Innlent

Bilanir í úreltum tækjabúnaði skert öryggi sjúklinga

Dæmi eru um að bilanir í úreltum og úr sér gengnum tækjabúnaði hafi skert öryggi sjúklinga á Landspítalanum.

Þetta segir Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga Landspítalans, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

Ólafur segir að starfsfólki Landspítalans blöskri sú þjónusta sem það bjóði sjúklingum upp á. Gamalt, myglað og óhentugt húsnæði þar sem karlar og konur deila herbergjum í fjölbýli sé með öllu óásættanlegt ástand.

Ólafur segir að verði húsnæði spítalans ekki endurnýjað muni ekki aðeins halda áfram að draga úr þjónustu við sjúklinga heldur muni einnig verða sífellt erfiðara að tryggja öryggi þeirra í nánustu framtíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×