Subaru WRX í glænýju útliti Finnur Thorlacius skrifar 29. mars 2013 11:45 Verður bæði með forþjöppu og keflablásara. Einn alvinsælasti ódýri kraftabíllinn sem í boði hefur verið lengi er Subaru Impreza WRX. Hann var upphaflega framleiddur til þátttöku í rallakstri en í kjölfarið boðinn almenningi sem sannarlega tók honum vel. Nú er hann kominn í nýjan búning og gerbreytt útlit hans var kynnt á bílasýningunni í New York, sem nú stendur yfir.. Vandinn við að greina frá honum er sá að útlit hans var kynnt, en fátt annað. Eitt fylgdi þó sögunni, en þak bílsins er úr koltrefjum sem lækkar þyngdarpunkt bílsins, sem var æði lágt áður með sinni Boxer vél. Með því léttist hann einnig, sem alltaf er gott. Vélin er áfram forþjöppudrifin en nú fær hún einnig keflablásara, en ekki fylgir hestaflatala sögunni. Að aftan sést að hann er með tvö útblatursop, sem gefið gæti til kynna mikið afl. Dekkin eru stór undir bílnum, þ.e. í númerinu 245 sem vefjast kringum 20 tommu felgur. Það ætti ekki að skorta veggripið. Ekki er vitað hvenær áhugasamir geta farið að munda veskið, en vonandi verður það sem fyrst. Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent
Verður bæði með forþjöppu og keflablásara. Einn alvinsælasti ódýri kraftabíllinn sem í boði hefur verið lengi er Subaru Impreza WRX. Hann var upphaflega framleiddur til þátttöku í rallakstri en í kjölfarið boðinn almenningi sem sannarlega tók honum vel. Nú er hann kominn í nýjan búning og gerbreytt útlit hans var kynnt á bílasýningunni í New York, sem nú stendur yfir.. Vandinn við að greina frá honum er sá að útlit hans var kynnt, en fátt annað. Eitt fylgdi þó sögunni, en þak bílsins er úr koltrefjum sem lækkar þyngdarpunkt bílsins, sem var æði lágt áður með sinni Boxer vél. Með því léttist hann einnig, sem alltaf er gott. Vélin er áfram forþjöppudrifin en nú fær hún einnig keflablásara, en ekki fylgir hestaflatala sögunni. Að aftan sést að hann er með tvö útblatursop, sem gefið gæti til kynna mikið afl. Dekkin eru stór undir bílnum, þ.e. í númerinu 245 sem vefjast kringum 20 tommu felgur. Það ætti ekki að skorta veggripið. Ekki er vitað hvenær áhugasamir geta farið að munda veskið, en vonandi verður það sem fyrst.
Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent