Ekki fara í megrun Ellý Ármanns skrifar 6. apríl 2013 09:15 Jóhanna Þórarinsdóttir ÍAK einkaþjálfari og norðurlandameistari í bekkpressu sem heldur úti vefsíðunni www.fitnessform.is vill að orðið megrun verði fjarlægt úr orðaforða Íslendinga. Hér gefur Jóhanna lesendum Visis góð ráð til að bæta heilsuna.Megrun - nei takk! Ekki fara í megrun. Þetta orð má taka út úr orðaforða Íslendinga. Borða hreint, hollt og gott mataræði. Breyttar matarvenjur og gott mataræði stuðlar að meiri orku, jafnari blóðsykri og minni sætindalöngun. Flestir sem koma til mín í þjálfun tala um mikið orkuleysi og í flestum tilfellum lögum við það með betra mataræði. Byrjum daginn á hollum og trefjaríkum morgunverði.Minni máltíðir - oftar Borða fleiri og minni máltíðir yfir daginn, efnaskipti og brennsla verður hraðari og okkur gengur betur að léttast. Ekki láta líða of langt á milli mála og hæfilegur tími getur verið um 2-4 tímar á milli, sem er þó einstaklingsbundið. Magi og melting ráða illa við stórar máltíðir sem veldur meltingarörðuleikum og blóðsykur fer oft á flakk sem veldur "nammiþörf" þrátt fyrir að hafa borðað stóra máltíð. Einnig líður þá of langt á milli máltíða og brennslan hjá okkur minnkar. Vatnsdrykkjan er mikilvæg Vatn er mikilvægasta næringarefni líkamans. 55-til 60% líkamsþyngdar fullorðins einstaklings er vatn. Nauðsynlegt er að endurnýja þá tvo til þrjá lítra sem tapast á dag í formi svita, þvags og útöndunar. Oft er gott að byrja daginn á að fá sér vatnsglas þegar þið vaknið og gott að setja lime eða sítrónu út í til að hjálpa við hreinsun. Hafa brúsa með sér í vinnuna og mikilvægt að drekka vatn á æfingu, þá hefur maður aukna orku og betra úthald til að endast lengur í æfingum. Nauðsynleg vítamín Ferskir ávextir og grænmeti; Komum því fyrir í flestar máltíðar yfir daginn. Ávextir og grænmeti veita okkur nauðsynleg vítamín, andoxunarefni og trefjar sem flestir Íslendingar eru ekki að fá nóg af. Mæli með að velja mikið af grófu og litríku grænmeti. Brokkolí og blómkál minnka til dæmis líkur á krabbameini. Beint úr náttúrunni Borðum matinn okkar næst því sem hann kemur úr náttúrunni. Minnka unninn mat og mat sem er búið að hrúga allskyns aukaefnum í. Gott að borða magurt kjöt, fisk, egg, hnetur, möndlur og fituminni mjólkurvörur. Þeir sem borða brauð og pasta ættu að velja gróft og trefjaríkari kornvörur.Mundu að hreyfa þig Hreyfum okkur sem mest í dagsdaglegu lífi, það gerir gæfu mun og auka dags daglega hreyfingu, nota stiga, leggja bílnum lengra frá og kíkja í fleiri gögnutúra, skokk eða hlaup allt þetta hefur mikil áhrif á heilsuna. Auk þess að fara í ræktina og taka vel á því fyrir þá sem vilja hámarka fitubrennslu og bæta styrk. Jóhanna Þórarinsdóttir gefur okkur góð heilsuráð. Svefninn ekki síður mikilvægur Svefn skiptir gríðalega miklu máli. Svefn er mikilvægur eðlilegri líkamsstarfsemi og góðri heilsu. Svefnleysi getur valdið vanlíðan og þreytu á daginn, og langvarandi svefnleysi eykur hættuna á ýmsum kvillum. Þeir sem sofa of lítið ná minni árangir í líkamsrækt og eiga meiri hættu á að fitna.Hugurinn ber þig hálfa leið Hugarfarið skiptir öllu máli. Vakna jákvæður, hugsa jákvætt, líta upp til sín og hafa sjálfstraust. Hugurinn ber okkur hálfa leið og útgeilsun fer ekki eftir holdarfari. Ef þú mætir í ræktina og hugsar: Ég get aldrei náð árangir saman hvað ég reyni er örugg leið til að mistakast. Ég ætla, ég skal og ég get er rétta hugsunin, að lifa í núinu og taka einn dag í einu. Sama hvort maður detti útaf brautinni öðru hvoru gerum það með stæl og komum tvíelfd til baka. Jóhanna byrjar með nýtt og spennandi námskeið í World Class á mánudaginn sem ber yfirskriftina Hámarksbrennsla. "Ég verð með þetta námskeið í Ögurhvarfi og þar verður takið vel á því og mikið fjör í skemmtilegum hóp. Við leggjum áherslu á brennslu, styrk, aðhald, mælæingar, matarprógram, fræðslu og þrekpróf. Áherslan er að ná árangri í sumar." Þeir sem skrá sig fá aðgang af öllum stöðvum World Class og þeir sem eiga kort fá afslátt af námskeiðinu. Nánari upplýsingar hér. Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Lífið Fleiri fréttir Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Sjá meira
Jóhanna Þórarinsdóttir ÍAK einkaþjálfari og norðurlandameistari í bekkpressu sem heldur úti vefsíðunni www.fitnessform.is vill að orðið megrun verði fjarlægt úr orðaforða Íslendinga. Hér gefur Jóhanna lesendum Visis góð ráð til að bæta heilsuna.Megrun - nei takk! Ekki fara í megrun. Þetta orð má taka út úr orðaforða Íslendinga. Borða hreint, hollt og gott mataræði. Breyttar matarvenjur og gott mataræði stuðlar að meiri orku, jafnari blóðsykri og minni sætindalöngun. Flestir sem koma til mín í þjálfun tala um mikið orkuleysi og í flestum tilfellum lögum við það með betra mataræði. Byrjum daginn á hollum og trefjaríkum morgunverði.Minni máltíðir - oftar Borða fleiri og minni máltíðir yfir daginn, efnaskipti og brennsla verður hraðari og okkur gengur betur að léttast. Ekki láta líða of langt á milli mála og hæfilegur tími getur verið um 2-4 tímar á milli, sem er þó einstaklingsbundið. Magi og melting ráða illa við stórar máltíðir sem veldur meltingarörðuleikum og blóðsykur fer oft á flakk sem veldur "nammiþörf" þrátt fyrir að hafa borðað stóra máltíð. Einnig líður þá of langt á milli máltíða og brennslan hjá okkur minnkar. Vatnsdrykkjan er mikilvæg Vatn er mikilvægasta næringarefni líkamans. 55-til 60% líkamsþyngdar fullorðins einstaklings er vatn. Nauðsynlegt er að endurnýja þá tvo til þrjá lítra sem tapast á dag í formi svita, þvags og útöndunar. Oft er gott að byrja daginn á að fá sér vatnsglas þegar þið vaknið og gott að setja lime eða sítrónu út í til að hjálpa við hreinsun. Hafa brúsa með sér í vinnuna og mikilvægt að drekka vatn á æfingu, þá hefur maður aukna orku og betra úthald til að endast lengur í æfingum. Nauðsynleg vítamín Ferskir ávextir og grænmeti; Komum því fyrir í flestar máltíðar yfir daginn. Ávextir og grænmeti veita okkur nauðsynleg vítamín, andoxunarefni og trefjar sem flestir Íslendingar eru ekki að fá nóg af. Mæli með að velja mikið af grófu og litríku grænmeti. Brokkolí og blómkál minnka til dæmis líkur á krabbameini. Beint úr náttúrunni Borðum matinn okkar næst því sem hann kemur úr náttúrunni. Minnka unninn mat og mat sem er búið að hrúga allskyns aukaefnum í. Gott að borða magurt kjöt, fisk, egg, hnetur, möndlur og fituminni mjólkurvörur. Þeir sem borða brauð og pasta ættu að velja gróft og trefjaríkari kornvörur.Mundu að hreyfa þig Hreyfum okkur sem mest í dagsdaglegu lífi, það gerir gæfu mun og auka dags daglega hreyfingu, nota stiga, leggja bílnum lengra frá og kíkja í fleiri gögnutúra, skokk eða hlaup allt þetta hefur mikil áhrif á heilsuna. Auk þess að fara í ræktina og taka vel á því fyrir þá sem vilja hámarka fitubrennslu og bæta styrk. Jóhanna Þórarinsdóttir gefur okkur góð heilsuráð. Svefninn ekki síður mikilvægur Svefn skiptir gríðalega miklu máli. Svefn er mikilvægur eðlilegri líkamsstarfsemi og góðri heilsu. Svefnleysi getur valdið vanlíðan og þreytu á daginn, og langvarandi svefnleysi eykur hættuna á ýmsum kvillum. Þeir sem sofa of lítið ná minni árangir í líkamsrækt og eiga meiri hættu á að fitna.Hugurinn ber þig hálfa leið Hugarfarið skiptir öllu máli. Vakna jákvæður, hugsa jákvætt, líta upp til sín og hafa sjálfstraust. Hugurinn ber okkur hálfa leið og útgeilsun fer ekki eftir holdarfari. Ef þú mætir í ræktina og hugsar: Ég get aldrei náð árangir saman hvað ég reyni er örugg leið til að mistakast. Ég ætla, ég skal og ég get er rétta hugsunin, að lifa í núinu og taka einn dag í einu. Sama hvort maður detti útaf brautinni öðru hvoru gerum það með stæl og komum tvíelfd til baka. Jóhanna byrjar með nýtt og spennandi námskeið í World Class á mánudaginn sem ber yfirskriftina Hámarksbrennsla. "Ég verð með þetta námskeið í Ögurhvarfi og þar verður takið vel á því og mikið fjör í skemmtilegum hóp. Við leggjum áherslu á brennslu, styrk, aðhald, mælæingar, matarprógram, fræðslu og þrekpróf. Áherslan er að ná árangri í sumar." Þeir sem skrá sig fá aðgang af öllum stöðvum World Class og þeir sem eiga kort fá afslátt af námskeiðinu. Nánari upplýsingar hér.
Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Lífið Fleiri fréttir Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Sjá meira