7 ára stal pabbabíl til að forðast kirkjuheimsókn 28. apríl 2013 08:45 Ók faglega, virti stöðvunarskildu og lagði bílnum faglega fyrir utan heimili sitt. Hann var frakkur pjakkurinn í Utah sem vildi alls ekki ganga til guðsþjónustu. Lögreglan var búinn að elta drenginn í nokkurn tíma og brá heldur betur í brún þegar hún sá hver gekk út úr bílnum fyrir utan eigið heimili. Hann var ekki hár í loftinu bílstjórinn sá og líklega sá yngsti sem þeir hafa haft afskipti af. Hann gaf þá skýringu á ökutúr sínum að með því hefði hann komist hjá því að fylgja foreldrum sínum til kirkju. Lögreglan var ekki síður hissa á ökuhæfni piltsins, en hann hafði fulla stjórn á bílnum og endaði með því að leggja honum faglega fyrir utan heimili sitt. Einnig sagði hann að hann vildi fara hratt og það getur maður einmitt á bíl. Á ferð sinni virti hann stöðvunarskildu og fór aldrei hraðar en ríflega 60 kílómetra á klukkustund og var því ekki stöðvaður fyrir of mikinn hraða. Pilturinn verður ekki kærður en lögreglan benti föður hans á það að fela lyklana að bílnum betur í framtíðinni. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent
Ók faglega, virti stöðvunarskildu og lagði bílnum faglega fyrir utan heimili sitt. Hann var frakkur pjakkurinn í Utah sem vildi alls ekki ganga til guðsþjónustu. Lögreglan var búinn að elta drenginn í nokkurn tíma og brá heldur betur í brún þegar hún sá hver gekk út úr bílnum fyrir utan eigið heimili. Hann var ekki hár í loftinu bílstjórinn sá og líklega sá yngsti sem þeir hafa haft afskipti af. Hann gaf þá skýringu á ökutúr sínum að með því hefði hann komist hjá því að fylgja foreldrum sínum til kirkju. Lögreglan var ekki síður hissa á ökuhæfni piltsins, en hann hafði fulla stjórn á bílnum og endaði með því að leggja honum faglega fyrir utan heimili sitt. Einnig sagði hann að hann vildi fara hratt og það getur maður einmitt á bíl. Á ferð sinni virti hann stöðvunarskildu og fór aldrei hraðar en ríflega 60 kílómetra á klukkustund og var því ekki stöðvaður fyrir of mikinn hraða. Pilturinn verður ekki kærður en lögreglan benti föður hans á það að fela lyklana að bílnum betur í framtíðinni.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent