Framtíð nýs Landspítala skýrist í fjárlögum Þorbjörn Þórðarson skrifar 16. september 2013 18:30 Það skýrist í fjárlagafrumvarpinu sem lagt verður fram eftir tvær vikur hvort vinna við byggingu nýs Landspítala heldur áfram. Gunnar Svavarsson, formaður byggingarnefndar vegna spítalans, segir að tryggja þurfi verkefninu rúmlega 100 milljónir í fjárlögum ef ljúka á fullnaðarhönnun vegna minnsta verkhluta verkefnisins. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir: „Húsakostur Landspítala er óviðunandi. Leggja þarf áherslu á viðhald og endurbætur á núverandi húsa- og tækjakosti stofnunarinnar þar til varanleg lausn fæst.“ Gagnályktað hefur verið frá þessu á þann veg að ekki sé á stefnuskrá ríkisstjórnarinnar að ljúka byggingu nýs Landspítala. Samt er undirbúningur vegna verkefnisins langt á veg kominn. Forvali lauk vegna útboða fyrr í sumar og voru þrír hópar metnir hæfir til að taka þátt í lokuðum aðskildum útboðum fyrir 58.500 fermetra meðferðarkjarna og um 14.000 fermetra rannsóknarhús við Landspítalann. Þá voru fimm hópar metnir hæfir til að taka þátt í útboðum fyrir um 21.300 fermetra bílastæðahús og um 4.000 fermetra sjúkrahótel við Landspítalann. Deilskipulag vegna spítalans var unnið í vor og ekki kært. Gunnar Svavarsson, formaður stjórnar Nýs Landspítala ohf. og formaður byggingarnefndar, segir að framhaldið ráðist í fjárlögum næsta árs og næstu ára.Ef ekki verður gert ráð fyrir verkefninu í fjárlögum næsta árs er þá sjálfhætt? „Já, eða að eigandi verkefnisins, þ.e ríkisvaldið, taki ákvörðun um að skoða verkefnið á annan hátt. Eða þá að bíða með verkefnið,“ segir Gunnar. Kristján Þór Júlísson, heilbrigðisráðherra, sagði í þættinum Pólitíkinni með Höskuldi Kára Schram hér á Vísi að ótímabært væri að fara af stað með byggingu spítalans í heild sinni núna en sagðist tilbúinn að skoða verkefnið í áföngum eða minni útfærslur.Hvað þarf mikla fjárveitingu til verkefnisins á fjárlögum næsta árs til að koma því áfram á næsta fasa? „Það veltur á því hvaða verkhlutar eru teknir áfram. Minnsti verkhlutinn er sjúkrahótelið. Til þess að halda því áfram og klára fullnaðarhönnun þarf rúmar hundrað milljónir króna á fjárlögum næsta árs svo hægt sé að bjóða út fullnaðarhönnun á því verki,“ segir Gunnar Svavarsson. Tengdar fréttir Auglýsa forval vegna hönnunnar á nýja Landspítalanum Fjármála- og efnahagsráðherra hefur í samræmi við heimild í lögum heimilað Nýjum Landspítala ohf. að auglýsa forval bjóðenda vegna fullnaðarhönnunar á byggingum nýs Landspítala við Hringbraut. 22. apríl 2013 13:42 Nóg komið af niðurskurði Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir nóg komið af niðurskurði í heilbrigðiskerfinu. Hann vill setja heilbrigðis-, mennta- og löggæslumál í forgang og skera niður í öðrum málaflokkum. 14. september 2013 14:00 Er nýr Landspítali of stór biti? Flest viljum við standa vörð um heilbrigðiskerfið. Við viljum eiga kost á sérhæfðum meðferðarrúrræðum ásamt góðri grunnþjónustu fyrir alla. Aðkallandi er að efla heimahjúkrun og hlúa betur að eldri borgurum. Einnig er nauðsynlegt að stjórnvöld standi við gefin loforð varðandi lífeyri og almannatryggingar. Það nægir ekki að sauma vasa á líkklæðin. 26. apríl 2013 06:00 Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Sjá meira
Það skýrist í fjárlagafrumvarpinu sem lagt verður fram eftir tvær vikur hvort vinna við byggingu nýs Landspítala heldur áfram. Gunnar Svavarsson, formaður byggingarnefndar vegna spítalans, segir að tryggja þurfi verkefninu rúmlega 100 milljónir í fjárlögum ef ljúka á fullnaðarhönnun vegna minnsta verkhluta verkefnisins. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir: „Húsakostur Landspítala er óviðunandi. Leggja þarf áherslu á viðhald og endurbætur á núverandi húsa- og tækjakosti stofnunarinnar þar til varanleg lausn fæst.“ Gagnályktað hefur verið frá þessu á þann veg að ekki sé á stefnuskrá ríkisstjórnarinnar að ljúka byggingu nýs Landspítala. Samt er undirbúningur vegna verkefnisins langt á veg kominn. Forvali lauk vegna útboða fyrr í sumar og voru þrír hópar metnir hæfir til að taka þátt í lokuðum aðskildum útboðum fyrir 58.500 fermetra meðferðarkjarna og um 14.000 fermetra rannsóknarhús við Landspítalann. Þá voru fimm hópar metnir hæfir til að taka þátt í útboðum fyrir um 21.300 fermetra bílastæðahús og um 4.000 fermetra sjúkrahótel við Landspítalann. Deilskipulag vegna spítalans var unnið í vor og ekki kært. Gunnar Svavarsson, formaður stjórnar Nýs Landspítala ohf. og formaður byggingarnefndar, segir að framhaldið ráðist í fjárlögum næsta árs og næstu ára.Ef ekki verður gert ráð fyrir verkefninu í fjárlögum næsta árs er þá sjálfhætt? „Já, eða að eigandi verkefnisins, þ.e ríkisvaldið, taki ákvörðun um að skoða verkefnið á annan hátt. Eða þá að bíða með verkefnið,“ segir Gunnar. Kristján Þór Júlísson, heilbrigðisráðherra, sagði í þættinum Pólitíkinni með Höskuldi Kára Schram hér á Vísi að ótímabært væri að fara af stað með byggingu spítalans í heild sinni núna en sagðist tilbúinn að skoða verkefnið í áföngum eða minni útfærslur.Hvað þarf mikla fjárveitingu til verkefnisins á fjárlögum næsta árs til að koma því áfram á næsta fasa? „Það veltur á því hvaða verkhlutar eru teknir áfram. Minnsti verkhlutinn er sjúkrahótelið. Til þess að halda því áfram og klára fullnaðarhönnun þarf rúmar hundrað milljónir króna á fjárlögum næsta árs svo hægt sé að bjóða út fullnaðarhönnun á því verki,“ segir Gunnar Svavarsson.
Tengdar fréttir Auglýsa forval vegna hönnunnar á nýja Landspítalanum Fjármála- og efnahagsráðherra hefur í samræmi við heimild í lögum heimilað Nýjum Landspítala ohf. að auglýsa forval bjóðenda vegna fullnaðarhönnunar á byggingum nýs Landspítala við Hringbraut. 22. apríl 2013 13:42 Nóg komið af niðurskurði Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir nóg komið af niðurskurði í heilbrigðiskerfinu. Hann vill setja heilbrigðis-, mennta- og löggæslumál í forgang og skera niður í öðrum málaflokkum. 14. september 2013 14:00 Er nýr Landspítali of stór biti? Flest viljum við standa vörð um heilbrigðiskerfið. Við viljum eiga kost á sérhæfðum meðferðarrúrræðum ásamt góðri grunnþjónustu fyrir alla. Aðkallandi er að efla heimahjúkrun og hlúa betur að eldri borgurum. Einnig er nauðsynlegt að stjórnvöld standi við gefin loforð varðandi lífeyri og almannatryggingar. Það nægir ekki að sauma vasa á líkklæðin. 26. apríl 2013 06:00 Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Sjá meira
Auglýsa forval vegna hönnunnar á nýja Landspítalanum Fjármála- og efnahagsráðherra hefur í samræmi við heimild í lögum heimilað Nýjum Landspítala ohf. að auglýsa forval bjóðenda vegna fullnaðarhönnunar á byggingum nýs Landspítala við Hringbraut. 22. apríl 2013 13:42
Nóg komið af niðurskurði Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir nóg komið af niðurskurði í heilbrigðiskerfinu. Hann vill setja heilbrigðis-, mennta- og löggæslumál í forgang og skera niður í öðrum málaflokkum. 14. september 2013 14:00
Er nýr Landspítali of stór biti? Flest viljum við standa vörð um heilbrigðiskerfið. Við viljum eiga kost á sérhæfðum meðferðarrúrræðum ásamt góðri grunnþjónustu fyrir alla. Aðkallandi er að efla heimahjúkrun og hlúa betur að eldri borgurum. Einnig er nauðsynlegt að stjórnvöld standi við gefin loforð varðandi lífeyri og almannatryggingar. Það nægir ekki að sauma vasa á líkklæðin. 26. apríl 2013 06:00