Lífið

Djammar með fyrrverandi

Tónlistarmaðurinn Chris Brown hélt upp á 24ra ára afmæli sitt í Hollywood um helgina. Hann bauð til stórrar veislu og bauð öllum vinum sínum, þar á meðal fyrrverandi kærustu sinni Karrueche Tran.

Chris og Karrueche voru saman áður en hann ákvað að taka aftur saman við söngkonuna Rihönnu. Rihanna var hins vegar fjarri góðu gamni í veislunni þar sem hún var að syngja á tónleikum í New York.

Chris og Karrueche.
“Hún virtist ekki vera mjög hamingjusöm. Chris veitti henni ekki mikla athygli og hann var að djamma með fullt af stelpum,” segir sjónarvottur um Karrueche sem fór snemma heim.

Rihanna og Chris eru ástfangin.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.