Innlent

Ekki enn fundin: Búið að kalla út túlk

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Túlkur aðstoðar björgunarsveitarmenn við að finna konuna.
Túlkur aðstoðar björgunarsveitarmenn við að finna konuna. Mynd/Vilhelm Gunnarsson
Erlenda konan sem týnd er á fjallinu Súlum er ekki enn fundin.

Samkvæmt Ólöfu S. Baldursdóttur, upplýsingafulltrúa Slysavarnafélagsins Landsbjargar, er ekki vitað hvar konan er niðurkomin en björgunarsveitarmenn eru enn í símasambandi við konuna. Enskukunnátta hennar er þó ekki góð og því hefur túlkur verið kallaður til. Einnig hefur verið kallaður út meiri mannskapur til að hjálpa við leitina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×