„Það skiptir ekki máli þó sigurmarkið hafi ekki verið mitt fallegasta. Ég náði ekki að nota kraftinn en mark er mark . Tvö stig og sigur það skiptir öllu," sagði Alexander Petersson sem skoraði sigurmark Íslands gegn Slóveníu í kvöld.
„Það er gaman að koma heim og spila og sérstaklega gaman að vinna eins og gerist mjög oft. Það var frábær stemning og nú geta ungir leikmenn fengið tækifærið í sumar þar sem við erum búnir að tryggja okkur áfram.
„Ég er ekki góður í öxlinni en hér er stemningin. Maður gleymir maður verkjunum að leika fyrir framan höllina svona fulla," sagði Alexander að lokum.
Alexander: Gleymi verkjunum fyrir framan fulla höll
Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar

Mest lesið







Beckham varar Manchester United við
Enski boltinn

Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn
Íslenski boltinn

Tryllt eftirspurn eftir miðum
Körfubolti
