Annars flokks, óæskileg og óþægileg börn Freyja Haraldsdóttir skrifar 20. nóvember 2013 09:30 Það eru börn í okkar samfélagi sem þurfa að verja allt að tveimur vikum í burtu frá fjölskyldum sínum í mánuði á skammtímadvölum. Börn sem þurfa líka að bíða eftir og inn í leigubílum allt að tíu klukkustundir í viku í öllum útifötunum þar sem þau keyra um með ókunnugum bílstjórum og ókunnugu fólki. Þessi börn eru oft dæmd úr leik fljótt og mikil áhersla er á að gera við þau, oft svo mikil að þegar skólinn og öll þjálfunin er búin eru þau of uppgefin til þess að leika sér eins og önnur börn. Þau eru líka stundum aðgreind frá ,,annars konar börnum” og upplifa sig því ekki tilheyra samfélaginu sínu. Þau eru í meiri hættu á að verða fyrir hvers kyns ofbeldi en almennt tíðkast og að upplifa vanrækslu. Þau fá oft verulega takmarkað tækifæri til frelsis og sjálfstæðis, nema í gegnum foreldra sína, sem oft leggja gríðarlega mikið á sig, miklu meira en þeim ber skylda til, svo þau geti tekið þátt í samfélaginu. Þau geta síður notið menningar, tómstundastarfs og íþrótta því hindranirnar í umhverfinu eru of miklar. Foreldrum þessara barna er ítrekað bent á hve kostnaðarsöm þau eru og talin trú um að þau séu ekki best til þess fallin að taka ákvarðanir um líf og velferð barna sinna. Þessi börn eru fötluð börn. Börn sem njóta ekki sömu mannréttindaverndar og ófötluð börn. Í dag er dagur Barnasáttmálans, sem Ísland hefur nýlega lögfest, og því er tilvalið að draga fram nokkur þeirra ákvæða sem varða sérstaklega þennan hóp barna og eru ekki virt. Í 2. grein Barnasáttmálans kemur fram að öll börn skuli njóta réttindanna sem hann kveður á um án mismununar, t.d. á grundvelli fötlunar. Aðskilnaður frá foreldrum er tilgreindur í 9. grein en þar kemur fram að aldrei skuli aðskilja barn frá foreldrum sínum nema að samvera með þeim ógni velferð barnsins. Í 18. grein er kveðið á um að foreldrar beri sameiginlega ábyrgð á uppeldi barna sinna og að stjórnvöld skuli veita foreldrum viðeigandi aðstoð við að rækja uppeldisskyldur sínar. Vernd gegn hvers kyns ofbeldi og vanrækslu gagnvart börnum er tryggð í 19. grein og að aðildarríki beri að veita börnum sem orðið hafa fyrir slíku viðeigandi stuðning. Í 23. grein er fjallað sérstaklega um fötluð börn, einmitt þar sem þau eru þolendur mismununar á grundvelli aldurs og fötlunar, en þar kemur fram að þau eiga að búa við aðstæður sem tryggja þeim virðingu, stuðli að sjálfstæði þeirra og virkri þátttöku í samfélaginu. Jafnframt að þau skuli hafa aðgang að sérstakri aðstoð og möguleika á menntun, heilbrigðisþjónustu, tómstundaiðju o.fl.. Börn eiga, samkvæmt 31. grein, rétt á hvíld, leikjum, skemmtun og að njóta menningarlífs og lista sem hæfa aldri þeirra. Það er lykilatriði að með lögfestingu Barnasáttmálans verði unnið markvisst að því að bæta réttarstöðu fatlaðra barna með þeim hætti að þau geti, með viðeigandi aðstoð, tjáskiptaleiðum, stoðtækjum og aðgengi, notið fjölskyldulífs, tekið þátt í samfélaginu og haft áhrif á það á öllum sviðum. Einnig að þau fái tækifæri til þess að lifa með reisn og að virðing sé borin fyrir lífi þeirra nákvæmlega eins og það er. Jafnframt að þau upplifi ekki stöðugar kröfur um að eiga að vera öðruvísi eða betri en þau eru og að þau hafi rými til þess að leika sér, slaka á og vera til. Því þau eru ekki óæskilegar og óþægilegar annars flokks verur og baggi á samfélaginu heldur fyrst og fremst borgarar sem hafa sama tilkall til mannréttinda og ófötluð börn. Alltaf. Alls staðar. Og ekki bara það heldur eru þau mikilvæg, dýrmæt og gjörsamlega ómissandi eins og öll önnur börn á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Það eru börn í okkar samfélagi sem þurfa að verja allt að tveimur vikum í burtu frá fjölskyldum sínum í mánuði á skammtímadvölum. Börn sem þurfa líka að bíða eftir og inn í leigubílum allt að tíu klukkustundir í viku í öllum útifötunum þar sem þau keyra um með ókunnugum bílstjórum og ókunnugu fólki. Þessi börn eru oft dæmd úr leik fljótt og mikil áhersla er á að gera við þau, oft svo mikil að þegar skólinn og öll þjálfunin er búin eru þau of uppgefin til þess að leika sér eins og önnur börn. Þau eru líka stundum aðgreind frá ,,annars konar börnum” og upplifa sig því ekki tilheyra samfélaginu sínu. Þau eru í meiri hættu á að verða fyrir hvers kyns ofbeldi en almennt tíðkast og að upplifa vanrækslu. Þau fá oft verulega takmarkað tækifæri til frelsis og sjálfstæðis, nema í gegnum foreldra sína, sem oft leggja gríðarlega mikið á sig, miklu meira en þeim ber skylda til, svo þau geti tekið þátt í samfélaginu. Þau geta síður notið menningar, tómstundastarfs og íþrótta því hindranirnar í umhverfinu eru of miklar. Foreldrum þessara barna er ítrekað bent á hve kostnaðarsöm þau eru og talin trú um að þau séu ekki best til þess fallin að taka ákvarðanir um líf og velferð barna sinna. Þessi börn eru fötluð börn. Börn sem njóta ekki sömu mannréttindaverndar og ófötluð börn. Í dag er dagur Barnasáttmálans, sem Ísland hefur nýlega lögfest, og því er tilvalið að draga fram nokkur þeirra ákvæða sem varða sérstaklega þennan hóp barna og eru ekki virt. Í 2. grein Barnasáttmálans kemur fram að öll börn skuli njóta réttindanna sem hann kveður á um án mismununar, t.d. á grundvelli fötlunar. Aðskilnaður frá foreldrum er tilgreindur í 9. grein en þar kemur fram að aldrei skuli aðskilja barn frá foreldrum sínum nema að samvera með þeim ógni velferð barnsins. Í 18. grein er kveðið á um að foreldrar beri sameiginlega ábyrgð á uppeldi barna sinna og að stjórnvöld skuli veita foreldrum viðeigandi aðstoð við að rækja uppeldisskyldur sínar. Vernd gegn hvers kyns ofbeldi og vanrækslu gagnvart börnum er tryggð í 19. grein og að aðildarríki beri að veita börnum sem orðið hafa fyrir slíku viðeigandi stuðning. Í 23. grein er fjallað sérstaklega um fötluð börn, einmitt þar sem þau eru þolendur mismununar á grundvelli aldurs og fötlunar, en þar kemur fram að þau eiga að búa við aðstæður sem tryggja þeim virðingu, stuðli að sjálfstæði þeirra og virkri þátttöku í samfélaginu. Jafnframt að þau skuli hafa aðgang að sérstakri aðstoð og möguleika á menntun, heilbrigðisþjónustu, tómstundaiðju o.fl.. Börn eiga, samkvæmt 31. grein, rétt á hvíld, leikjum, skemmtun og að njóta menningarlífs og lista sem hæfa aldri þeirra. Það er lykilatriði að með lögfestingu Barnasáttmálans verði unnið markvisst að því að bæta réttarstöðu fatlaðra barna með þeim hætti að þau geti, með viðeigandi aðstoð, tjáskiptaleiðum, stoðtækjum og aðgengi, notið fjölskyldulífs, tekið þátt í samfélaginu og haft áhrif á það á öllum sviðum. Einnig að þau fái tækifæri til þess að lifa með reisn og að virðing sé borin fyrir lífi þeirra nákvæmlega eins og það er. Jafnframt að þau upplifi ekki stöðugar kröfur um að eiga að vera öðruvísi eða betri en þau eru og að þau hafi rými til þess að leika sér, slaka á og vera til. Því þau eru ekki óæskilegar og óþægilegar annars flokks verur og baggi á samfélaginu heldur fyrst og fremst borgarar sem hafa sama tilkall til mannréttinda og ófötluð börn. Alltaf. Alls staðar. Og ekki bara það heldur eru þau mikilvæg, dýrmæt og gjörsamlega ómissandi eins og öll önnur börn á Íslandi.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun