Ef af verður mun Roitfeld taka við af stílistanum Marie- Amélie Sauvé sem hefur starfað hjá fyrirtækinu um árabil.
Hvort sem orðrómurinn er sannur eða ekki liggur ljóst fyrir að miklar breytingar eru í vændum hjá Balenciaga. Fyrsta lína Wangs lítur dagsins ljós á tískuvikunni í febrúar og verður spennandi að sjá hvort Carine Roitfeld muni eiga þátt í henni eða ekki.

