Reykjavík á að vera borg fyrir fólk – ekki bíla Eva H. Baldursdóttir skrifar 4. nóvember 2013 07:00 Fjöldi ökutækja í Reykjavík slagar upp í fjölda íbúa borgarinnar. Á Íslandi árið 2012 voru til að mynda 303.901 skráð ökutæki á öllu landinu. Í Reykjavík voru sama ár 96.980 skráð ökutæki en fjöldi íbúa í borginni var um 118.000, þar af voru margir sem höfðu ekki ökuréttindi. Meðaltal ökutækja á hvert heimili var á árinu 2012 því ríflega tvö og að öllum líkindum nær þremur, en spurning er hvort það sé heilbrigt viðmið innan borgarsamfélags. Þegar ökutækin eru næstum jafn mörg og íbúar borgarinnar er óumflýjanlegt að vandamál skapist í samgöngum. Staðan er að nærri 80% af þeim sem ferðast í vinnu eða skóla úr austurhluta borgarinnar á morgnana fara á einkabílum og hátt í 70% eru einir í bíl. Lausnin á umferðarteppum á háannatíma í borginni mun því til framtíðar ekki felast í því að byggja fleiri akreinar, mislæg gatnamót og fleiri stokka. Lausnin felst meðal annars í breyttri afstöðu okkar til samgangna – heilbrigðari og umhverfisvænni afstöðu – sem felst í því að minnka notkun bílsins og í auknum mæli að nota okkar góðu almenningssamgöngur, ganga, taka strætó eða hjóla til vinnu.Meginstefið Lausnin felst enn fremur í að gera fólki kleift að búa nær vinnustöðum sínum, sem oft á tíðum eru í vesturhluta borgarinnar, og jafnframt að auka atvinnustarfsemi í austurhlutanum, til að stytta þennan langa ferðatíma. Til þess þurfum við að skipuleggja borgina með skynsamlegri hætti en ekki að byggja ný og ný úthverfi. Reykjavík á að vera borg fyrir fólk – ekki bíla. Það er einmitt meginstefið í nýsamþykktu aðalskipulagi, sem byggist m.a. á að leysa samgönguvandann með því að þétta byggð – þar sem manneskjan er sett í öndvegi í átt til betra borgarskipulags. Skilvirkni samgangna eykst því með auknum almenningssamgöngum, og þá hafa akandi vegfarendur einnig meira pláss á götunum! Loks má benda á að það er ekki aðeins lausn á samgönguvanda borgarinnar að auka almenningssamgöngur – heldur er það stór sparnaðaraðgerð á hverju heimili. Að kaupa bensín á bíl á ári, miðað við 15.000 km akstur, og meðalstóran fólksbíl, kostar 353.700 kr., en ofan á þann kostnað kemur viðhaldskostnaður, tryggingar, þrif og skattar, svo heildarfjárhæðin við rekstur bíls á hverju ári getur numið hátt í 600.000 kr. (skv. tölum FÍB). Að kaupa sér níu mánaða kort í Strætó kostar hins vegar 49.900 kr. Það er um tólf prósent af heildarkostnaði þess að reka bíl á ári, að þremur mánuðum viðbættum. Bæta má við að í mörgum tilvikum er Strætó a.m.k. ekki lengur en einkabíll á leið úr austurborginni í vesturborgina á háannatímum. Að breyta viðhorfi sínu til samgangna heimilisins er pínu eins og að taka upp flokkunarkerfi á ruslinu, það tekur tíma og hefur í för með sér aðeins meira vesen á nútímaheimili – en í lok dagsins er það gjöfult verkefni. Það gerir okkur að betri manneskjum og betri fyrirmyndum fyrir börnin okkar að ganga betur um umhverfið, spara peninga og auka hreyfingu. Það gerir Reykjavík einnig að betri borg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Fjöldi ökutækja í Reykjavík slagar upp í fjölda íbúa borgarinnar. Á Íslandi árið 2012 voru til að mynda 303.901 skráð ökutæki á öllu landinu. Í Reykjavík voru sama ár 96.980 skráð ökutæki en fjöldi íbúa í borginni var um 118.000, þar af voru margir sem höfðu ekki ökuréttindi. Meðaltal ökutækja á hvert heimili var á árinu 2012 því ríflega tvö og að öllum líkindum nær þremur, en spurning er hvort það sé heilbrigt viðmið innan borgarsamfélags. Þegar ökutækin eru næstum jafn mörg og íbúar borgarinnar er óumflýjanlegt að vandamál skapist í samgöngum. Staðan er að nærri 80% af þeim sem ferðast í vinnu eða skóla úr austurhluta borgarinnar á morgnana fara á einkabílum og hátt í 70% eru einir í bíl. Lausnin á umferðarteppum á háannatíma í borginni mun því til framtíðar ekki felast í því að byggja fleiri akreinar, mislæg gatnamót og fleiri stokka. Lausnin felst meðal annars í breyttri afstöðu okkar til samgangna – heilbrigðari og umhverfisvænni afstöðu – sem felst í því að minnka notkun bílsins og í auknum mæli að nota okkar góðu almenningssamgöngur, ganga, taka strætó eða hjóla til vinnu.Meginstefið Lausnin felst enn fremur í að gera fólki kleift að búa nær vinnustöðum sínum, sem oft á tíðum eru í vesturhluta borgarinnar, og jafnframt að auka atvinnustarfsemi í austurhlutanum, til að stytta þennan langa ferðatíma. Til þess þurfum við að skipuleggja borgina með skynsamlegri hætti en ekki að byggja ný og ný úthverfi. Reykjavík á að vera borg fyrir fólk – ekki bíla. Það er einmitt meginstefið í nýsamþykktu aðalskipulagi, sem byggist m.a. á að leysa samgönguvandann með því að þétta byggð – þar sem manneskjan er sett í öndvegi í átt til betra borgarskipulags. Skilvirkni samgangna eykst því með auknum almenningssamgöngum, og þá hafa akandi vegfarendur einnig meira pláss á götunum! Loks má benda á að það er ekki aðeins lausn á samgönguvanda borgarinnar að auka almenningssamgöngur – heldur er það stór sparnaðaraðgerð á hverju heimili. Að kaupa bensín á bíl á ári, miðað við 15.000 km akstur, og meðalstóran fólksbíl, kostar 353.700 kr., en ofan á þann kostnað kemur viðhaldskostnaður, tryggingar, þrif og skattar, svo heildarfjárhæðin við rekstur bíls á hverju ári getur numið hátt í 600.000 kr. (skv. tölum FÍB). Að kaupa sér níu mánaða kort í Strætó kostar hins vegar 49.900 kr. Það er um tólf prósent af heildarkostnaði þess að reka bíl á ári, að þremur mánuðum viðbættum. Bæta má við að í mörgum tilvikum er Strætó a.m.k. ekki lengur en einkabíll á leið úr austurborginni í vesturborgina á háannatímum. Að breyta viðhorfi sínu til samgangna heimilisins er pínu eins og að taka upp flokkunarkerfi á ruslinu, það tekur tíma og hefur í för með sér aðeins meira vesen á nútímaheimili – en í lok dagsins er það gjöfult verkefni. Það gerir okkur að betri manneskjum og betri fyrirmyndum fyrir börnin okkar að ganga betur um umhverfið, spara peninga og auka hreyfingu. Það gerir Reykjavík einnig að betri borg.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar