Lífið

Byrjaður að drekka aftur

Leikarinn David Arquette er byrjaður að drekka aftur en hann fór í meðferð í janúar árið 2011, stuttu eftir að hann skildi við leikkonuna Courteney Cox.

Þetta játar hann í viðtali við útvarpsmanninn Howard Stern.

Ölvaður með kærustunni.
“Ég er byrjaður að drekka aftur. Ég er drykkjumaður. Ég drekk mikið. Já, ég reyki líka smá gras,” segir David og bætir við að hann eigi það til að missa stjórn á sér undir áhrifum vímuefna. David segir einnig að hann hafi efast um að játa þetta fyrir Howard í útvarpinu þar sem hann óttast að fólk muni vera neikvætt í hans garð.

Howard hefur áhyggjur af David.
“Hvað sem ég geri mun ég komast í gegnum þessa vegferð og ná tökum á lífi mínu. Ég er ábyrgðarfull manneskja. Ég er með dóttur mína þrjá daga vikunnar. Ég er mjög ábyrgðarfullur. Ég er að lifa lífinu og ég reyni að særa ekki fólk,” bætir David við. Dótturina Coco á hann með Courteney en David er búinn að vera að deita blaðakonuna Christina McLarty síðan árið 2011.

Feðginin í göngutúr.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.