Ebba gerir eftirrétt með granóla og grískri jógúrt 22. júlí 2013 15:15 Í meðfylgjandi myndbandi má sjá Ebbu Guðný Guðmundsdóttur matgæðing útbúa fljótlegan og góðan eftirrétt með granóla og grískri jógúrt með Steviu sætu í stað sykurs. Ebba er snillingur á sínu sviði og bregst henni ekki bogalistin frekar enn fyrri daginn. Granóla og grískt jógúrt desert Lífrænt granóla eða heimatilbúið 150 ml af grískri jógúrt 6 dropar af vanillu Via- Health Stevía Jarðaber Rifið súkkulaði Fljótlegur og góður eftirréttur, setjið heimatilbúið eða lífrænt granóla í fallega skál. Hrærið grísku jógúrti og stevíu saman og setjið yfir. Skreytið með berjum og rifnu súkkulaði. Uppskrift af heimatilbúnu Granóla Þurrefni: 8dl Tröllahafrar 4 dl kokosflögur 3 dl möndlur (heilar með hyði, saxaðar) Blautu efnin: 4 dl döðlur 2 dl vatn (döðlur og vatn sett saman í pott með loki og suðunni hleypt upp. Slökkt undir og leyft að standa i smá stund) 1 dl lífrænt kakóduft 10 - 15 dropar af Vanilla Via-Health stevíu 4 msk kókosolia 2 tsk lífrænt vanilluduft 1 tsk kanill Smá cayennepipar Nokkur saltkorn (helst himalayasaltið) Öllu þurrefnunum blandað saman í matvinnsluvél og maukað saman - Sett svo til hliðar. Öllu blauefnunum blandað saman i matvinnsluvél og maukað saman farið í silikonhanska, hellið soffunni yfir þurrefninu og klípið, hrærið, blandið vel saman. Skipt á tvær ofnskúffur og bakið við 150 -180° í ca 10-15 min. Mikilvægt að hræra reglulega og losa um stóra klessukubba annars harðna þeir í stórum bitum. Slökkva svo á ofninum og gera smá rifu... leyfa muslíninu að standa inn þangað til ofninn er orðinn kaldur.Þá verður það stökkt og fínt. Geri þetta oftast á kvöldin og leyfi að standa ofninum (með smá rifu) alla nóttina. Þá biður min stökkt og fínt musli um morguninn. Þetta muslí er líka dásamlegt með hreinni AB mjólk í morgunmat.Hér má sjá Ebbu gera gómsætan jarðaberjaís án sykurs.Hér má sjá Ebbu elda dásamlegar múffukökur.Hér má sjá Ebbu gera gómsætan berjahafragraut.Hér má sjá Ebbu gera dásamlegan súkkulaðisjeik Eftirréttir Uppskriftir Mest lesið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Sjá meira
Í meðfylgjandi myndbandi má sjá Ebbu Guðný Guðmundsdóttur matgæðing útbúa fljótlegan og góðan eftirrétt með granóla og grískri jógúrt með Steviu sætu í stað sykurs. Ebba er snillingur á sínu sviði og bregst henni ekki bogalistin frekar enn fyrri daginn. Granóla og grískt jógúrt desert Lífrænt granóla eða heimatilbúið 150 ml af grískri jógúrt 6 dropar af vanillu Via- Health Stevía Jarðaber Rifið súkkulaði Fljótlegur og góður eftirréttur, setjið heimatilbúið eða lífrænt granóla í fallega skál. Hrærið grísku jógúrti og stevíu saman og setjið yfir. Skreytið með berjum og rifnu súkkulaði. Uppskrift af heimatilbúnu Granóla Þurrefni: 8dl Tröllahafrar 4 dl kokosflögur 3 dl möndlur (heilar með hyði, saxaðar) Blautu efnin: 4 dl döðlur 2 dl vatn (döðlur og vatn sett saman í pott með loki og suðunni hleypt upp. Slökkt undir og leyft að standa i smá stund) 1 dl lífrænt kakóduft 10 - 15 dropar af Vanilla Via-Health stevíu 4 msk kókosolia 2 tsk lífrænt vanilluduft 1 tsk kanill Smá cayennepipar Nokkur saltkorn (helst himalayasaltið) Öllu þurrefnunum blandað saman í matvinnsluvél og maukað saman - Sett svo til hliðar. Öllu blauefnunum blandað saman i matvinnsluvél og maukað saman farið í silikonhanska, hellið soffunni yfir þurrefninu og klípið, hrærið, blandið vel saman. Skipt á tvær ofnskúffur og bakið við 150 -180° í ca 10-15 min. Mikilvægt að hræra reglulega og losa um stóra klessukubba annars harðna þeir í stórum bitum. Slökkva svo á ofninum og gera smá rifu... leyfa muslíninu að standa inn þangað til ofninn er orðinn kaldur.Þá verður það stökkt og fínt. Geri þetta oftast á kvöldin og leyfi að standa ofninum (með smá rifu) alla nóttina. Þá biður min stökkt og fínt musli um morguninn. Þetta muslí er líka dásamlegt með hreinni AB mjólk í morgunmat.Hér má sjá Ebbu gera gómsætan jarðaberjaís án sykurs.Hér má sjá Ebbu elda dásamlegar múffukökur.Hér má sjá Ebbu gera gómsætan berjahafragraut.Hér má sjá Ebbu gera dásamlegan súkkulaðisjeik
Eftirréttir Uppskriftir Mest lesið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Sjá meira