Ungmenni skemmta sér í hættulegu húsi Freyr Bjarnason skrifar 11. mars 2013 06:00 Unglingar í Hjartagarðinum biðu eftir því síðastliðið laugardagsvöld að þeim yrði hleypt inn í húsið. fréttablaðið/daníel Hópur unglinga hefur undanfarið safnast saman í niðurníddu húsi í Hjartagarðinum, gamla Hljómalindarreitnum við Laugaveginn, og haldið þar partí um helgar. Þegar ljósmyndari Fréttablaðsins kom á staðinn síðla á laugardagskvöld hafði nokkurn fjölda ungmenna drifið að. Þau biðu þess að komast inn í húsið. Lögreglan hefur verið beðin um að koma og rýma húsið að minnsta kosti einu sinni. „Það getur verið að það hafi einhverjir verið undir lögaldri í hópnum," segir miðborgarstjórinn Jakob Frímann Magnússon. Hann segir hættulegt að vera í húsinu því gólfin séu óörugg og þökin líka. „Það er margoft búið að negla fyrir hlera en þau virðast alltaf finna sér leiðir þarna inn," segir hann um unglingana sem venja komur sínar þangað. „Það er búið að aftengja rafmagn og hita og þarna eru fúlir innviðir sem geta hlotist alvarleg slys af ef menn falla á milli hæða. Það er heldur ekki ólíklegt að eitthvað kvikt sé búið að koma sér þarna fyrir." Jakob segist skilja vel að unglingar vilji hittast um helgar og halda partí en þetta hús sé ekki heppilegt til þess. „Fyrir unglinga undir átján ára er alltof lítið í boði til afþreyingar í miðbænum. Það er eins og það nenni enginn að standa fyrir svona starfsemi fyrir ungt fólk." Unglingar hafa fengið að stunda veggjakrot í Hjartagarðinum og leika sér á hjólabrettum, auk þess sem menningarstarfsemi hefur farið þar fram á sumrin. „Þetta hefur verið mjög kærkomið athvarf fyrir ungt fólk, sérstaklega þá sem eru í heimi veggjalistar, hjólabretta og tónlistar," segir Jakob Frímann. Húsin hafa verið í eigu Landsbankans en voru nýverið seld fyrirtækinu Þingvangi sem ætlar að hefja framkvæmdir um næstu mánaðamót. Jakob Frímann vonast til þess að nýju eigendurnir verði í samstarfi við borgina um að hafa einhvers konar borgartorg á svæðinu þar sem Hjartagarðurinn er núna. „Því hefur verið vel tekið en það er ekki búið að fastsetja hvers eðlis það verður." Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Erlent Fleiri fréttir Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Sjá meira
Hópur unglinga hefur undanfarið safnast saman í niðurníddu húsi í Hjartagarðinum, gamla Hljómalindarreitnum við Laugaveginn, og haldið þar partí um helgar. Þegar ljósmyndari Fréttablaðsins kom á staðinn síðla á laugardagskvöld hafði nokkurn fjölda ungmenna drifið að. Þau biðu þess að komast inn í húsið. Lögreglan hefur verið beðin um að koma og rýma húsið að minnsta kosti einu sinni. „Það getur verið að það hafi einhverjir verið undir lögaldri í hópnum," segir miðborgarstjórinn Jakob Frímann Magnússon. Hann segir hættulegt að vera í húsinu því gólfin séu óörugg og þökin líka. „Það er margoft búið að negla fyrir hlera en þau virðast alltaf finna sér leiðir þarna inn," segir hann um unglingana sem venja komur sínar þangað. „Það er búið að aftengja rafmagn og hita og þarna eru fúlir innviðir sem geta hlotist alvarleg slys af ef menn falla á milli hæða. Það er heldur ekki ólíklegt að eitthvað kvikt sé búið að koma sér þarna fyrir." Jakob segist skilja vel að unglingar vilji hittast um helgar og halda partí en þetta hús sé ekki heppilegt til þess. „Fyrir unglinga undir átján ára er alltof lítið í boði til afþreyingar í miðbænum. Það er eins og það nenni enginn að standa fyrir svona starfsemi fyrir ungt fólk." Unglingar hafa fengið að stunda veggjakrot í Hjartagarðinum og leika sér á hjólabrettum, auk þess sem menningarstarfsemi hefur farið þar fram á sumrin. „Þetta hefur verið mjög kærkomið athvarf fyrir ungt fólk, sérstaklega þá sem eru í heimi veggjalistar, hjólabretta og tónlistar," segir Jakob Frímann. Húsin hafa verið í eigu Landsbankans en voru nýverið seld fyrirtækinu Þingvangi sem ætlar að hefja framkvæmdir um næstu mánaðamót. Jakob Frímann vonast til þess að nýju eigendurnir verði í samstarfi við borgina um að hafa einhvers konar borgartorg á svæðinu þar sem Hjartagarðurinn er núna. „Því hefur verið vel tekið en það er ekki búið að fastsetja hvers eðlis það verður."
Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Erlent Fleiri fréttir Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Sjá meira