Haraldur bendir á að með ummælum sínum sé Davies líklega að reyna að vekja umræðu um málið. Ofnotkun og röng meðferð sýklalyfja sé staðreynd.
„Við höfum unnið markvisst að því að bæta úr þessu," segir Haraldur. „Það má í raun segja að án sýklalyfja getum við ekki verið."

„Þetta hefur gengið bærilega og auðvitað vonum við að árvekni hægi á þessari þróun," segir Haraldur.
Eitt er þó ljóst, átakið þarf að vera þvert á landamæri enda eru dæmi um að sýklalyf séu misnotuð í mörgum löndum. Í þessum efnum bendir Haraldur sérstaklega á berklabakteríur sem eru ónæmar eru fyrir ýmsum, ef ekki öllum, sýklalyfjum. Oftar en ekki megi rekja þetta til þess að berklalyf séu ekki notuð rétt.
Þá bendir Haraldur á að þetta vandamál hafi verið til staðar allt frá því að pensílin var fyrst notað, það er, að bakteríur myndi ónæmi gagnvart lyfinu.
„Bakteríurnar eru slungnar," segir Haraldur og bætir: „Þær hafa verið hérna Jörðinni mun lengur en við mannkynið."