Ónæmi gegn sýklalyfjum er raunverulegt vandamál 11. mars 2013 16:03 MYND/GETTY „Þetta er raunverulegt vandamál og auðvitað verðum við að hafa áhyggjur af þessu," segir Haraldur Briem, sóttvarnalæknir. Hann tekur undir með prófessor Sally Davies, landlækni Bretlands, sem lýsti í dag áhyggjum sínum af vaxandi ónæmi sýkla gegn fúkkalyfjum. Hún sagði ónæmið vera tifandi tímasprengju meðal þjóðarinnar. Haraldur bendir á að með ummælum sínum sé Davies líklega að reyna að vekja umræðu um málið. Ofnotkun og röng meðferð sýklalyfja sé staðreynd. „Við höfum unnið markvisst að því að bæta úr þessu," segir Haraldur. „Það má í raun segja að án sýklalyfja getum við ekki verið."MYND/GETTYÞannig freista menn þess nú að hægja á ónæmismyndum sýkla gegn sýklalyfjum. Þetta sé til að mynda gert á sjúkrahúsum með því að einangra sjúklinga sem greinast með ónæma stofna ásamt því að rækta úr sjúklingum sem koma frá erlendum sjúkrastofnunum. „Allt þetta er í gangi til þess að halda þessu niðri." „Þetta hefur gengið bærilega og auðvitað vonum við að árvekni hægi á þessari þróun," segir Haraldur. Eitt er þó ljóst, átakið þarf að vera þvert á landamæri enda eru dæmi um að sýklalyf séu misnotuð í mörgum löndum. Í þessum efnum bendir Haraldur sérstaklega á berklabakteríur sem eru ónæmar eru fyrir ýmsum, ef ekki öllum, sýklalyfjum. Oftar en ekki megi rekja þetta til þess að berklalyf séu ekki notuð rétt. Þá bendir Haraldur á að þetta vandamál hafi verið til staðar allt frá því að pensílin var fyrst notað, það er, að bakteríur myndi ónæmi gagnvart lyfinu. „Bakteríurnar eru slungnar," segir Haraldur og bætir: „Þær hafa verið hérna Jörðinni mun lengur en við mannkynið." Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Fleiri fréttir Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Sjá meira
„Þetta er raunverulegt vandamál og auðvitað verðum við að hafa áhyggjur af þessu," segir Haraldur Briem, sóttvarnalæknir. Hann tekur undir með prófessor Sally Davies, landlækni Bretlands, sem lýsti í dag áhyggjum sínum af vaxandi ónæmi sýkla gegn fúkkalyfjum. Hún sagði ónæmið vera tifandi tímasprengju meðal þjóðarinnar. Haraldur bendir á að með ummælum sínum sé Davies líklega að reyna að vekja umræðu um málið. Ofnotkun og röng meðferð sýklalyfja sé staðreynd. „Við höfum unnið markvisst að því að bæta úr þessu," segir Haraldur. „Það má í raun segja að án sýklalyfja getum við ekki verið."MYND/GETTYÞannig freista menn þess nú að hægja á ónæmismyndum sýkla gegn sýklalyfjum. Þetta sé til að mynda gert á sjúkrahúsum með því að einangra sjúklinga sem greinast með ónæma stofna ásamt því að rækta úr sjúklingum sem koma frá erlendum sjúkrastofnunum. „Allt þetta er í gangi til þess að halda þessu niðri." „Þetta hefur gengið bærilega og auðvitað vonum við að árvekni hægi á þessari þróun," segir Haraldur. Eitt er þó ljóst, átakið þarf að vera þvert á landamæri enda eru dæmi um að sýklalyf séu misnotuð í mörgum löndum. Í þessum efnum bendir Haraldur sérstaklega á berklabakteríur sem eru ónæmar eru fyrir ýmsum, ef ekki öllum, sýklalyfjum. Oftar en ekki megi rekja þetta til þess að berklalyf séu ekki notuð rétt. Þá bendir Haraldur á að þetta vandamál hafi verið til staðar allt frá því að pensílin var fyrst notað, það er, að bakteríur myndi ónæmi gagnvart lyfinu. „Bakteríurnar eru slungnar," segir Haraldur og bætir: „Þær hafa verið hérna Jörðinni mun lengur en við mannkynið."
Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Fleiri fréttir Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Sjá meira