Terry Richardson myndar Georgiu May Jagger fyrir H&M.
Tískurisinn H&M mun senda frá sér ,,rokk og ról" línu nú í vor. Fyrirsætan fyrir auglýsingaherferðina er engin önnur en Georgia May Jagger, en hún er dóttir rokkarans Mick Jaggers og ofurfyrirsætunnar Jerry Hall. Stjörnuljósmyndarinn Terry Richardson sá um að taka myndirnar.
Georgia , sem er 21 árs, segir rokktónlistina og umhverfið sem hún ólst upp í hafa haft mikil áhrif á sig. Einnig telur hún að tónlist hafi haft mikil áhrif á tísku í gegnum tíðina.