Dómur um Icesave kveðinn upp 28. janúar Þorbjörn Þórðarson og Jón Hákon Halldórsson skrifar 3. janúar 2013 10:24 Frá dómsal EFTA-dómstólsins í Lúxemborg. Dómur EFTA-dómstólsins í Icesave málinu, samningsbrotamáli sem eftirlitsstofnun EFTA höfðaði gegn íslenska ríkinu, verður kveðinn upp hinn 28. janúar næst komandi. Málið var höfðað á hendur íslenska ríkinu af ESA, eftirlitsstofnun EFTA, hinn 15. desember 2011 og snýst um meint samningsbrot íslenska ríkisins vegna tilskipunar 94/19 um innistæðutryggingar, Í því er tekist á um svokallaða árangursskyldu íslenska ríkisins vegna tilskipunarinnar, þ.e að Ísland hafi brotið gegn henni með því að gera ekki upp lágmarkstryggingu, alls 20.887 evrur, við hollenska og breska sparifjáreigendur sem áttu innistæður á Icesave-reikningunum í þessum löndum. Og jafnframt fyrir brot á 4. grein EES-samningsins sem fjallar um bann við mismunun eftir þjóðerni. Auk málshöfðunar ESA stefndi framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sér inn í málið með meðalgöngustefnu, en hún er heimil þriðja aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta. Þannig vildi ESB gæta hagsmuna sinna. Málið var flutt hinn 18. september síðastliðinn og EFTA-dómstóllinn tilkynnti í morgun að dómsuppsaga yrði hinn 28. janúar næstkomandi. Í málinu voru ekki gerðar dómkröfur í peningum, enda fjallar málið aðeins um mögulegt samningsbrot Íslands. Tapi íslenska ríkið hins vegar málinu gæti það orðið grundvöllur skaðabótakröfu á hendur því en mál vegna hennar þarf að höfða fyrir íslenskum dómstólum því varnarþing Íslands er hér á landi. Þá þurfa bresk og hollensk stjórnvöld jafnframt að sanna tjón sitt vegna slíkrar kröfu. Þess skal getið að samkvæmt síðasta uppfærða mati á eignum þrotabús Landsbankans duga eignir búsins fyrir meira en 100 prósent forgangskrafna, þar með talinna krafna vegna innistæðna. Dómurinn verður kveðinn upp klukkan 11:30 að staðartíma í Lúxemborg eða klukkan 10:30 að íslenskum tíma. Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Erlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Sjá meira
Dómur EFTA-dómstólsins í Icesave málinu, samningsbrotamáli sem eftirlitsstofnun EFTA höfðaði gegn íslenska ríkinu, verður kveðinn upp hinn 28. janúar næst komandi. Málið var höfðað á hendur íslenska ríkinu af ESA, eftirlitsstofnun EFTA, hinn 15. desember 2011 og snýst um meint samningsbrot íslenska ríkisins vegna tilskipunar 94/19 um innistæðutryggingar, Í því er tekist á um svokallaða árangursskyldu íslenska ríkisins vegna tilskipunarinnar, þ.e að Ísland hafi brotið gegn henni með því að gera ekki upp lágmarkstryggingu, alls 20.887 evrur, við hollenska og breska sparifjáreigendur sem áttu innistæður á Icesave-reikningunum í þessum löndum. Og jafnframt fyrir brot á 4. grein EES-samningsins sem fjallar um bann við mismunun eftir þjóðerni. Auk málshöfðunar ESA stefndi framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sér inn í málið með meðalgöngustefnu, en hún er heimil þriðja aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta. Þannig vildi ESB gæta hagsmuna sinna. Málið var flutt hinn 18. september síðastliðinn og EFTA-dómstóllinn tilkynnti í morgun að dómsuppsaga yrði hinn 28. janúar næstkomandi. Í málinu voru ekki gerðar dómkröfur í peningum, enda fjallar málið aðeins um mögulegt samningsbrot Íslands. Tapi íslenska ríkið hins vegar málinu gæti það orðið grundvöllur skaðabótakröfu á hendur því en mál vegna hennar þarf að höfða fyrir íslenskum dómstólum því varnarþing Íslands er hér á landi. Þá þurfa bresk og hollensk stjórnvöld jafnframt að sanna tjón sitt vegna slíkrar kröfu. Þess skal getið að samkvæmt síðasta uppfærða mati á eignum þrotabús Landsbankans duga eignir búsins fyrir meira en 100 prósent forgangskrafna, þar með talinna krafna vegna innistæðna. Dómurinn verður kveðinn upp klukkan 11:30 að staðartíma í Lúxemborg eða klukkan 10:30 að íslenskum tíma.
Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Erlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Sjá meira