Lífið

Nýtt efni en ekki fíkniefni

Björn Bragi ætlar sér að prófa nýtt efni, en ekki fíkniefni.
Björn Bragi ætlar sér að prófa nýtt efni, en ekki fíkniefni.
„Við ætlum að prófa nýtt efni, en ekki örvænta það eru ekki fíkniefni,“ segir Björn Bragi Arnarsson einn meðlima grínhópsins Mið-Íslands sem halda svokallaðar tilraunasýningar seinna í nóvember.

Á þessum sýningum mun hópurinn frumflytja nýtt efni fyrir áhorfendur. Björn Bragi segir þetta verða öðruvísi en fólk á að venjast frá þeim félögum enda séu þeir að þróa nýtt efni sem verður fínpússað og notað í næstu uppistandsröð hópsins.

„Þetta verður afslappaðra og óformlega en fólk hefur séð frá okkur áður. Við munum prófa efni sem við höfum verið að skrifa og sjá viðbrögðin við því. Svo verður eitthvað spunnið á staðnum. Þannig að þetta verður eintómt fjör.“

Sýningarnar verða næstu tvö fimmtudagskvöld í Þjóðleikhúskjallaranum. Hægt er að kaupa miða á þær hér á midi.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.