Fyrirspurn um læknanám Reynir Tómas Geirsson skrifar 11. nóvember 2013 07:00 Í Fréttablaðinu 24.10. sl. var greint frá fyrirspurn þingmannsins Vigdísar Hauksdóttur varðandi læknanám, sem sjá má í þriggja setninga heild sinni á vef Alþingis. Þar er spurt um hagkvæmni þess að nýta Sjúkrahúsið á Akureyri til náms í læknisfræði. Svarið er að það hefur verið gert í áratugi. Undirritaður var m.a. þar fyrir löngu í sínu námi, og stóð að því árið 2003 sem deildarforseti læknadeildar Háskóla Íslands að gerður var formlegur samningur við sjúkrahúsið um þetta. Um leið voru stofnaðar tvær kennarastöður læknadeildar við sjúkrahúsið. Þakkarvert væri ef í nýrri forgangsröðun ríkisins sem þingmaðurinn stýrir, yrði það enn betur undirbyggt með viðeigandi fjármunum. Þá er spurt hvort stofnanir þar geti staðið undir læknanámi. Rektor Háskólans á Akureyri og forseti læknadeildar H.Í. hafa svarað nú þegar að svo sé ekki. Sjúkrahúsið á Akureyri er mikilvægt, en þjónar einungis um 13-14% þjóðarinnar eða um 45.000 manns og stendur það engan veginn undir slíku námi. Þingmaðurinn hefði getað fengið upplýsingar um þetta hjá læknadeild H.Í. og hjá öllum kennurum þar. Loks er spurt hvort ekki sé „rétt að fjölga læknanemum á ári hverju um helming, úr 48 í 96“ (sem er reyndar tvöföldun). Með árlegri fjölgun um helming yrðu læknanemar um 1.000 eftir aðeins sex ár. Væri þar vel að verki staðið, en sennilega þarf þá 8 milljóna þjóð til þess að standa undir menntuninni. Leiðin er ekki vænleg til að „bæta stöðu heilbrigðismála hér á landi“ eins og segir í fyrirspurninni.Vandinn Vandi læknamönnunar í landinu felst ekki í fjölda þeirra sem læra læknisfræði, heldur í nauðsyn á langdvöl lækna erlendis vegna sérnáms að loknu almennu læknaprófi og í kjörum og aðstæðum sem ekki eru hvati til að snúa á ný til heimalandsins úr sérnáminu. Allir vita að bæta þarf kjör, vinnuaðstæður og tækjabúnað víða í heilbrigðisgeiranum, en einkum er það brýnt á Landspítalanum. Flestir gera sér grein fyrir að þetta mun ekki takast til frambúðar ef ekki verður byggt nýtt háskólasjúkrahús. Hins vegar er nú meginatriði að bæta verulega möguleika á sérnámi lækna á Landspítalanum, sem er það sjúkrahús hér á landi sem er eitt nægilega stórt til að geta staðið að slíku samkvæmt evrópskum stöðlum. Þannig mundu læknar síður flytjast úr landi, nema þá í skemmri tíma sem varið væri erlendis til að bæta við það sem læra má hérlendis. Í nokkrum helstu sérgreinum læknisfræðinnar er unnt að nánast fullmennta sérfræðilækna hér á landi. Fram til þessa hefur það einungis gerst svo nokkru nemi í heimilislækningum og geðlækningum. Því má breyta, en bætt mönnun á Landspítalanum er forsenda þess. Þar þarf að byrja. Nýjar byggingar og nútímalegri aðstæður fylgja svo í kjölfarið og ljóst að það gerist í áföngum. Kannski er hagræðingarleið fólgin í því að spara vinnu fólks á Alþingi, í ráðuneytum og ríkisstofnunum með því að leita haldgóðra upplýsinga með öðrum hætti en fyrirspurnum á Alþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu 24.10. sl. var greint frá fyrirspurn þingmannsins Vigdísar Hauksdóttur varðandi læknanám, sem sjá má í þriggja setninga heild sinni á vef Alþingis. Þar er spurt um hagkvæmni þess að nýta Sjúkrahúsið á Akureyri til náms í læknisfræði. Svarið er að það hefur verið gert í áratugi. Undirritaður var m.a. þar fyrir löngu í sínu námi, og stóð að því árið 2003 sem deildarforseti læknadeildar Háskóla Íslands að gerður var formlegur samningur við sjúkrahúsið um þetta. Um leið voru stofnaðar tvær kennarastöður læknadeildar við sjúkrahúsið. Þakkarvert væri ef í nýrri forgangsröðun ríkisins sem þingmaðurinn stýrir, yrði það enn betur undirbyggt með viðeigandi fjármunum. Þá er spurt hvort stofnanir þar geti staðið undir læknanámi. Rektor Háskólans á Akureyri og forseti læknadeildar H.Í. hafa svarað nú þegar að svo sé ekki. Sjúkrahúsið á Akureyri er mikilvægt, en þjónar einungis um 13-14% þjóðarinnar eða um 45.000 manns og stendur það engan veginn undir slíku námi. Þingmaðurinn hefði getað fengið upplýsingar um þetta hjá læknadeild H.Í. og hjá öllum kennurum þar. Loks er spurt hvort ekki sé „rétt að fjölga læknanemum á ári hverju um helming, úr 48 í 96“ (sem er reyndar tvöföldun). Með árlegri fjölgun um helming yrðu læknanemar um 1.000 eftir aðeins sex ár. Væri þar vel að verki staðið, en sennilega þarf þá 8 milljóna þjóð til þess að standa undir menntuninni. Leiðin er ekki vænleg til að „bæta stöðu heilbrigðismála hér á landi“ eins og segir í fyrirspurninni.Vandinn Vandi læknamönnunar í landinu felst ekki í fjölda þeirra sem læra læknisfræði, heldur í nauðsyn á langdvöl lækna erlendis vegna sérnáms að loknu almennu læknaprófi og í kjörum og aðstæðum sem ekki eru hvati til að snúa á ný til heimalandsins úr sérnáminu. Allir vita að bæta þarf kjör, vinnuaðstæður og tækjabúnað víða í heilbrigðisgeiranum, en einkum er það brýnt á Landspítalanum. Flestir gera sér grein fyrir að þetta mun ekki takast til frambúðar ef ekki verður byggt nýtt háskólasjúkrahús. Hins vegar er nú meginatriði að bæta verulega möguleika á sérnámi lækna á Landspítalanum, sem er það sjúkrahús hér á landi sem er eitt nægilega stórt til að geta staðið að slíku samkvæmt evrópskum stöðlum. Þannig mundu læknar síður flytjast úr landi, nema þá í skemmri tíma sem varið væri erlendis til að bæta við það sem læra má hérlendis. Í nokkrum helstu sérgreinum læknisfræðinnar er unnt að nánast fullmennta sérfræðilækna hér á landi. Fram til þessa hefur það einungis gerst svo nokkru nemi í heimilislækningum og geðlækningum. Því má breyta, en bætt mönnun á Landspítalanum er forsenda þess. Þar þarf að byrja. Nýjar byggingar og nútímalegri aðstæður fylgja svo í kjölfarið og ljóst að það gerist í áföngum. Kannski er hagræðingarleið fólgin í því að spara vinnu fólks á Alþingi, í ráðuneytum og ríkisstofnunum með því að leita haldgóðra upplýsinga með öðrum hætti en fyrirspurnum á Alþingi.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar