Mannasiðir á vinnumarkaði Stefán Einar Stefánsson skrifar 14. febrúar 2013 06:00 Í ágúst síðastliðnum hóf VR að nýju að þjónusta atvinnulausa félagsmenn sína. Felst sú þjónusta í vinnumiðlun, náms- og starfsráðgjöf og síðast en ekki síst í handleiðslu atvinnuleitenda í gegnum refilstigu bótakerfisins með fræðslu um réttindi og skyldur þeirra innan þess. Markmið þessarar þjónustu er fyrst og fremst að efla hvern og einn einstakling þannig að hann eigi meiri möguleika til virkrar þátttöku á vinnumarkaði. Þjónustan hefur mælst vel fyrir en verkefnið er sannarlega mikið að vöxtum. Merkilegt hefur verið fyrir VR að fá meiri innsýn í stöðu þeirra félagsmanna sinna sem orðið hafa fyrir atvinnumissi. Ljóst er að margir hafa átt um sárt að binda í þeim efnum á síðustu árum og ekki ofsögum sagt að reynt hafi mjög á þolrifin hjá mörgum í því tilliti. Ástæða er til að taka ofan fyrir þeim sem ekki missa móðinn þrátt fyrir atvinnumissi og oft og tíðum árangurslausa atvinnuleit um lengri eða skemmri tíma.Umsóknum ekki svarað Síðustu misserin hafa fá störf verið í boði. Mikið atvinnuleysi samfara þeirri staðreynd veldur því að fjöldinn allur af umsóknum berst um hvert það starf sem auglýst er. Í því ástandi ber alltof mikið á því að umsóknum sé svarað seint og illa – sé þeim yfir höfuð svarað. Eðlilega geta nokkrar vikur farið í yfirferð og meðhöndlun umsókna og þá getur lokaferill ráðningar einnig tekið drjúgan tíma. Hins vegar er með öllu óþolandi ef umsækjendur fá ekki svar við umsókn sinni, óháð því hvort svarið hafi jákvæð formerki eða neikvæð. Svörunarleysið getur valdið atvinnuleitendum miklu hugarangri og við hjá VR tökum heilshugar undir það með mörgum okkar félagsmanna að það feli hreinlega í sér lítilsvirðingu gagnvart þeim einstaklingum sem í hlut eiga. Reynsla þeirra sérfræðinga sem starfa hjá VR að málefnum atvinnuleitenda bendir til að þessi framkoma sé algengari hér en í nágrannalöndunum og því má jafnvel segja að svörunarleysið sé þjóðlegur ósiður. Þessi plagsiður atvinnurekenda er hins vegar mikill óþarfi og þeir sem eru í leit að nýju starfsfólki þurfa litla sem enga vinnu að leggja á sig til þess að kippa þessum málum í liðinn. Þessi litla ábending felur ekki í sér gagnrýni á alla atvinnurekendur, því fer fjarri, og margir vinna faglega úr þeim umsóknum sem þeim berast. Þeir taki þessa ábendingu hins vegar til sín sem ástæðu hafa til. Það kostar ekkert að fylgja sjálfsögðum mannasiðum – ekki einu sinni á vinnumarkaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í ágúst síðastliðnum hóf VR að nýju að þjónusta atvinnulausa félagsmenn sína. Felst sú þjónusta í vinnumiðlun, náms- og starfsráðgjöf og síðast en ekki síst í handleiðslu atvinnuleitenda í gegnum refilstigu bótakerfisins með fræðslu um réttindi og skyldur þeirra innan þess. Markmið þessarar þjónustu er fyrst og fremst að efla hvern og einn einstakling þannig að hann eigi meiri möguleika til virkrar þátttöku á vinnumarkaði. Þjónustan hefur mælst vel fyrir en verkefnið er sannarlega mikið að vöxtum. Merkilegt hefur verið fyrir VR að fá meiri innsýn í stöðu þeirra félagsmanna sinna sem orðið hafa fyrir atvinnumissi. Ljóst er að margir hafa átt um sárt að binda í þeim efnum á síðustu árum og ekki ofsögum sagt að reynt hafi mjög á þolrifin hjá mörgum í því tilliti. Ástæða er til að taka ofan fyrir þeim sem ekki missa móðinn þrátt fyrir atvinnumissi og oft og tíðum árangurslausa atvinnuleit um lengri eða skemmri tíma.Umsóknum ekki svarað Síðustu misserin hafa fá störf verið í boði. Mikið atvinnuleysi samfara þeirri staðreynd veldur því að fjöldinn allur af umsóknum berst um hvert það starf sem auglýst er. Í því ástandi ber alltof mikið á því að umsóknum sé svarað seint og illa – sé þeim yfir höfuð svarað. Eðlilega geta nokkrar vikur farið í yfirferð og meðhöndlun umsókna og þá getur lokaferill ráðningar einnig tekið drjúgan tíma. Hins vegar er með öllu óþolandi ef umsækjendur fá ekki svar við umsókn sinni, óháð því hvort svarið hafi jákvæð formerki eða neikvæð. Svörunarleysið getur valdið atvinnuleitendum miklu hugarangri og við hjá VR tökum heilshugar undir það með mörgum okkar félagsmanna að það feli hreinlega í sér lítilsvirðingu gagnvart þeim einstaklingum sem í hlut eiga. Reynsla þeirra sérfræðinga sem starfa hjá VR að málefnum atvinnuleitenda bendir til að þessi framkoma sé algengari hér en í nágrannalöndunum og því má jafnvel segja að svörunarleysið sé þjóðlegur ósiður. Þessi plagsiður atvinnurekenda er hins vegar mikill óþarfi og þeir sem eru í leit að nýju starfsfólki þurfa litla sem enga vinnu að leggja á sig til þess að kippa þessum málum í liðinn. Þessi litla ábending felur ekki í sér gagnrýni á alla atvinnurekendur, því fer fjarri, og margir vinna faglega úr þeim umsóknum sem þeim berast. Þeir taki þessa ábendingu hins vegar til sín sem ástæðu hafa til. Það kostar ekkert að fylgja sjálfsögðum mannasiðum – ekki einu sinni á vinnumarkaði.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun