Innlent

Hvíthákarl lét til sín taka

Bryan Plummer og félagar komust í hann krappann á dögunum þegar þeir ákváðu að fara að kafa í fríi í Suður-Afríku. Telegraph greinir frá þessu.

Tveir félagar Plummer voru í sérstöku hákarlabúri sem þjónar þeim tilgangi að verja kafarana gagnvart mögulegri árás. Í myndbandinu sem fylgir fréttinni sést þegar hvíthákarl stingur höfði sínu inn í búrið og reynir að ná til kafaranna.

Að sögn Plummer tókst félögum hans að bregðast snögglega við árásinni og kafa dýpra svo hákarlinn náði ekki til þeirra. Eftir nokkrar sekúndur hélt hákarlinn sína leið en kafararnir voru að vonum skelkaðir þegar þeir komu aftur upp á yfirborðið.

Hvíthákarlar lifa í flestum heimshöfum þar sem meðalhitinn er á milli 12°C og 24°C. Hann er uppsjávarfiskur en tegundin er talin eiga sök á allt að 50 prósent af hákarlaárásum á fólk. Hákarlinn er í útrýmingarhættu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×