreiðsluhlutfalli vegna nýsköpunar- og þróunarverkefna úr 20% í 15%. Það er því ekki að sjá að frumvarpshöfundar þekki arðsemi dæmanna hér að framan. Boðaðar breytingar í fjárlagafrumvarpinu 2014 eru í hróplegri mótsögn við þessa stefnu og með fjáraukalögum 2013 á enn að skera Tækniþróunarsjóð afturvirkt um 150 milljónir króna.Virkt samstarf Þjóð sem rambar á barmi gjaldþrots þarf að forgangsraða í þágu verðmætasköpunar og útflutningsgreina sem geta vaxið og greitt góð laun. Við þurfum einfaldlega að snúa vörn í sókn í harðri samkeppni við nágrannaþjóðir um fólk og fyrirtæki í nýsköpun. Með virkara samstarfi þvert á ráðuneyti með þátttöku fulltrúa fyrirtækja m.a. á Hátækni- og sprotavettvangi er hægt að straumlínulaga starfsumhverfið og hraða umbótum.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun