Menntun fagfólks um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum Margrét Júlía Rafnsdóttir og Þóra Jónsdóttir skrifar 23. apríl 2013 06:00 Þann 5. apríl kynntu stjórnvöld tillögur að aðgerðum til að bregðast við neyðarástandi vegna kynferðisbrota gegn börnum. Kynferðislegt ofbeldi gegn börnum er svartur blettur á samfélagi okkar, eins og forsætisráðherra komst svo vel að orði í kynningu á nefndum tillögum. Meðal þess sem lagt var til að framkvæmt yrði í bráð var fræðsla um kynferðisofbeldi og að átakið Vitundarvakning gegn kynferðislegu ofbeldi yrði eflt. Af þessu tilefni vilja Barnaheill – Save the Children á Íslandi vekja athygli á rýru námsframboði og skorti á stefnumörkun í kennslu um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Er þar átt við nám sem ætlað er fólki sem kemur til með að vinna með börnum eða að málefnum barna, í háskólum landsins og ekki síður í Lögregluskóla ríkisins.Könnun Barnaheilla Á árinu 2007 létu Barnaheill gera könnun sem gefin var út í skýrslu sem nefndist „Kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Úttekt á kennsluháttum í íslenskum háskólum“. Var þar kannað hvernig staðið væri að fræðslu um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum fyrir nemendur sem væru að mennta sig til að vinna með börnum eða að málefnum þeirra, s.s. í sálfræðinámi, félagsráðgjöf eða kennaranámi. Rannsóknin leiddi í ljós að stefnu skorti og einungis 32 námskeið í allt fjölluðu að einhverju leyti með beinum hætti um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Jafnframt kom í ljós að mjög var á reiki hvernig staðið væri að kennslu um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Einungis í fimm tilfellum af 32 innihélt kennsluskrá upplýsingar um að viðkomandi námskeið varðaði að einhverju leyti kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Oft var um valnámskeið að ræða. Við val nemenda á námskeiðum í kennsluskrá er leitað upplýsinga um námskeiðslýsingu. Það er því mikilvægt að í kennsluskrám komi fram skýrar upplýsingar um að fjallað sé um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum í námskeiðum. Annars vegar svo að áhugasamir nemendur viti hvar fræðslu um efnið er að finna og geti valið sér viðeigandi námskeið og hins vegar til þess að líklegra sé að staðið verði við að halda fræðslu um efnið inni í námskeiðinu, en það verði ekki látið víkja fyrir öðru. Skýrsla þessi var kynnt víða, m.a. fyrir háskólunum og lögregluskólanum og lagðar voru fram tillögur til úrbóta.Staðan í dag? Samkvæmt könnun sem nú hefur verið gerð, fimm árum síðar, hefur nánast engin breyting orðið á upplýsingum í kennsluskrám um hvar fræðslu um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum er að finna í háskólunum og lögregluskóla ríkisins. Að því er næst verður komist innihalda einungis fjórar kennsluskrár námskeiða orðin „kynferðislegt ofbeldi“ gegn börnum. Sjö kennsluskrár innihalda orðið „ofbeldi“. Miðað við þessar niðurstöður er líklegt að fagfólk sem útskrifast úr háskólum landsins til að starfa með börnum eða að málefnum þeirra, sem og lögreglufólk sem útskrifast úr lögregluskóla ríkisins, fái enga eða litla fræðslu um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Þessu þarf að breyta. Til að hægt sé að afmá hinn svarta blett sem kynferðislegt ofbeldi gegn börnum er á íslensku samfélagi, er nauðsynlegt að móta stefnu og auka fræðslu. Þannig hafi fagfólk sem starfar með börnum þekkingu á afleiðingum þess og hvernig vinna megi með þær fyrir öll þau börn sem hafa þurft að þola kynferðislegt ofbeldi. Barnaheill – Save the Children á Íslandi hvetja alla þá sem vinna með eða stefna á að vinna með börnum að setja slíkt í forgang. Það er börnum landsins til heilla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védísi Drótt Cortez Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védísi Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Þann 5. apríl kynntu stjórnvöld tillögur að aðgerðum til að bregðast við neyðarástandi vegna kynferðisbrota gegn börnum. Kynferðislegt ofbeldi gegn börnum er svartur blettur á samfélagi okkar, eins og forsætisráðherra komst svo vel að orði í kynningu á nefndum tillögum. Meðal þess sem lagt var til að framkvæmt yrði í bráð var fræðsla um kynferðisofbeldi og að átakið Vitundarvakning gegn kynferðislegu ofbeldi yrði eflt. Af þessu tilefni vilja Barnaheill – Save the Children á Íslandi vekja athygli á rýru námsframboði og skorti á stefnumörkun í kennslu um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Er þar átt við nám sem ætlað er fólki sem kemur til með að vinna með börnum eða að málefnum barna, í háskólum landsins og ekki síður í Lögregluskóla ríkisins.Könnun Barnaheilla Á árinu 2007 létu Barnaheill gera könnun sem gefin var út í skýrslu sem nefndist „Kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Úttekt á kennsluháttum í íslenskum háskólum“. Var þar kannað hvernig staðið væri að fræðslu um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum fyrir nemendur sem væru að mennta sig til að vinna með börnum eða að málefnum þeirra, s.s. í sálfræðinámi, félagsráðgjöf eða kennaranámi. Rannsóknin leiddi í ljós að stefnu skorti og einungis 32 námskeið í allt fjölluðu að einhverju leyti með beinum hætti um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Jafnframt kom í ljós að mjög var á reiki hvernig staðið væri að kennslu um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Einungis í fimm tilfellum af 32 innihélt kennsluskrá upplýsingar um að viðkomandi námskeið varðaði að einhverju leyti kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Oft var um valnámskeið að ræða. Við val nemenda á námskeiðum í kennsluskrá er leitað upplýsinga um námskeiðslýsingu. Það er því mikilvægt að í kennsluskrám komi fram skýrar upplýsingar um að fjallað sé um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum í námskeiðum. Annars vegar svo að áhugasamir nemendur viti hvar fræðslu um efnið er að finna og geti valið sér viðeigandi námskeið og hins vegar til þess að líklegra sé að staðið verði við að halda fræðslu um efnið inni í námskeiðinu, en það verði ekki látið víkja fyrir öðru. Skýrsla þessi var kynnt víða, m.a. fyrir háskólunum og lögregluskólanum og lagðar voru fram tillögur til úrbóta.Staðan í dag? Samkvæmt könnun sem nú hefur verið gerð, fimm árum síðar, hefur nánast engin breyting orðið á upplýsingum í kennsluskrám um hvar fræðslu um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum er að finna í háskólunum og lögregluskóla ríkisins. Að því er næst verður komist innihalda einungis fjórar kennsluskrár námskeiða orðin „kynferðislegt ofbeldi“ gegn börnum. Sjö kennsluskrár innihalda orðið „ofbeldi“. Miðað við þessar niðurstöður er líklegt að fagfólk sem útskrifast úr háskólum landsins til að starfa með börnum eða að málefnum þeirra, sem og lögreglufólk sem útskrifast úr lögregluskóla ríkisins, fái enga eða litla fræðslu um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Þessu þarf að breyta. Til að hægt sé að afmá hinn svarta blett sem kynferðislegt ofbeldi gegn börnum er á íslensku samfélagi, er nauðsynlegt að móta stefnu og auka fræðslu. Þannig hafi fagfólk sem starfar með börnum þekkingu á afleiðingum þess og hvernig vinna megi með þær fyrir öll þau börn sem hafa þurft að þola kynferðislegt ofbeldi. Barnaheill – Save the Children á Íslandi hvetja alla þá sem vinna með eða stefna á að vinna með börnum að setja slíkt í forgang. Það er börnum landsins til heilla.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun