Harpan og heilbrigðið Guðmundur Andri Thorsson skrifar 16. september 2013 07:00 Óneitanlega hnykkir fólki við þegar Kári Stefánsson skrifar í grein í Morgunblaðinu að fólk sé farið að deyja vegna ástandsins í heilbrigðismálum þjóðarinnar og rekur nokkur sláandi dæmi um fjárfrekar framkvæmdir sem stjórnvöld vildu frekar ráðast í en að standa straum af heilbrigðiskerfinu. Þar á meðal er Harpan.Smælingjagorgeir Vissulega. Gallinn við Hörpu er kannski sá að Íslendingar byggðu hana ekki endilega vegna þess að það vantaði tónlistarhús heldur til að láta dást að sér. Hún er byggð til þess að láta fólk grípa andann á lofti af hrifningu yfir fegurð hússins og aðdáun á krafti, útsjónarsemi, afli og fegurðarskyni þeirra sem byggja slíka ævintýrahöll. Árum saman starfaði hér af mikilli þrautseigju og fórnfýsi félagsskapur fólks sem hélt lífinu í þeirri hugsjón að koma upp sómasamlegu tónlistarhúsi en aldrei tókst að vekja verulegan áhuga stjórnvalda á slíku húsi þótt þörfin væri brýn – ekki fyrr en allt í einu var farið að tala um að tengja tónlistarhúsið við ráðstefnuhald. Þá held ég að mörgu af því fólki sem var í fararbroddi þessarar baráttu hafi liðið eins og drauminum um hús hafi verið stolið frá því og síðan eitthvað allt annað og miklu stærra og yfirgengilegra skapað en upphaflegi draumurinn snerist um. Þessi framkvæmd var vitnisburður um hugarfar sem Íslendingum sjálfum er tamt að kenna við stórhug og lýsir sér í mikilli þörf fyrir viðurkenningu heimsins á því að hér búið afar sérstætt og magnþrungið fólk. Þótt Íslensk erfðagreining væri stofnuð kringum þá einföldu og snjöllu hugmynd að vert gæti verið að skoða erfðamengi þessa einsleita þjóðarkrílis þá gætti þess stundum, fannst manni, í umræðu um fyrirtækið að fólk stæði í þeirri meiningu að íslensk gen væru á einhvern máta framúrskarandi og gjörvallt mannkynið stæði eiginlega í þakkarskuld við Íslendinga fyrir að vera til. Þar örlaði á oflæti smælingjans. Og ýmsum þykir Harpan til vitnis um slíkt hugarfar. En hvað á að gera? Rífa húsið? Ætli við séum þá ekki farin að tala um virkilega sóun fjármuna? Láta húsið standa autt og eftirláta það köngulónum að spinna sína vefi í öll horn? Eftir sem áður þarf væntanlega að greiða af húsinu – tekjulausu – hin frámunalegu fasteignagjöld sem miðast við óheyrilegan byggingarkostnaðinn en ekki sjálfa starfsemina í húsinu eins og eðlilegra væri og gerir að verkum að Harpan þarf að greiða margfalt hærri fasteignagjöld en önnur menningarhús, þar með talin íþróttamannvirki og tilbeiðsluhús. Breyta Hörpu í spítala? Hvað á hann Kári nákvæmlega við? Hvernig sem á það er litið er vandséð hvernig það á að bjarga fjárhag Landspítalans að hætta tónleika- og ráðstefnuhaldi í þessu mikla félagsheimili þjóðarinnar sem Harpa hefur góðu heilli orðið. Tenging Kára er röng.En þó er tenging Langt er síðan stjórnmálamenn fóru að ganga að því sem gefnu að verkefni þeirra væri að skera niður útgjöld til heilbrigðismála, og skiptir þá engu úr hvaða stjórnmálaflokkum þeir komu. Í þessum efnum hafa jafnaðarmenn brugðist kjósendum sínum. Sú stefna að sjúklingar skuli taka þátt í kostnaði við lækningu sína – greiða lyf og þar fram eftir götunum – er fyrir löngu komin út í fullkomnar öfgar og flestar fjölskyldur þekkja þann skelfilega bagga sem slíkur fjáraustur getur orðið ofan í heilsubrestinn og þess eru dæmi að dauðvona fólk þarf að steypa sér í miklar skuldir til að standa undir lyfjakostnaði. En þetta er ekki einfalt mál. Fjárskorturinn sem plagar heilbrigðiskerfið er til vitnis um þá allsherjar uppdráttarsýki sem íslenskt efnahagslíf glímir við. Hér eru verðmæti ærin – hér er meira en nóg af peningum – en við nýtum auð okkar illa og þau tækifæri sem fámenni og útbreidd menntun gefa. Stefna stjórnvalda miðast umfram allt við þá hagsmuni útgerðarfyrirtækja að veiða sem allra allra mest af makríl við strendur landsins og hafa krónuna sem allra lægst skráða, sem þýðir stórkostlega tilfærslu fjármuna frá almenningi til þessara auðjöfra sem sjálfir gera upp fyrirtækin sín í evrum – búa sjálfir í evrulöndum en vilja hafa Ísland sem veiðistöð af því tagi sem Ketill flatnefur sagði í Laxdælu að hann færi aldrei í. Meðal þess sem þó veldur því að okkur finnst stundum sem Ísland sé ekki einskær veiðistöð er hið þróttmikla menningarlíf sem hér er – ekki síst tónlistarlífið sem er bara býsna blómlegt. Það er reyndar ekki genunum að þakka heldur því að við höfum fram til þessa kostað upp á öfluga tónlistarkennslu, sem skilað hefur sér ágætlega á ólíkum sviðum tónlistarinnar og í ómældri ánægju tónlistarunnenda – og tekjum. Harpan er full af fólki frá morgni til kvölds og skapar margs konar tekjur handa alls konar fólki – hefur í för með sér jákvæðan hagvöxt en ekki krabbameinshagvöxt eins og bólufyrirtæki búa til – fyrirtæki þar sem væntingar um ofsagróða í óvissri framtíð keyra upp verð á bréfum án nokkurrar innistæðu, svo að allt endar á því að fara á hvínandi hausinn þegar ekki er lengur hægt að halda uppi hinu skáldaða virði, eins og gerðist hér á landi þegar hrunið varð. Þróttmikið menningarlíf og heilbrigðismál eru ekki andstæður heldur þvert á móti: greinar á sama meiði gróandi þjóðlífs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Óneitanlega hnykkir fólki við þegar Kári Stefánsson skrifar í grein í Morgunblaðinu að fólk sé farið að deyja vegna ástandsins í heilbrigðismálum þjóðarinnar og rekur nokkur sláandi dæmi um fjárfrekar framkvæmdir sem stjórnvöld vildu frekar ráðast í en að standa straum af heilbrigðiskerfinu. Þar á meðal er Harpan.Smælingjagorgeir Vissulega. Gallinn við Hörpu er kannski sá að Íslendingar byggðu hana ekki endilega vegna þess að það vantaði tónlistarhús heldur til að láta dást að sér. Hún er byggð til þess að láta fólk grípa andann á lofti af hrifningu yfir fegurð hússins og aðdáun á krafti, útsjónarsemi, afli og fegurðarskyni þeirra sem byggja slíka ævintýrahöll. Árum saman starfaði hér af mikilli þrautseigju og fórnfýsi félagsskapur fólks sem hélt lífinu í þeirri hugsjón að koma upp sómasamlegu tónlistarhúsi en aldrei tókst að vekja verulegan áhuga stjórnvalda á slíku húsi þótt þörfin væri brýn – ekki fyrr en allt í einu var farið að tala um að tengja tónlistarhúsið við ráðstefnuhald. Þá held ég að mörgu af því fólki sem var í fararbroddi þessarar baráttu hafi liðið eins og drauminum um hús hafi verið stolið frá því og síðan eitthvað allt annað og miklu stærra og yfirgengilegra skapað en upphaflegi draumurinn snerist um. Þessi framkvæmd var vitnisburður um hugarfar sem Íslendingum sjálfum er tamt að kenna við stórhug og lýsir sér í mikilli þörf fyrir viðurkenningu heimsins á því að hér búið afar sérstætt og magnþrungið fólk. Þótt Íslensk erfðagreining væri stofnuð kringum þá einföldu og snjöllu hugmynd að vert gæti verið að skoða erfðamengi þessa einsleita þjóðarkrílis þá gætti þess stundum, fannst manni, í umræðu um fyrirtækið að fólk stæði í þeirri meiningu að íslensk gen væru á einhvern máta framúrskarandi og gjörvallt mannkynið stæði eiginlega í þakkarskuld við Íslendinga fyrir að vera til. Þar örlaði á oflæti smælingjans. Og ýmsum þykir Harpan til vitnis um slíkt hugarfar. En hvað á að gera? Rífa húsið? Ætli við séum þá ekki farin að tala um virkilega sóun fjármuna? Láta húsið standa autt og eftirláta það köngulónum að spinna sína vefi í öll horn? Eftir sem áður þarf væntanlega að greiða af húsinu – tekjulausu – hin frámunalegu fasteignagjöld sem miðast við óheyrilegan byggingarkostnaðinn en ekki sjálfa starfsemina í húsinu eins og eðlilegra væri og gerir að verkum að Harpan þarf að greiða margfalt hærri fasteignagjöld en önnur menningarhús, þar með talin íþróttamannvirki og tilbeiðsluhús. Breyta Hörpu í spítala? Hvað á hann Kári nákvæmlega við? Hvernig sem á það er litið er vandséð hvernig það á að bjarga fjárhag Landspítalans að hætta tónleika- og ráðstefnuhaldi í þessu mikla félagsheimili þjóðarinnar sem Harpa hefur góðu heilli orðið. Tenging Kára er röng.En þó er tenging Langt er síðan stjórnmálamenn fóru að ganga að því sem gefnu að verkefni þeirra væri að skera niður útgjöld til heilbrigðismála, og skiptir þá engu úr hvaða stjórnmálaflokkum þeir komu. Í þessum efnum hafa jafnaðarmenn brugðist kjósendum sínum. Sú stefna að sjúklingar skuli taka þátt í kostnaði við lækningu sína – greiða lyf og þar fram eftir götunum – er fyrir löngu komin út í fullkomnar öfgar og flestar fjölskyldur þekkja þann skelfilega bagga sem slíkur fjáraustur getur orðið ofan í heilsubrestinn og þess eru dæmi að dauðvona fólk þarf að steypa sér í miklar skuldir til að standa undir lyfjakostnaði. En þetta er ekki einfalt mál. Fjárskorturinn sem plagar heilbrigðiskerfið er til vitnis um þá allsherjar uppdráttarsýki sem íslenskt efnahagslíf glímir við. Hér eru verðmæti ærin – hér er meira en nóg af peningum – en við nýtum auð okkar illa og þau tækifæri sem fámenni og útbreidd menntun gefa. Stefna stjórnvalda miðast umfram allt við þá hagsmuni útgerðarfyrirtækja að veiða sem allra allra mest af makríl við strendur landsins og hafa krónuna sem allra lægst skráða, sem þýðir stórkostlega tilfærslu fjármuna frá almenningi til þessara auðjöfra sem sjálfir gera upp fyrirtækin sín í evrum – búa sjálfir í evrulöndum en vilja hafa Ísland sem veiðistöð af því tagi sem Ketill flatnefur sagði í Laxdælu að hann færi aldrei í. Meðal þess sem þó veldur því að okkur finnst stundum sem Ísland sé ekki einskær veiðistöð er hið þróttmikla menningarlíf sem hér er – ekki síst tónlistarlífið sem er bara býsna blómlegt. Það er reyndar ekki genunum að þakka heldur því að við höfum fram til þessa kostað upp á öfluga tónlistarkennslu, sem skilað hefur sér ágætlega á ólíkum sviðum tónlistarinnar og í ómældri ánægju tónlistarunnenda – og tekjum. Harpan er full af fólki frá morgni til kvölds og skapar margs konar tekjur handa alls konar fólki – hefur í för með sér jákvæðan hagvöxt en ekki krabbameinshagvöxt eins og bólufyrirtæki búa til – fyrirtæki þar sem væntingar um ofsagróða í óvissri framtíð keyra upp verð á bréfum án nokkurrar innistæðu, svo að allt endar á því að fara á hvínandi hausinn þegar ekki er lengur hægt að halda uppi hinu skáldaða virði, eins og gerðist hér á landi þegar hrunið varð. Þróttmikið menningarlíf og heilbrigðismál eru ekki andstæður heldur þvert á móti: greinar á sama meiði gróandi þjóðlífs.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun