Guðjón Valur gæti misst af EM Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. desember 2013 06:00 Guðjón Valur Sigurðsson er tognaður á kálfa og er óvissa um þátttöku hans á EM í Danmörku. Fréttablaðið/Stefán Fimmtán dagar eru þangað til flautað v erður til leiks í viðureign Íslands og Noregs á Evrópumeistaramótinu í Álaborg í Danmörku. Sjaldan ef nokkurn tíma hefur íslenska liðið verið jafn vængbrotið og óvissuþættir jafn margir þegar svo stutt er í stórmót. Tveir leikmenn eru ekki til taks vegna meiðsla, sjö leikmenn ganga ekki heilir til skógar auk þess sem þrír eru í afar lítilli leikæfingu. Eftir standa tólf leikmenn heilir heilsu og þar af eru tveir markverðir. „Þetta er auðvitað mjög slæmt og mikið áhyggjuefni hversu mikil meiðsli hafa verið hjá okkar mönnum á þessu ári,“ sagði Aron Kristjánsson í samtali við Fréttablaðið í gær. Landsliðið kemur saman til æfinga í dag en heldur svo utan til Þýskalands á fimmtudaginn þar sem Ísland mun taka þátt í fjögurra liða æfingamóti. Fyrir var ljóst að Alexander Petersson yrði ekki með á EM og stuttu síðar bárust fregnir af meiðslum Arnórs Atlasonar. Meiðslalistinn hefur svo lengst til muna síðustu daga. Meðal þeirra sem eru tæpir eru Guðjón Valur Sigurðsson og Aron Pálmarsson. „Guðjón Valur verður lítið með í undirbúningnum og það er spurning hvort hann nái sér fyrir EM. Menn gera sér þó vonir um það,“ segir Aron en Guðjón Valur tognaði á kálfa á æfingu með liði sínu, Kiel, á jóladag. „Aron verður hafður í bómull fram að EM en vonandi verður hann eitthvað með í æfingaleikjunum,“ segir Aron og bætir við að hann reikni ekki með Arnóri í Þýskalandsferðinni. Ólafur Gústafsson er með álagsmeiðsli á rist og gæti verið brotinn að sögn Arons og þá er óvissa um stöðu Vignis Svavarssonar. Arnór Þór Gunnarsson og Ólafur Bjarki Ragnarsson eru þó á ágætum batavegi eftir þeirra meiðsli. Aron segir að hann verði að nýta tímann vel fram að EM. „Vörnin þarf að vera stöðug og leikmenn sem hafa lítið spilað þurfa að komast í gang. Vonandi verða áföllin ekki fleiri.“ Íslenska liðið er í B-riðli ásamt Norðmönnum, Ungverjum og Spánverjum. Einn dagur er í hvíld á milli leikja. Þrjú efstu liðin í riðlinum fara í milliriðil en þau fjögur lið sem hafna í botnsætum riðlanna halda heim. „Markmið okkar er enn að komast áfram en við getum ekki horft fram hjá því að það verður ærið verkefni miðað við óbreytta stöðu. Við erum í gríðarlega erfiðum riðli.“ EM 2014 karla Handbolti Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Fleiri fréttir Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Sjá meira
Fimmtán dagar eru þangað til flautað v erður til leiks í viðureign Íslands og Noregs á Evrópumeistaramótinu í Álaborg í Danmörku. Sjaldan ef nokkurn tíma hefur íslenska liðið verið jafn vængbrotið og óvissuþættir jafn margir þegar svo stutt er í stórmót. Tveir leikmenn eru ekki til taks vegna meiðsla, sjö leikmenn ganga ekki heilir til skógar auk þess sem þrír eru í afar lítilli leikæfingu. Eftir standa tólf leikmenn heilir heilsu og þar af eru tveir markverðir. „Þetta er auðvitað mjög slæmt og mikið áhyggjuefni hversu mikil meiðsli hafa verið hjá okkar mönnum á þessu ári,“ sagði Aron Kristjánsson í samtali við Fréttablaðið í gær. Landsliðið kemur saman til æfinga í dag en heldur svo utan til Þýskalands á fimmtudaginn þar sem Ísland mun taka þátt í fjögurra liða æfingamóti. Fyrir var ljóst að Alexander Petersson yrði ekki með á EM og stuttu síðar bárust fregnir af meiðslum Arnórs Atlasonar. Meiðslalistinn hefur svo lengst til muna síðustu daga. Meðal þeirra sem eru tæpir eru Guðjón Valur Sigurðsson og Aron Pálmarsson. „Guðjón Valur verður lítið með í undirbúningnum og það er spurning hvort hann nái sér fyrir EM. Menn gera sér þó vonir um það,“ segir Aron en Guðjón Valur tognaði á kálfa á æfingu með liði sínu, Kiel, á jóladag. „Aron verður hafður í bómull fram að EM en vonandi verður hann eitthvað með í æfingaleikjunum,“ segir Aron og bætir við að hann reikni ekki með Arnóri í Þýskalandsferðinni. Ólafur Gústafsson er með álagsmeiðsli á rist og gæti verið brotinn að sögn Arons og þá er óvissa um stöðu Vignis Svavarssonar. Arnór Þór Gunnarsson og Ólafur Bjarki Ragnarsson eru þó á ágætum batavegi eftir þeirra meiðsli. Aron segir að hann verði að nýta tímann vel fram að EM. „Vörnin þarf að vera stöðug og leikmenn sem hafa lítið spilað þurfa að komast í gang. Vonandi verða áföllin ekki fleiri.“ Íslenska liðið er í B-riðli ásamt Norðmönnum, Ungverjum og Spánverjum. Einn dagur er í hvíld á milli leikja. Þrjú efstu liðin í riðlinum fara í milliriðil en þau fjögur lið sem hafna í botnsætum riðlanna halda heim. „Markmið okkar er enn að komast áfram en við getum ekki horft fram hjá því að það verður ærið verkefni miðað við óbreytta stöðu. Við erum í gríðarlega erfiðum riðli.“
EM 2014 karla Handbolti Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Fleiri fréttir Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Sjá meira