Bújarðir og minjar í hættu við Lagarfljót Garðar Örn Úlfarsson skrifar 11. mars 2013 06:00 Trjágróður fellur ofan í Lagarfljót með bakkanum sem brotnað hefur austan við ána, til móts við flugvöllinn á Egilsstöðum. Aðsend mynd. Mynd/Úr einkasafni. „Landsvirkjun hefur aldrei viljað koma almennilega að þessu máli en það er kannski að breytast núna," segir Gunnar Jónsson, formaður bæjarráðs Fljótsdalshéraðs, um áhyggjur heimamanna af landbroti við Lagarfljót. Gunnar segir að í skýrslu um vatnsstöðuna í Lagarfljóti komi fram að vatnsmagnið sé töluvert meira en öll reiknilíkön vegna Kárahnúkavirkjunar gerðu ráð fyrir.„Hækkun á grunnvatnsstöðu við Lagarfljótsbrú við Fellabæ og við Hól í Hjaltastaðaþinghá eykur rof á viðkvæmum árbökkum. Áhrifa af breyttri grunnvatnsstöðu gætir víða og eru bújarðir og náttúruminjasvæði sem liggja undir skemmdum sérstakt áhyggjuefni," segir í bókun bæjarstjórnar sem vill að Landsvirkjun grípi til mótvægisaðgerða. Gunnar segir náttúruminjasvæðin sem vísað er til vera hólma og víðibakka norðan Lagarfljótsbrúar. „Þar sér mikið á fjölbreyttri og mjög fallegri fuglaparadís. Mér sárnar mjög að sjá þetta," segir Gunnar, sem sjálfur á jörðina Egilsstaði I sem hólmarnir tilheyra. Rof á bökkum er talið vera talsvert eða mikið á um 50 kílómetrum af bökkum við Lagarfljót. „Það er til dæmis í landi Hóls og Húseyjar niður við Héraðsflóa," segir Gunnar. Til þess að draga úr rofinu ofan Lagarfljótsvirkjunar segir Gunnar að víkka þurfi árfarveginn frá Lagarfljótsbrú og langleiðina út að Lagarfossi.„Þetta vatnsmagn kemst ekki út að fossi nógu auðveldlega. Þáverandi umhverfisráðherra stoppaði á síðustu metrunum að farvegurinn yrði breikkaður því hún taldi of mikið rask af uppgreftrinum," segir Gunnar. Þá þurfi að verja árbakka sem mest sjái á með grjóti eða öðru. Gunnar segir ýjað að því í áðurnefndri skýrslu að hið aukna vatnsmagn stafi af náttúrulegum völdum en bendir á að orkuframleiðslan í Fljótdalsstöð sé meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir og vatnsrennsli þar í gegn einfaldlega meira sem því nemi.„Lagarfljótið er gjörbreytt vatnsfall. Það liggur hærra á veturna, straumurinn er meiri og vatnið sem kemur úr virkjuninni er heitara. Fyrir vikið frýs Lagarfljót nánast aldrei á veturna eins og var regla áður. Þá eru norðanáttir ríkjandi og aldan hamast og ólmast á bökkunum og rífur þá niður," segir Gunnar Jónsson. Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Önnur sprunga opnast Innlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
„Landsvirkjun hefur aldrei viljað koma almennilega að þessu máli en það er kannski að breytast núna," segir Gunnar Jónsson, formaður bæjarráðs Fljótsdalshéraðs, um áhyggjur heimamanna af landbroti við Lagarfljót. Gunnar segir að í skýrslu um vatnsstöðuna í Lagarfljóti komi fram að vatnsmagnið sé töluvert meira en öll reiknilíkön vegna Kárahnúkavirkjunar gerðu ráð fyrir.„Hækkun á grunnvatnsstöðu við Lagarfljótsbrú við Fellabæ og við Hól í Hjaltastaðaþinghá eykur rof á viðkvæmum árbökkum. Áhrifa af breyttri grunnvatnsstöðu gætir víða og eru bújarðir og náttúruminjasvæði sem liggja undir skemmdum sérstakt áhyggjuefni," segir í bókun bæjarstjórnar sem vill að Landsvirkjun grípi til mótvægisaðgerða. Gunnar segir náttúruminjasvæðin sem vísað er til vera hólma og víðibakka norðan Lagarfljótsbrúar. „Þar sér mikið á fjölbreyttri og mjög fallegri fuglaparadís. Mér sárnar mjög að sjá þetta," segir Gunnar, sem sjálfur á jörðina Egilsstaði I sem hólmarnir tilheyra. Rof á bökkum er talið vera talsvert eða mikið á um 50 kílómetrum af bökkum við Lagarfljót. „Það er til dæmis í landi Hóls og Húseyjar niður við Héraðsflóa," segir Gunnar. Til þess að draga úr rofinu ofan Lagarfljótsvirkjunar segir Gunnar að víkka þurfi árfarveginn frá Lagarfljótsbrú og langleiðina út að Lagarfossi.„Þetta vatnsmagn kemst ekki út að fossi nógu auðveldlega. Þáverandi umhverfisráðherra stoppaði á síðustu metrunum að farvegurinn yrði breikkaður því hún taldi of mikið rask af uppgreftrinum," segir Gunnar. Þá þurfi að verja árbakka sem mest sjái á með grjóti eða öðru. Gunnar segir ýjað að því í áðurnefndri skýrslu að hið aukna vatnsmagn stafi af náttúrulegum völdum en bendir á að orkuframleiðslan í Fljótdalsstöð sé meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir og vatnsrennsli þar í gegn einfaldlega meira sem því nemi.„Lagarfljótið er gjörbreytt vatnsfall. Það liggur hærra á veturna, straumurinn er meiri og vatnið sem kemur úr virkjuninni er heitara. Fyrir vikið frýs Lagarfljót nánast aldrei á veturna eins og var regla áður. Þá eru norðanáttir ríkjandi og aldan hamast og ólmast á bökkunum og rífur þá niður," segir Gunnar Jónsson.
Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Önnur sprunga opnast Innlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent