Algengt að nektarmyndum sé dreift í gegnum Snapchat Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 16. september 2013 18:30 Foreldrar verða að vera vakandi um það sem börn þeirra aðhafast í snjallsímum. Þetta segir móðir stúlku sem varð nýlega fyrir því að mynd af henni, berri að ofan, sem hún sendi í gegnum forritið Snapchat fór í mikla dreifingu meðal grunnskólanema á Akureyri og víðar. Birna Blöndal skrifaði pistil á Facebook fyrir helgi þar sem hún rekur málið og hvetur fólk til að ræða við börn sín um alvarleika myndsendinga, og annað sem fram fer á netinu. Pistillinn hefur farið eins og eldur í sinu um netheima og hafa tugir manns deilt honum á Facebook auk þess sem hann hefur hefur birtst á fjölmörgum heimasíðum. Þar kemur meðal annars fram: „Ég er slegin eftir þessa upplifun og ég hef það þó fínt miðað við dóttur mína. Það sem gert var á hennar hlut er grafalvarlegur hlutur og mér finnst óhugnalegt að þarna var hópur drengja á ferð að leika sér að henni. Síðan hefur hver tekið við af öðrum við að deila myndinni áfram." Málið hefur nú verið kært til lögreglu og er tekið fyrir sem kynferðisbrot. Í stöðuuppfærslu sem birtist á Facebooksíðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir helgi kemur fram eitt af því sorglegasta sem þau heyri af sé þegar börn og unglingar eru göbbuð til að taka af sér myndir sem síðan er dreift til annarra. Þegar slík mál koma upp er það alvarlegt og getur dreifing mynda af þessum toga flokkast sem ólögleg dreifing barnakláms. Og þá er spurningin hvort börnin geri sér grein fyrir alvarleika málsins og hvort foreldrarnir séu að fylgjast með. Fréttastofan spjallaði við nokkur ungmenni í tíunda bekk Austurbæjarskóla og voru þau almennt mjög sammála um að foreldrar þeirra fylgdust lítið eða ekkert með snjallsímanotkun þeirra. Allir unglingarnir sem fréttastofa ræddi við sögðust þekkja dæmi um fólk sem lent hefur í því að nektarmyndum af þeim hafi verið dreift á milli fólks í gegnum Snapchat. Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Foreldrar verða að vera vakandi um það sem börn þeirra aðhafast í snjallsímum. Þetta segir móðir stúlku sem varð nýlega fyrir því að mynd af henni, berri að ofan, sem hún sendi í gegnum forritið Snapchat fór í mikla dreifingu meðal grunnskólanema á Akureyri og víðar. Birna Blöndal skrifaði pistil á Facebook fyrir helgi þar sem hún rekur málið og hvetur fólk til að ræða við börn sín um alvarleika myndsendinga, og annað sem fram fer á netinu. Pistillinn hefur farið eins og eldur í sinu um netheima og hafa tugir manns deilt honum á Facebook auk þess sem hann hefur hefur birtst á fjölmörgum heimasíðum. Þar kemur meðal annars fram: „Ég er slegin eftir þessa upplifun og ég hef það þó fínt miðað við dóttur mína. Það sem gert var á hennar hlut er grafalvarlegur hlutur og mér finnst óhugnalegt að þarna var hópur drengja á ferð að leika sér að henni. Síðan hefur hver tekið við af öðrum við að deila myndinni áfram." Málið hefur nú verið kært til lögreglu og er tekið fyrir sem kynferðisbrot. Í stöðuuppfærslu sem birtist á Facebooksíðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir helgi kemur fram eitt af því sorglegasta sem þau heyri af sé þegar börn og unglingar eru göbbuð til að taka af sér myndir sem síðan er dreift til annarra. Þegar slík mál koma upp er það alvarlegt og getur dreifing mynda af þessum toga flokkast sem ólögleg dreifing barnakláms. Og þá er spurningin hvort börnin geri sér grein fyrir alvarleika málsins og hvort foreldrarnir séu að fylgjast með. Fréttastofan spjallaði við nokkur ungmenni í tíunda bekk Austurbæjarskóla og voru þau almennt mjög sammála um að foreldrar þeirra fylgdust lítið eða ekkert með snjallsímanotkun þeirra. Allir unglingarnir sem fréttastofa ræddi við sögðust þekkja dæmi um fólk sem lent hefur í því að nektarmyndum af þeim hafi verið dreift á milli fólks í gegnum Snapchat.
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira