Innlent

Bestar í upplestri

Elísabet, Iðunn og Dagbjört.
Elísabet, Iðunn og Dagbjört. Mynd/Reykjavík.is
Þrjár stúlkur skipuðu efstu sætin í Stóru upplestrarkeppninni í Vesturbæ og Miðborg, en úrslitakeppnin fór fram í Ráðhúsinu í gær.

Keppendur, sem eru allir í 7. bekkjum grunnskóla í vesturbænum, miðborg og Hlíðarhverfi borgarinnar, lásu upp úr skáldsögunni Benjamín Dúfu eftir Friðrik Erlingsson. Þá voru ljóð eftir Þóru Jónsdóttur lesin auk efnis að vali keppenda.

Sigurvegarar í Vesturbæ, Miðborg og Hlíðum

1. Iðunn Gígja Kristjánsdóttir úr Háteigsskóla

2. Elísabet Thea Kristjánsdóttir úr Landakotsskóla

3. Dagbjört Ellen Júlíusdóttir úr Melaskóla.

Sigurvegarar í Laugardal, Háaleiti og Bústaðahverfi

1.sæti hlaut Stefanía Ragnarsdóttir í Langholtsskóla.

2.sæti Guðlaugur Darri Pétursson í Vogaskóla.

3.sæti Guðrún Diljá Agnarsdóttir,Laugalækjarskóla.

Sigurvegarar í Árbæ og Grafarholti

1.sæti Elísabet Birta Eggertsdóttir, Sæmundarskóla

2.sæti Rannveig Klara Guðmundsdóttir, Sæmundarskóla

3.sæti Elvar Örn Ármannsson, Árbæjarskóla

Sigurvegarar í Grafarvogi og Kjalarnesi

1. sæti Berglind Gunnarsdóttir, Vættaskóla

2. sæti Hekla Gná Heimisdóttir, Rimaskóla

3. sæti Hanna Björt Stefánsdóttir, Húsaskóla




Fleiri fréttir

Sjá meira


×