Af skornum skammti: Heilsugæsla Reynir Arngrímsson skrifar 19. desember 2013 07:00 Tilfærsla peninga á milli knýjandi verkefna er ekki öfundsvert hlutskipti. Því fylgir oft að vandanum er ekki bara skotið á frest, heldur fluttur hreppaflutningum. Þessi lenska hefur líka tíðkast innan heilbrigðiskerfisins. Verkefnin og þörfin gufa ekki endilega upp þó þjónustan sé ekki lengur til staðar eða seglin rifuð. Þegar dregið er saman í heilsugæslu, heimilislæknum fækkar eða heil héruð verða læknislaus er leitað annað. Þetta annað er yfirleitt Landspítali. Þess vegna þarf dýran og óhagkvæman flugvöll í túnfæti hans. Á Landspítala eru allar dyr opnar. Alltaf og fyrir alla. En nú bregður svo við að færri fást til að standa þar vaktina. Læknar skila sér ekki í lausar stöður og lausum stöðum fjölgar enn ef fram heldur sem horfir. Þannig bítur einn í annars skott. Læknaskortur á hvorum tveggja vígstöðvum og spírallinn spinnur niður. Þjónustu hrakar og álag á starfsfólk eykst. Heilsuvandi sem auðveldlega mætti leysa heima í héraði og hjá heimilislækni flyst á Landspítala. Í dýrari úrræði. Miklu dýrari. Raunkostnaður þjóðfélagsins eykst. Allir tapa. Mest þeir sem þurfa á þessari þjónustu að halda og veikastir eru. Þetta hafa meira að segja svokallaðir excel-sérfræðingar bent á í skýrslum sem liggja í skúffum á æðstu stöðum. Það er umhugsunarvert að enn skuli áformað að draga úr fjárveitingum til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hver verður afleiðing þess að draga saman fjárveitingar sem nemur rekstri einnar heilsugæslustöðvar? Á að loka á Seltjarnarnesi, í Garðabæ eða Mosfellsbæ eða jafnvel í Kópavogi? Verður það kannski í efra Breiðholti?Þingmenn standi með stefnumótun Ábyrgð alþingismanna lýkur ekki við debet- og kreditfærslu ríkisreiknings. Þeir verða að velja. Standa með stefnumótun sinni. Líka þeirri sem snýr að heilsugæslunni. Á höfuðborgarsvæðinu og úti á landi. Koma með ábyrga langtímastefnu. Spurt er, hvar á að hagræða? Verður það bara fyrirburamóttaka heilsugæslunnar sem víkur eða bætist þar í hóp þjónusta við börn með þroskavanda og hegðunarmisfellur? Dregið úr framlögum til framhaldsnáms lækna næstu kynslóða sem vilja mennta sig hér heima? Hvert leita foreldrar með fyrirburana sína? Hverjir kenna ungum læknum sem vilja mennta sig í heimilis- eða héraðslækningum? Er bara betra að það sé í Svíþjóð og þeir hverfi af íslenskum vinnumarkaði í 4 til 6 ár? Hvernig á heilsugæsla að þróast, breytast og bæta þjónustu á næstu árum? Frumheilsugæsla er viðkvæm þjónusta. Hún er hagkvæm. Vel skipulögð léttir hún á öðrum og dýrari úrræðum. Þetta er þjónusta sem er þjóðhagslega mikilvæg. Hún er öryggisnet fyrir íbúa og hluti af þjónustu sem hvert bæjarfélag ætti að standa vörð um. Líka kjörnir fulltrúar í bæjarstjórnun á höfuðborgarsvæðinu. Hver er afstaða þeirra? Að þetta sé ekki þeirra ársreikningur – ekki þeirra höfuðverkur? Íbúar geti leitað annað? Tilfærsla fjárveitinga frá heilsugæslu léttir ekki á heldur eykur vanda annars staðar í kerfinu. Bítur þá sem síst skyldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Tilfærsla peninga á milli knýjandi verkefna er ekki öfundsvert hlutskipti. Því fylgir oft að vandanum er ekki bara skotið á frest, heldur fluttur hreppaflutningum. Þessi lenska hefur líka tíðkast innan heilbrigðiskerfisins. Verkefnin og þörfin gufa ekki endilega upp þó þjónustan sé ekki lengur til staðar eða seglin rifuð. Þegar dregið er saman í heilsugæslu, heimilislæknum fækkar eða heil héruð verða læknislaus er leitað annað. Þetta annað er yfirleitt Landspítali. Þess vegna þarf dýran og óhagkvæman flugvöll í túnfæti hans. Á Landspítala eru allar dyr opnar. Alltaf og fyrir alla. En nú bregður svo við að færri fást til að standa þar vaktina. Læknar skila sér ekki í lausar stöður og lausum stöðum fjölgar enn ef fram heldur sem horfir. Þannig bítur einn í annars skott. Læknaskortur á hvorum tveggja vígstöðvum og spírallinn spinnur niður. Þjónustu hrakar og álag á starfsfólk eykst. Heilsuvandi sem auðveldlega mætti leysa heima í héraði og hjá heimilislækni flyst á Landspítala. Í dýrari úrræði. Miklu dýrari. Raunkostnaður þjóðfélagsins eykst. Allir tapa. Mest þeir sem þurfa á þessari þjónustu að halda og veikastir eru. Þetta hafa meira að segja svokallaðir excel-sérfræðingar bent á í skýrslum sem liggja í skúffum á æðstu stöðum. Það er umhugsunarvert að enn skuli áformað að draga úr fjárveitingum til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hver verður afleiðing þess að draga saman fjárveitingar sem nemur rekstri einnar heilsugæslustöðvar? Á að loka á Seltjarnarnesi, í Garðabæ eða Mosfellsbæ eða jafnvel í Kópavogi? Verður það kannski í efra Breiðholti?Þingmenn standi með stefnumótun Ábyrgð alþingismanna lýkur ekki við debet- og kreditfærslu ríkisreiknings. Þeir verða að velja. Standa með stefnumótun sinni. Líka þeirri sem snýr að heilsugæslunni. Á höfuðborgarsvæðinu og úti á landi. Koma með ábyrga langtímastefnu. Spurt er, hvar á að hagræða? Verður það bara fyrirburamóttaka heilsugæslunnar sem víkur eða bætist þar í hóp þjónusta við börn með þroskavanda og hegðunarmisfellur? Dregið úr framlögum til framhaldsnáms lækna næstu kynslóða sem vilja mennta sig hér heima? Hvert leita foreldrar með fyrirburana sína? Hverjir kenna ungum læknum sem vilja mennta sig í heimilis- eða héraðslækningum? Er bara betra að það sé í Svíþjóð og þeir hverfi af íslenskum vinnumarkaði í 4 til 6 ár? Hvernig á heilsugæsla að þróast, breytast og bæta þjónustu á næstu árum? Frumheilsugæsla er viðkvæm þjónusta. Hún er hagkvæm. Vel skipulögð léttir hún á öðrum og dýrari úrræðum. Þetta er þjónusta sem er þjóðhagslega mikilvæg. Hún er öryggisnet fyrir íbúa og hluti af þjónustu sem hvert bæjarfélag ætti að standa vörð um. Líka kjörnir fulltrúar í bæjarstjórnun á höfuðborgarsvæðinu. Hver er afstaða þeirra? Að þetta sé ekki þeirra ársreikningur – ekki þeirra höfuðverkur? Íbúar geti leitað annað? Tilfærsla fjárveitinga frá heilsugæslu léttir ekki á heldur eykur vanda annars staðar í kerfinu. Bítur þá sem síst skyldi.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar