Argentínumaðurinn Angel Cabrera og Bandaríkjamaðurinn Brandt Snedeker eru efstir og jafnir á Masters-mótinu í golfi fyrir lokahringinn. Þeir eru báðir á samtals sjö höggum undir pari. Báðir kylfingar léku á þrem höggum undir pari í dag líkt og Adam Scott sem er í þriðja sæti á sex höggum undir pari.
Ástralinn Jason Day var lengi vel í forystunni en hann missti algjörlega flugið undir lokin. Slíkt hið sama gerði hinn reyndi Bandaríkjamaður, Fred Couples.
Day er í fjórða sæti á fimm höggum undir pari eins og landi sinn Marc Leishman. Day lék á einu höggi yfir pari í dag en Leishman var á parinu.
Matt Kuchar er einn í sjötta sæti á fjórum höggum undir pari en þar á eftir koma Tim Clark og Tiger Woods á þrem höggum undir pari.
Tiger var refsað með tveimur höggum fyrir hringinn og hann bætti það upp með því að leika á tveim höggum undir pari í dag. Hann er enn með í baráttunni en ef hann hefði ekki fengið þessa refsingu væri hann aðeins tveim höggum á eftir efstu mönnum.
Lokadagurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport og Sport HD og hefst útsending á morgun klukkan 18.00.
Staðan:
1.-2.: Angel Cabrera -7
1.-2.: Brandt Snedeker -7
3. Adam Scott -6
4.-5.: Marc Leishman -5
4.-5: Jason Day -5
6. Matt Kuchar -4
7.-8.: Tim Clark -3
7.-8: Tiger Woods -3
Cabrera og Snedeker leiða Masters | Tiger á smá von

Mest lesið

Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik
Enski boltinn

„Ég hélt að við værum komin lengra“
Enski boltinn


„Betra er seint en aldrei“
Enski boltinn



Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs
Enski boltinn



Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast
Enski boltinn