Innlent

Fegurðardrottning í loftfimleikum

Hödd Vilhjálmsdóttir skrifar
Ungfrú Ísland 2013 er ákveðinn og óskipulagður fjármála-verkfræðinemi, sem stundar loftfimleika og brimbretti í frístundum.

Tanja Ýr Ástþórsdóttir var í gærkvöldi kosin Ungfrú Ísland. Þessi 21 árs kona er á fyrsta ári í fjármálaverkfræði við Háskólann í Reykjavík og er að sögn foreldra hennar er hún óskipulögð en yndisleg. Tanja segir keppni sem þessa vera gott veganesti fyrir framtíðina og að hún hafi lært ansi margt.

Á næsta ári stefnir svo Tanja á að keppa í Miss World þannig að hún mun hafa nóg að gera á næstunni. Hún stefnir á að klára námið sitt og starfa svo við eitthvað því tengt í framtíðinni. Áhugamálin hennar eru líka mörg og alls ekki hversdagsleg. “Ég æfi lokftfimleika hjá Sirkusi Íslands og hef mjög mikinn áhuga á því. Einnig hef ég áhuga á jaðarsporti og stunda brimbretti líka,“ segir hún.

Þessi fallegasta kona landsins er á lausu og þótt hún sé ekki í skipulagðri leit að karlmanni sér hún fyrir sér að hún muni eiga einn slíkan í framtíðinni. Til að eiga séns í Ungfrú Ísland þarftu númer eitt, tvö og þrjú að vera góður maður.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×