Jennifer Love Hewitt hefur eytt Twitter-aðgangi sínum vegna hótana sem hún hefur fengið á samskiptavefnum vinsæla.
Leikkonan segir að margir notendur hafi sent sér skilaboð og að hún hreinlega höndli ekki neikvæðnina.
„Í kjölfar allra neikvæðu skilaboðanna og hótananna sem ég hef fengið í gegnum Twitter verð ég því miður að kveðja. Ég hef notið góðvildarinnar, hlýjunnar og stuðningsins sem þið senduð mér. En ég verð bara að hætta hér,“ skrifaði leikkonan í kveðjuskilaboðum inn á Twitter-síðu sína.
Jennifer bað í leiðinni fylgjendur sína á Twitter um að nota ekki síðuna undir hatur og að tímanum yrði betur varið í jákvæðni.
Hætti eftir hótanir
