Innlent

Ísland heitasti og rómantískasti staðurinn á veturna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bláa lónið
Bláa lónið
Hið heimsfræga tímarit Hello! segir að Ísland sé heitasti og rómantískasti áfangastaðurinn til að heimsækja á veturna. Í umfjöllun á vef tímaritsins segir að ef maður horfi út um glugga flugvélarinnar þegar maður lendir á Keflavíkurflugvelli sé auðséð hvers vegna mynd Tom Cruise, Oblivion, var tekin upp hér á landi í sumar. Þá segir að landslagið sé einstakt.

Á vefnum segir að Ísland hafi verið óþekkt sem ferðamannaland. Heimsóknir hingað hafi hins vegar farið að aukast eftir gosið í Eyjafjallajökli árið 2010. Þess vegna hafi Ísland komist á kortið og það af góðum ástæðum. Nefnt er að hér sé gott að koma í fjallgöngu, reiðtúra og golf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×