Lífið

Hverjir komast áfram í kvöld?

Sviðið í Malmö er glæsilegt.
Sviðið í Malmö er glæsilegt. Mynd/AFP
Fyrri undankeppnin í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fer fram í Malmö í kvöld. Aðeins tíu lög af sextán komast áfram og eftirvæntingin því mikil.



Reynir Þór Eggertsson, einn helsti Eurovisionsérfræðingur landsins, hlakkar til kvöldsins. „Þetta er rosalega spennandi riðill og ég myndi segja að lögin í þessari undankeppni séu yfir höfuð betri heldur en lögin sem keppa á fimmtudaginn. Danir eru öruggir áfram, og Holland og Rússland auðvitað. Úkraína og Moldavía ættu líka að eiga greiðan aðgang sem og Írland hefur komið mjög vel út á æfingunum.“



Reynir spáir því að danska lagið fari með sigur af hólmi þetta árið. „Danmörk hefur svipaða stöðu í veðbönkunum og Svíþjóð í fyrra. Annars gætu Holland eða Azerbaijan komið sterk inn“, segir Reynir en hollenska lagið er í miklu uppáhaldi hjá honum. Páll Óskar tekur í sama streng. „Ég veit að Danmörk er að fara að vinna en ég held með Hollandi.“

Reynir vill benda fólki á fésbókarsíðu Félags áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarsstöðva, FÁSES. Margir meðlimir séu staddir í Malmö og deili fréttum frá æfingum og öðru á síðunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.