Lífið

Áramótaheit fræga fólksins: Eyðir meiri tíma á Íslandi

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Halla Vilhjálmsdóttir.
Halla Vilhjálmsdóttir.
Vísir spurði nokkra vel valda einstaklinga hvaða áramótaheit þeir strengja.

Meiri tími á Íslandi

Halla Vilhjálmsdóttir, leik- og söngkona

„Á nýju ári ætla ég mér að vakna fyrr, nýta daginn betur og hitta bróðurdætur mínar oftar, eyða þá væntanlega meiri tíma á Íslandi. "

Ferðast oftar í kjördæminu

Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra

„Árið 2014 ætla ég að strengja það heit að sjá meira af fjölskyldunni og ferðast oftar um í kjördæminu. Síðasta ár fór að mestu i kosningabaráttu og að taka við nýju starfi svo ég ætla að reyna að bæta fólkinu mínu upp fjarvistina á nýju ári."

Björt framtíð

Vigdís Hauksdóttir, þingkona

„Áramótaheitið mitt er að horfa björtum augum til framtíðar og gera enn betur árið 2014 en árið 2013."

Fátækt er smánarblettur

Guðbjartur Hannesson, þingmaður

„Áramótin eru tími þar sem maður lítur yfir farinn veg um leið og spáð er í framtíðina. Markmiðið er ávallt að gera betur á nýju ári en á árinu á undan, verða betri maður, láta gott af sér leiða. 

Næg verkefni eru í stjórnmálunum. Ég hef meðal annars heitið mér að berjast gegn fátækt á Íslandi. Þar þarf víðtækt samstarf margra aðila.  Fátækt er smánarblettur á ríku íslensku samfélagi og það er mikil hætta á að hún aukist með breyttri stjórnarstefnu. Þá er baráttan fyrir launajafnrétti mér ofarlega í huga.

Mér sýnist sérhyggja, sérhagsmunir og misrétti vera að aukast að nýju í  íslensku samfélagi nokkuð sem ég vil berjast gegn. 

Persónulega er sífellt á dagskrá að hreyfa sig meira, ganga meira, ferðast meira, vonandi tekst það.

Ég er bjartsýnn fyrir hönd íslenskrar þjóðar ef okkur ber gæfa til að skipta gæðum okkar ágæta lands sem jafnast."

Njóta hverrar sekúndu

Bryndís Ásmundsdóttir, leik- og söngkona

„Mitt áramótaheit er ekki flókið - heilbrigður lífstíll - vera betri í dag en í gær - elska meir - njóta hverrar einustu sekúndu í lífinu. Gleðilegt ár allir saman!"






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.