Breiddin gegn góðu byrjunarliði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. apríl 2013 13:00 Mynd/Valli „Við höfum endurheimt menn úr meiðslum. Tíminn hefur því verið góður fyrir okkur og við erum komnir langt í að slípa liðið saman," segir Óskar Ármannsson aðstoðarþjálfari Hauka. Óskar segir að sínir menn séu bjartsýnir fyrir úrslitakeppnina og æfingarnar í nítján daga hléinu hafi gengið mjög vel. Haukar fóru á flug í upphafi móts en spilamennska liðsins hefur dalað eftir áramót. Eftir brotthvarf Stefáns Rafns Sigurmannssonar hafa Haukarnir verið brothættir. „Við vinnum deildina með talsverðum yfirburðum en höfum verið að spila gloppótt eftir áramót. Þegar í úrslitakeppni er komið stilla menn sig inn á nýtt mót þar sem allir eru jafnir, núllstilla sig. Ég held að menn verða mun einbeittari í þeim leikjum sem framundan eru," segir Óskar. Liðin hafa mæst fjórum sinnum í vetur og hefur hvort lið unnið tvo leiki. Óskar reiknar því með spennandi viðureignum. „Þeir eru klárlega eitt besta byrjunarlið landsins. Þeirra veikleiki felst kannski í breiddinni öfugt við okkur sem erum ekki með neinar stjörnur í liðinu." Óskar segir styrkleika Haukanna liggja í góðri liðsheild og breidd. „Það þarf að vinna þrisvar og vonandi telur breiddin hjá okkur þar." Leikur Hauka og ÍR að Ásvöllum hefst klukkan 17 og verður í beinni textalýsingu hér á Vísi. Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Fleiri fréttir Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Sjá meira
„Við höfum endurheimt menn úr meiðslum. Tíminn hefur því verið góður fyrir okkur og við erum komnir langt í að slípa liðið saman," segir Óskar Ármannsson aðstoðarþjálfari Hauka. Óskar segir að sínir menn séu bjartsýnir fyrir úrslitakeppnina og æfingarnar í nítján daga hléinu hafi gengið mjög vel. Haukar fóru á flug í upphafi móts en spilamennska liðsins hefur dalað eftir áramót. Eftir brotthvarf Stefáns Rafns Sigurmannssonar hafa Haukarnir verið brothættir. „Við vinnum deildina með talsverðum yfirburðum en höfum verið að spila gloppótt eftir áramót. Þegar í úrslitakeppni er komið stilla menn sig inn á nýtt mót þar sem allir eru jafnir, núllstilla sig. Ég held að menn verða mun einbeittari í þeim leikjum sem framundan eru," segir Óskar. Liðin hafa mæst fjórum sinnum í vetur og hefur hvort lið unnið tvo leiki. Óskar reiknar því með spennandi viðureignum. „Þeir eru klárlega eitt besta byrjunarlið landsins. Þeirra veikleiki felst kannski í breiddinni öfugt við okkur sem erum ekki með neinar stjörnur í liðinu." Óskar segir styrkleika Haukanna liggja í góðri liðsheild og breidd. „Það þarf að vinna þrisvar og vonandi telur breiddin hjá okkur þar." Leikur Hauka og ÍR að Ásvöllum hefst klukkan 17 og verður í beinni textalýsingu hér á Vísi.
Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Fleiri fréttir Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Sjá meira