Lífið

Engin fýla í nýjum morgunþætti FM957

Freyr Bjarnason skrifar
Ólafur Þór Jóelsson og Sverrir Bergmann hafa starfað saman í áratug.
Ólafur Þór Jóelsson og Sverrir Bergmann hafa starfað saman í áratug.
„Við ætlum aðallega að vera hressir,“ segir tónlistarmaðurinn Sverrir Bergmann.

Hann og félagi hans, Ólafur Þór Jóelsson úr sjónvarpsþættinum Geimtíví, stjórna nýjum morgunþætti útvarpsstöðvarinnar FM957 sem hefst klukkan 7 á föstudaginn.

„Við förum yfir málefni dagsins, verðum með liðinn "Eitís for the ladies" og við fáum fólk í heimsókn og spjall. Þetta verður hefðbundinn morgunþáttur en með okkar stíl,“ segir Sverrir, sem kvíðir ekkert fyrir því að vakna eldsnemma á morgnana.

„Ég prófaði þetta í morgun [gærmorgun]. Þetta var fínt. Það er miklu betra veður, enginn á ferðinni og svo er maður búinn fyrir hádegi. Þetta verður bara flott, held ég, nema kannski á meðan úrslitakeppnin í NBA stendur sem hæst.“

Aðspurður segir Sverrir skipta miklu máli að hafa Ólaf Þór með sér í settinu, enda hafa þeir starfað saman í áratug í Geimtíví. „Við þekkjum hvor annan vel. Við getum látið vel í okkur heyra án þess að annar hvor okkar fari í fýlu.“

Yngvi Eysteinsson hefur undanfarið staðið morgun vaktina á FM957. Hann tók á sínum tíma við af morgunþættinum Magasín. Undanfarar Magasíns voru þættirnir Villta vestrið og Svali og félagar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.