Af skornum skammti: Heilsugæsla Reynir Arngrímsson skrifar 19. desember 2013 07:00 Tilfærsla peninga á milli knýjandi verkefna er ekki öfundsvert hlutskipti. Því fylgir oft að vandanum er ekki bara skotið á frest, heldur fluttur hreppaflutningum. Þessi lenska hefur líka tíðkast innan heilbrigðiskerfisins. Verkefnin og þörfin gufa ekki endilega upp þó þjónustan sé ekki lengur til staðar eða seglin rifuð. Þegar dregið er saman í heilsugæslu, heimilislæknum fækkar eða heil héruð verða læknislaus er leitað annað. Þetta annað er yfirleitt Landspítali. Þess vegna þarf dýran og óhagkvæman flugvöll í túnfæti hans. Á Landspítala eru allar dyr opnar. Alltaf og fyrir alla. En nú bregður svo við að færri fást til að standa þar vaktina. Læknar skila sér ekki í lausar stöður og lausum stöðum fjölgar enn ef fram heldur sem horfir. Þannig bítur einn í annars skott. Læknaskortur á hvorum tveggja vígstöðvum og spírallinn spinnur niður. Þjónustu hrakar og álag á starfsfólk eykst. Heilsuvandi sem auðveldlega mætti leysa heima í héraði og hjá heimilislækni flyst á Landspítala. Í dýrari úrræði. Miklu dýrari. Raunkostnaður þjóðfélagsins eykst. Allir tapa. Mest þeir sem þurfa á þessari þjónustu að halda og veikastir eru. Þetta hafa meira að segja svokallaðir excel-sérfræðingar bent á í skýrslum sem liggja í skúffum á æðstu stöðum. Það er umhugsunarvert að enn skuli áformað að draga úr fjárveitingum til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hver verður afleiðing þess að draga saman fjárveitingar sem nemur rekstri einnar heilsugæslustöðvar? Á að loka á Seltjarnarnesi, í Garðabæ eða Mosfellsbæ eða jafnvel í Kópavogi? Verður það kannski í efra Breiðholti?Þingmenn standi með stefnumótun Ábyrgð alþingismanna lýkur ekki við debet- og kreditfærslu ríkisreiknings. Þeir verða að velja. Standa með stefnumótun sinni. Líka þeirri sem snýr að heilsugæslunni. Á höfuðborgarsvæðinu og úti á landi. Koma með ábyrga langtímastefnu. Spurt er, hvar á að hagræða? Verður það bara fyrirburamóttaka heilsugæslunnar sem víkur eða bætist þar í hóp þjónusta við börn með þroskavanda og hegðunarmisfellur? Dregið úr framlögum til framhaldsnáms lækna næstu kynslóða sem vilja mennta sig hér heima? Hvert leita foreldrar með fyrirburana sína? Hverjir kenna ungum læknum sem vilja mennta sig í heimilis- eða héraðslækningum? Er bara betra að það sé í Svíþjóð og þeir hverfi af íslenskum vinnumarkaði í 4 til 6 ár? Hvernig á heilsugæsla að þróast, breytast og bæta þjónustu á næstu árum? Frumheilsugæsla er viðkvæm þjónusta. Hún er hagkvæm. Vel skipulögð léttir hún á öðrum og dýrari úrræðum. Þetta er þjónusta sem er þjóðhagslega mikilvæg. Hún er öryggisnet fyrir íbúa og hluti af þjónustu sem hvert bæjarfélag ætti að standa vörð um. Líka kjörnir fulltrúar í bæjarstjórnun á höfuðborgarsvæðinu. Hver er afstaða þeirra? Að þetta sé ekki þeirra ársreikningur – ekki þeirra höfuðverkur? Íbúar geti leitað annað? Tilfærsla fjárveitinga frá heilsugæslu léttir ekki á heldur eykur vanda annars staðar í kerfinu. Bítur þá sem síst skyldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Tilfærsla peninga á milli knýjandi verkefna er ekki öfundsvert hlutskipti. Því fylgir oft að vandanum er ekki bara skotið á frest, heldur fluttur hreppaflutningum. Þessi lenska hefur líka tíðkast innan heilbrigðiskerfisins. Verkefnin og þörfin gufa ekki endilega upp þó þjónustan sé ekki lengur til staðar eða seglin rifuð. Þegar dregið er saman í heilsugæslu, heimilislæknum fækkar eða heil héruð verða læknislaus er leitað annað. Þetta annað er yfirleitt Landspítali. Þess vegna þarf dýran og óhagkvæman flugvöll í túnfæti hans. Á Landspítala eru allar dyr opnar. Alltaf og fyrir alla. En nú bregður svo við að færri fást til að standa þar vaktina. Læknar skila sér ekki í lausar stöður og lausum stöðum fjölgar enn ef fram heldur sem horfir. Þannig bítur einn í annars skott. Læknaskortur á hvorum tveggja vígstöðvum og spírallinn spinnur niður. Þjónustu hrakar og álag á starfsfólk eykst. Heilsuvandi sem auðveldlega mætti leysa heima í héraði og hjá heimilislækni flyst á Landspítala. Í dýrari úrræði. Miklu dýrari. Raunkostnaður þjóðfélagsins eykst. Allir tapa. Mest þeir sem þurfa á þessari þjónustu að halda og veikastir eru. Þetta hafa meira að segja svokallaðir excel-sérfræðingar bent á í skýrslum sem liggja í skúffum á æðstu stöðum. Það er umhugsunarvert að enn skuli áformað að draga úr fjárveitingum til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hver verður afleiðing þess að draga saman fjárveitingar sem nemur rekstri einnar heilsugæslustöðvar? Á að loka á Seltjarnarnesi, í Garðabæ eða Mosfellsbæ eða jafnvel í Kópavogi? Verður það kannski í efra Breiðholti?Þingmenn standi með stefnumótun Ábyrgð alþingismanna lýkur ekki við debet- og kreditfærslu ríkisreiknings. Þeir verða að velja. Standa með stefnumótun sinni. Líka þeirri sem snýr að heilsugæslunni. Á höfuðborgarsvæðinu og úti á landi. Koma með ábyrga langtímastefnu. Spurt er, hvar á að hagræða? Verður það bara fyrirburamóttaka heilsugæslunnar sem víkur eða bætist þar í hóp þjónusta við börn með þroskavanda og hegðunarmisfellur? Dregið úr framlögum til framhaldsnáms lækna næstu kynslóða sem vilja mennta sig hér heima? Hvert leita foreldrar með fyrirburana sína? Hverjir kenna ungum læknum sem vilja mennta sig í heimilis- eða héraðslækningum? Er bara betra að það sé í Svíþjóð og þeir hverfi af íslenskum vinnumarkaði í 4 til 6 ár? Hvernig á heilsugæsla að þróast, breytast og bæta þjónustu á næstu árum? Frumheilsugæsla er viðkvæm þjónusta. Hún er hagkvæm. Vel skipulögð léttir hún á öðrum og dýrari úrræðum. Þetta er þjónusta sem er þjóðhagslega mikilvæg. Hún er öryggisnet fyrir íbúa og hluti af þjónustu sem hvert bæjarfélag ætti að standa vörð um. Líka kjörnir fulltrúar í bæjarstjórnun á höfuðborgarsvæðinu. Hver er afstaða þeirra? Að þetta sé ekki þeirra ársreikningur – ekki þeirra höfuðverkur? Íbúar geti leitað annað? Tilfærsla fjárveitinga frá heilsugæslu léttir ekki á heldur eykur vanda annars staðar í kerfinu. Bítur þá sem síst skyldi.
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar