Mikil pressa í náminu Álfrún Pálsdóttir skrifar 28. maí 2013 07:00 Lilja Rúriksdóttir ætlar í frí til Flórída til fagna útskrift sinni frá hinum virta listaskóla Julliard síðastliðin föstudag en hún er fyrsti íslenski dansarinn til að útskrifast frá skólanum. „Það er skrýtið að vera búin með þetta nám en þetta hafa verið skemmtileg ár,“ segir ballettdansarinn Lilja Rúriksdóttir sem útskrifaðist sem Bachelor of Fine Arts frá dansbraut listaskólans Juilliard í New York fyrir helgi. Lilja er fyrsti íslenski dansarinn til að útskrifast frá Juilliard sem er einn virtasti listaháskóli í heimi. Hún segir námið hafa verið strembið þar sem mjög miklar kröfur voru gerðar til nemenda af kennurum skólans. „Það var aldrei í boði að eiga slæman dag. Þeir vildu aðeins það besta frá okkur á hverjum degi. Álagið var extra mikið núna á lokaönninni og maður var eiginlega ekki viss hvort maður hefði þetta af,“ segir Lilja sem viðurkennir að vegna þessa komi nemendur mjög færir út úr skólanum. „Við voru 21 dansarar saman í bekk. Mjög samheldinn hópur enda búin að eyða hverjum degi saman síðustu fjögur árin. Auðvitað var líka mikil samkeppni eins og gengur.“ Lilja fær nú eins árs atvinnuleyfi í Bandaríkjunum og stefnir því á að dvelja þar í landi næsta árið. Hún hefur fengið tilboð frá danshöfundi í New York um að taka þátt í verkefnum á hans vegum og auk þess stefnir hún á að frumsýna dansverk úr eigin smiðju í október. „Ég ætla að nýta mér atvinnuleyfið og prófa mig áfram í bransanum hérna úti en námið opnar ýmsar dyr fyrir mann í þeim efnum.“ Nú er hins vegar komið að kærkomnu fríi fyrir Lilju sem heldur til Flórída á miðvikudaginn ásamt fjölskyldu sinni sem að sjálfsögðu voru viðstödd útskriftina á föstudaginn. „Nú ætla ég bara að njóta þess að þessum áfanga sé lokið.“ Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Fleiri fréttir Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Sjá meira
„Það er skrýtið að vera búin með þetta nám en þetta hafa verið skemmtileg ár,“ segir ballettdansarinn Lilja Rúriksdóttir sem útskrifaðist sem Bachelor of Fine Arts frá dansbraut listaskólans Juilliard í New York fyrir helgi. Lilja er fyrsti íslenski dansarinn til að útskrifast frá Juilliard sem er einn virtasti listaháskóli í heimi. Hún segir námið hafa verið strembið þar sem mjög miklar kröfur voru gerðar til nemenda af kennurum skólans. „Það var aldrei í boði að eiga slæman dag. Þeir vildu aðeins það besta frá okkur á hverjum degi. Álagið var extra mikið núna á lokaönninni og maður var eiginlega ekki viss hvort maður hefði þetta af,“ segir Lilja sem viðurkennir að vegna þessa komi nemendur mjög færir út úr skólanum. „Við voru 21 dansarar saman í bekk. Mjög samheldinn hópur enda búin að eyða hverjum degi saman síðustu fjögur árin. Auðvitað var líka mikil samkeppni eins og gengur.“ Lilja fær nú eins árs atvinnuleyfi í Bandaríkjunum og stefnir því á að dvelja þar í landi næsta árið. Hún hefur fengið tilboð frá danshöfundi í New York um að taka þátt í verkefnum á hans vegum og auk þess stefnir hún á að frumsýna dansverk úr eigin smiðju í október. „Ég ætla að nýta mér atvinnuleyfið og prófa mig áfram í bransanum hérna úti en námið opnar ýmsar dyr fyrir mann í þeim efnum.“ Nú er hins vegar komið að kærkomnu fríi fyrir Lilju sem heldur til Flórída á miðvikudaginn ásamt fjölskyldu sinni sem að sjálfsögðu voru viðstödd útskriftina á föstudaginn. „Nú ætla ég bara að njóta þess að þessum áfanga sé lokið.“
Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Fleiri fréttir Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Sjá meira