Annars flokks, óæskileg og óþægileg börn Freyja Haraldsdóttir skrifar 20. nóvember 2013 09:30 Það eru börn í okkar samfélagi sem þurfa að verja allt að tveimur vikum í burtu frá fjölskyldum sínum í mánuði á skammtímadvölum. Börn sem þurfa líka að bíða eftir og inn í leigubílum allt að tíu klukkustundir í viku í öllum útifötunum þar sem þau keyra um með ókunnugum bílstjórum og ókunnugu fólki. Þessi börn eru oft dæmd úr leik fljótt og mikil áhersla er á að gera við þau, oft svo mikil að þegar skólinn og öll þjálfunin er búin eru þau of uppgefin til þess að leika sér eins og önnur börn. Þau eru líka stundum aðgreind frá ,,annars konar börnum” og upplifa sig því ekki tilheyra samfélaginu sínu. Þau eru í meiri hættu á að verða fyrir hvers kyns ofbeldi en almennt tíðkast og að upplifa vanrækslu. Þau fá oft verulega takmarkað tækifæri til frelsis og sjálfstæðis, nema í gegnum foreldra sína, sem oft leggja gríðarlega mikið á sig, miklu meira en þeim ber skylda til, svo þau geti tekið þátt í samfélaginu. Þau geta síður notið menningar, tómstundastarfs og íþrótta því hindranirnar í umhverfinu eru of miklar. Foreldrum þessara barna er ítrekað bent á hve kostnaðarsöm þau eru og talin trú um að þau séu ekki best til þess fallin að taka ákvarðanir um líf og velferð barna sinna. Þessi börn eru fötluð börn. Börn sem njóta ekki sömu mannréttindaverndar og ófötluð börn. Í dag er dagur Barnasáttmálans, sem Ísland hefur nýlega lögfest, og því er tilvalið að draga fram nokkur þeirra ákvæða sem varða sérstaklega þennan hóp barna og eru ekki virt. Í 2. grein Barnasáttmálans kemur fram að öll börn skuli njóta réttindanna sem hann kveður á um án mismununar, t.d. á grundvelli fötlunar. Aðskilnaður frá foreldrum er tilgreindur í 9. grein en þar kemur fram að aldrei skuli aðskilja barn frá foreldrum sínum nema að samvera með þeim ógni velferð barnsins. Í 18. grein er kveðið á um að foreldrar beri sameiginlega ábyrgð á uppeldi barna sinna og að stjórnvöld skuli veita foreldrum viðeigandi aðstoð við að rækja uppeldisskyldur sínar. Vernd gegn hvers kyns ofbeldi og vanrækslu gagnvart börnum er tryggð í 19. grein og að aðildarríki beri að veita börnum sem orðið hafa fyrir slíku viðeigandi stuðning. Í 23. grein er fjallað sérstaklega um fötluð börn, einmitt þar sem þau eru þolendur mismununar á grundvelli aldurs og fötlunar, en þar kemur fram að þau eiga að búa við aðstæður sem tryggja þeim virðingu, stuðli að sjálfstæði þeirra og virkri þátttöku í samfélaginu. Jafnframt að þau skuli hafa aðgang að sérstakri aðstoð og möguleika á menntun, heilbrigðisþjónustu, tómstundaiðju o.fl.. Börn eiga, samkvæmt 31. grein, rétt á hvíld, leikjum, skemmtun og að njóta menningarlífs og lista sem hæfa aldri þeirra. Það er lykilatriði að með lögfestingu Barnasáttmálans verði unnið markvisst að því að bæta réttarstöðu fatlaðra barna með þeim hætti að þau geti, með viðeigandi aðstoð, tjáskiptaleiðum, stoðtækjum og aðgengi, notið fjölskyldulífs, tekið þátt í samfélaginu og haft áhrif á það á öllum sviðum. Einnig að þau fái tækifæri til þess að lifa með reisn og að virðing sé borin fyrir lífi þeirra nákvæmlega eins og það er. Jafnframt að þau upplifi ekki stöðugar kröfur um að eiga að vera öðruvísi eða betri en þau eru og að þau hafi rými til þess að leika sér, slaka á og vera til. Því þau eru ekki óæskilegar og óþægilegar annars flokks verur og baggi á samfélaginu heldur fyrst og fremst borgarar sem hafa sama tilkall til mannréttinda og ófötluð börn. Alltaf. Alls staðar. Og ekki bara það heldur eru þau mikilvæg, dýrmæt og gjörsamlega ómissandi eins og öll önnur börn á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Það eru börn í okkar samfélagi sem þurfa að verja allt að tveimur vikum í burtu frá fjölskyldum sínum í mánuði á skammtímadvölum. Börn sem þurfa líka að bíða eftir og inn í leigubílum allt að tíu klukkustundir í viku í öllum útifötunum þar sem þau keyra um með ókunnugum bílstjórum og ókunnugu fólki. Þessi börn eru oft dæmd úr leik fljótt og mikil áhersla er á að gera við þau, oft svo mikil að þegar skólinn og öll þjálfunin er búin eru þau of uppgefin til þess að leika sér eins og önnur börn. Þau eru líka stundum aðgreind frá ,,annars konar börnum” og upplifa sig því ekki tilheyra samfélaginu sínu. Þau eru í meiri hættu á að verða fyrir hvers kyns ofbeldi en almennt tíðkast og að upplifa vanrækslu. Þau fá oft verulega takmarkað tækifæri til frelsis og sjálfstæðis, nema í gegnum foreldra sína, sem oft leggja gríðarlega mikið á sig, miklu meira en þeim ber skylda til, svo þau geti tekið þátt í samfélaginu. Þau geta síður notið menningar, tómstundastarfs og íþrótta því hindranirnar í umhverfinu eru of miklar. Foreldrum þessara barna er ítrekað bent á hve kostnaðarsöm þau eru og talin trú um að þau séu ekki best til þess fallin að taka ákvarðanir um líf og velferð barna sinna. Þessi börn eru fötluð börn. Börn sem njóta ekki sömu mannréttindaverndar og ófötluð börn. Í dag er dagur Barnasáttmálans, sem Ísland hefur nýlega lögfest, og því er tilvalið að draga fram nokkur þeirra ákvæða sem varða sérstaklega þennan hóp barna og eru ekki virt. Í 2. grein Barnasáttmálans kemur fram að öll börn skuli njóta réttindanna sem hann kveður á um án mismununar, t.d. á grundvelli fötlunar. Aðskilnaður frá foreldrum er tilgreindur í 9. grein en þar kemur fram að aldrei skuli aðskilja barn frá foreldrum sínum nema að samvera með þeim ógni velferð barnsins. Í 18. grein er kveðið á um að foreldrar beri sameiginlega ábyrgð á uppeldi barna sinna og að stjórnvöld skuli veita foreldrum viðeigandi aðstoð við að rækja uppeldisskyldur sínar. Vernd gegn hvers kyns ofbeldi og vanrækslu gagnvart börnum er tryggð í 19. grein og að aðildarríki beri að veita börnum sem orðið hafa fyrir slíku viðeigandi stuðning. Í 23. grein er fjallað sérstaklega um fötluð börn, einmitt þar sem þau eru þolendur mismununar á grundvelli aldurs og fötlunar, en þar kemur fram að þau eiga að búa við aðstæður sem tryggja þeim virðingu, stuðli að sjálfstæði þeirra og virkri þátttöku í samfélaginu. Jafnframt að þau skuli hafa aðgang að sérstakri aðstoð og möguleika á menntun, heilbrigðisþjónustu, tómstundaiðju o.fl.. Börn eiga, samkvæmt 31. grein, rétt á hvíld, leikjum, skemmtun og að njóta menningarlífs og lista sem hæfa aldri þeirra. Það er lykilatriði að með lögfestingu Barnasáttmálans verði unnið markvisst að því að bæta réttarstöðu fatlaðra barna með þeim hætti að þau geti, með viðeigandi aðstoð, tjáskiptaleiðum, stoðtækjum og aðgengi, notið fjölskyldulífs, tekið þátt í samfélaginu og haft áhrif á það á öllum sviðum. Einnig að þau fái tækifæri til þess að lifa með reisn og að virðing sé borin fyrir lífi þeirra nákvæmlega eins og það er. Jafnframt að þau upplifi ekki stöðugar kröfur um að eiga að vera öðruvísi eða betri en þau eru og að þau hafi rými til þess að leika sér, slaka á og vera til. Því þau eru ekki óæskilegar og óþægilegar annars flokks verur og baggi á samfélaginu heldur fyrst og fremst borgarar sem hafa sama tilkall til mannréttinda og ófötluð börn. Alltaf. Alls staðar. Og ekki bara það heldur eru þau mikilvæg, dýrmæt og gjörsamlega ómissandi eins og öll önnur börn á Íslandi.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar