Lífið

Vildi vita hver pjakkurinn væri

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Jón Ragnar er mjög hrifinn af tónlist Steinars Baldurssonar.
Jón Ragnar er mjög hrifinn af tónlist Steinars Baldurssonar. Fréttablaðið/Stefán
„Þegar ég heyrði í honum vildi ég bara vita hvaða pjakkur væri að gera þetta stöff, mér finnst hann alveg frábær,“ segir tónlistarmaðurinn Jón Ragnar Jónsson um hinn unga söngvara Steinar Baldursson, en félagarnir halda tvenna tónleika saman í Austurbæ í kvöld.

Steinar hefur átt vinsælasta lag landsins undanfarnar vikur sem heitir Up. Jón er ánægður með að fá hann í lið með sér í kvöld.

„Ég er voðalega glaður að hann ætli að koma fram í kvöld. Hann er svakalega efnilegur söngvari,“ segir Jón. Mikil eftirspurn var eftir miðum á tónleikana og seldust þeir upp á fáeinum dögum. Því ákváðu félagarnir að bæta við aukatónleikum. Fyrri tónleikarnir fara fram klukkan 20 og þeir seinni 22.30. Jón ætlar að taka blöndu af eldri lögum og nýrri. „Ég verð minna í jólalögunum, en jólaandinn og kærleikurinn mun svífa þarna yfir öllu.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.