Innlent

Lögreglan við rannsókn í tveimur íbúðum

Lögreglan á Eskifirði er nú að störfum í tveimur íbúðum á sitthvorri hæðinni í fjölbýlishúsi við Blómvang á Egilsstöðum, þar sem maður fannst látinn í morgun, en grunur leikur á að andlát hans hafi borið að með voveiflegum hætti.

Samkvæmt frétt Austurfrétt um málið varð íbúi í húsinu var við sjúkra- og lögreglubíla á níunda tímanum í morgun. Samkvæmt heimildum Vísis ónáðaði hinn handtekni íbúa hússins í gærkvöldi eða í nótt.

Svo virðist sem mennirnir hafi báðir verið búsettir í húsinu. Sá sem lést mun hafa verið á sjötugsaldri en ekki er vitað hversu gamall hinn grunaði er. Báðir eru þeir íslenskir að uppruna.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun verða þeim innanhandar við rannsókn málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×